Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 74

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 74
72 Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir Vinnueftirliti ríkisins, Áætlun um rannsókn á tengslum mengunar við heygjöf og sjúklegra einkenna og merkja er koma heim við heymæði (allergic alveolitis). Inngangur: h undan förnum árum hafa verið gerðar mælingar á mengun í andrúmslofti hjá nokkrum bændum, sem unnu við gjöf á heyi sem hafði verið verkað á mismunandi hátt (1,2,3). Fram hefur koroið að mengun gramneikvæðra baktería og endótóxína er meiri við gjöf á þurrheyi en votheyi og rúlluheyi. Bundnu þurrhey fylgdi minni mengun en lausu. Þessar rannsóknir hafa verið gerðar af Vinnueftirliti ríkisins í samvinnu við landlæknisebættið og rannsóknar aðila í Uppsölum í Svíþjóð, sem hafa gert talningar á fjölda örvera og mælingar á magni endótóxína í sýnunura. í þeim sýnum sem mæld hafa verið hér á landi kom fram mjög mikil mengun örvera og endótóxína miðað við það sem gerist við landbúnaðarstöf á hinum Norðurlöndunum (4,5,6). Narkmið: Að athuga loftmengun, bakteríur og endotóxín við heygjöf þegar sá sem verður fyrir menguninni fær sjúkleg einkenni og merki, sem ætla má að stafi af allergic alveolitis. Framkvæmd: Ætlunin er að semja við þrjá bændur sem venjulega fá klínik um allergic alveolitis um að mæla hjá þeim mengun og að þegar þeir verði veikir fari þeir sama dag til rannsóknar á Sjúkrahús Akraness. Þar verði gerð klínisk skoðun, röntgen af lungum, blóðrannsóknir, þar með

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.