Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 78

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 78
76 II. Efniviður og aðferðir Alls rannsökuóum við 138 hesta. Fyrst tókum vió til rannsóknar 18 heilbrigóa hesta (hópur A) og 15 hesta sem sannanlega höfóu heymæói (hópur B) . Þvi næst tókum vió til rannsóknar 10 skyldleikaræktaða hesta (hópur C) og 13 kynræktaða eóa innræktaóa hesta (hópur D) , en svo nefnum vió hesta sem ræktaóir eru með tilliti til kynfestu fjölþættra eiginleika kynstofnsins (litur, lund, bygging, ganghæfileikar o.fl.). Aó siðustu athuguðum vió fellimótefni i sermi 82 ættbókarfæróra graóhesta (hópur E). Blóðsýni voru tekin úr hálsæö og fellipróf voru gerð á ofnæmissjúkdómadeild Sahlgrens spitala í Gautaborg og á Tilraunastöóinni á Keldum. Voru geró fellipróf fyrir geislabakteriunum Micropolyspora faeni og Thermoactinomyces vulgaris og sveppunum Aspergillus fumigatus, Alternaria, Penicillium og Rhizopus. Leitað var upplýsinga um sjúkdóma, einkum lungnasjúkdóma. Litið var á holdafar hesta, hey, loftræstingu og annan aðbúnaö og hestar sem voru veikir voru skoðaóir sérstaklega. III. Nióurstöður 1 1. töflu eru sýndar nióurstöður felliprófa á blóðsýnum úr hinum mismunandi tilraunahópum. Enginn hestanna i hópi A (friskir hestar) hafói með vissu mótefni i sermi (jákvætt fellipróf). Hestarnir i þessum hópi voru á aldrinum 3-16 vetra (meóalaldur 8,2 ár) . Þeir voru aldir á góöu heyi og i góóum holdum. Einnig var loftræsting góó i þeim húsum sem hestarnir voru i. Heyveiku hestarnir 15 i hópi B voru á aldrinum 5-20 vetra. Var meóalaldur þeirra 10,7 ár eóa heldur hærri en hestanna i hópi A. Þessi munur var þó ekki tölfræðilega marktækur. Allir hestarnir í þessum hópi höföu mótefni i sermi gegn M.faeni, einn hestur hafði aó auki mótefni gegn sveppnum Rhizopus og annar veika svörun fyrir A.fumigatus.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.