Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 49

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 49
47 gagnlegasta meðferðin. Engin meðferð er þó til sem læknar sjúkdóminn, aðeins er um að ræða að halda einkennum niðri. IV. Heysótt 1. Skilgreining: Heysótt er bólgusjúkdómur í lungnablöðrum og smæstu loft- vegum, sem stafar af ofnæmi. 2. Orsök: Ofnæmisvaldurinn er Micropolyspora faeni, hitaelsk baktería, sem vex best við 55 - 60°C og myndar gró sem eru 1 til 2 micron í þvermál, en agnir af þeirri stærð smjúga alia leið niður í lungnabiöðrur. Ofnæmis- valdar sem valda ofnasmiskvefi og astma eru miklu stærri og setjast því ofar í loftvegi, og ná ekki niður í iungnablöðrurnar. 3. Einkenni: Einkenni byrja 4 - 8 klst. eftir vinnu í heyi. Þau eru hiti, mæði og hósti. Þessi einkenni eru svipuð og sjást við lungnabólgu. Þau lagast á nokkrum dögum ef aðeins er unnið í heyi í eitt skipti. Ef lengi er unnið í heyi eru þessi veikindi varanleg og tekur margar vikur að læknast eftir að hætt er slíkri vinnu. Ef unnið er árum saman í heyi verða varanlegar lungnaskemmdir, sem ganga ekki til baka þótt slíkri vinnu sé hætt. Annars hverfa þessi einkenni framan af alveg á sumrin. 4. Greining: Greiningin byggist á sjúkrasögu. Fellipróf gegn M.faeni hjáipar lítið til við greiningu. Það mælir þó gegn heysótt ef þau eru ekki til staðar. Blásturspróf er skert og lungnamynd afbrigðileg við þennan sjukdom. Stundum getur þurft að taka sýni úr lunganu til að staðfesta greiningu. Einnig kemur til greina að láta sjúkling vinna í mygluðu heyi til að framkalia einkenni, sem þá telst sönnun sjúkdómsins. 5. Meðferð: Rykvarnir eru þýðingarmiklar. Hér þarf fínni grímur en við þá sjúkdóma sem áður eru taldir þar sem ofnæmisvaldurinn er miklu smærri í þvermál. Það getur því verið erfitt að vinna með slíkar grímur. Barksterar flýta fyrir bata en lækna í sjálfu sér ekki sjúkdóminn. Hann er í reynd ólæknandi. V. Langvinnt berkjukvef 1. Skiigreining: Þetta er sjúkdómur í berkjum, sem lýsir sér með hosta og uppgangi í a.m.k. 3 mánuði á ári samfleytt, 2 ár í röð. Aðrir langvinnir iungnasjúkdómar eru útiiokaðir með lungnamynd, en hún er eðlileg við þennan

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.