Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 38

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 38
36 lítið af lifandi maurum. I rakara heyi voru fleiri maurar, og þvi rakara sem heyið var, þvi fljótari voru maurarnir að fjölga sér, eftir að heyið var komið í hlöóu. Þaó að maurafjöldinn stjórnast af vatnsvirkni heysins, hefur bæði kost og galla. Kosturinn er sá, að þarna er aðferð til aó halda maurunum i skefjum. Aðeins þarf að sjá til þess, aó vatnsvirkni heysins fari ekki yfir 73 % , meðan það er geymt i hlöðunni. Gallinn er aftur á móti, að loftraki á íslandi er yfirleitt á bilinu 78 - 84 % , og vatnsvirkni heysins leitast við að fylgja loftrakanum. Helsta leiöin til að halda maurunum i skefjum, er að þurrka heyið með upphituðu lofti. Það er dýr lausn. Aðrar leiðir eru að nota eingöngu súrhey, eða geyma hey i lofttæmdum umbúðum. Allar þessar þrjár aðferðir til að losna við maura eiga það sameiginlegt, að þær hindra mygluna, sem maurarnir lifa á, i að vaxa. Halda mætti, að einfaldast væri aö nota eitur til að útrýma maurunum, en málið er ekki svo einfalt. I fyrsta lagi er það tæknilega erfitt, og einnig er ýmislegt sem bendir til, að i röku heyi séu mauranir til gagns, þvi án þeirra myndi heyið breytast i myglukökk. Eina ráðið, sem hægt er að gefa bændum sem nota þurrhey, er að reyna að halda maurafjöldanum i skefjum með þvi aó þurrka hey- ið sem best og jafnast, og fylgjast með vatnsvirkni (hlut- fallslegu rakastigi) heysins með hárrakamæli. Enn er ekki vitað nákvæmlega hvernig best er að geyma hey til að hættan af ofnæmisvöldum verði sem minnst. Gera þarf frekari tilraunir, sem sýna samhengið milli verkunar og geymslu heys annarsvegar, og hve mikið af ofnæmisvöldum þyrlast upp þegar hreyft er við heyinu hinsvegar.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.