Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 31

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 31
29 I þvx tilviki sem mælingar voru framkvæmdar þegar læknir taldi að bóndi hefói veikst vegna mengunar við heygjöf kan ekki fram meiri mengun en almennt í öðrum mælingum. (Fjöldi örvera: 0,01 x lO^/m^, magn endótoxíns 0,21 ug/m^) BÓndinn sjálfur taldi ekki vera neitt samband á milli vinnu við heygjöf og að hann vitjaði lasknis. Af framansögðu er ljóst að mengun við gjöf á votheyi og rúlluvotheyi er miklu minni en við gjöf á lausu þurrheyi. Erfitt er að bera saman gjöf á bundnu þurrheyi og heyi verkað á annan hátt þar sem f jöldi örvera er lítill, en magn endótoxíns er mikið. Ástæðan fyrir því að einu sýni er sleppt sem tékið var við gjöf á votheyi er sú, að á meðan á sýnatckunni stóð var einnig unnið við að kasta frá ónýtu heyi, en í öllum öðrum tilvikum var einungis unnið við gjöf á a.m.k. sæmilega verkuðu heyi. Þetta bendir þó til þess að ef verkun heysins mistekst getur mengun við gjöf orðið mjög mikil. Þessar mælingar sýna ekki hvað mikið af örverum eru í heyinu, heldur hvað mikið losnar við gjöf. Áhugavert væri að rannsaka hvort samband sé á milli þessara þátta, en erlendis hefur kcmið í ljós aö sumar tegundir örvera losna auðveldar út í andrúmsloftið en aórar. Eins og fram hefur komið getur mengun við gjöf á lausu þurrheyi verið mjög mismikil. Þar sem þetta er mjög algeng heyverkunaraðferð þyrfti að rannsaka betur hvað þaó er sem veldur mesti menguninni t.d. hvort þaó eru ákveðin vinnubrögð, ákveðnar aðstæður o.s.frv. Á meðan mengunin er eins og hér hefur kcmið fram er nauðsynlegt að nota grímur við heygjöf. Þar sem einfaldar pappagrímur sía einungist mjög gróft ryk frá (síuflokkur Pl) veita þær takmarkaða vörn. Velja ætti því betri öndunargrímur með lágmarks síunarhæfni í flokki P2 eða P3 eins og t.d. svokallaðir loftræstihjálmar (airstream-hjálmar).

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.