Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 81

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 81
79 Rannsóknir okkar benda til aó þetta sé e.t.v. einfaldara hér á landi. Auk þess eru hross hér laus vió ýmsa smitsjukdóma af völdum veira sem flækja málió talsvert erlendis. Hér á landi er aóeins eitt hrossakyn, og fóörun, notkun á hrossum og umhverfisaóstæóur með svipuðu móti um allt land, en þó misvel aö þvx staðið. Það ætti því aó vera hægt um vik aó rannsaka nánar áhrif umhverfisþátta og erfóa á þennan sjúkdóm. I hópum C og D voru hestar sem höföu mótefni i sermi gegn M.faeni en enga sjúkrasögu eóa sjúkdómseinkenni. Hið sama gildir einnig um nokkra graðhesta. Þaó virðist þvi ljóst aó hestar geti haft fellimótefni i sermi án þess að sýna sjúkdómseinkenni, en slikt er algengt hjá mönnum sem vinna i heyi. Ég hef haft spurnir af allmörgum þessara hesta eftir aö ofangreind rannsókn var gerð. Oftar en ekki hafa hestar sem voru með jákvætt fellipróf en engin sjúkdómseinkenni á þeim tima sem rannsóknin var framkvæmd fengið heymæói siðar. Felliprófið hefur um árabil verið notað af dýralæknum sem hjálpartæki við greiningu sjúkdóma i öndunarfærum. Aðeins i undantekningartilfellum hafa hestar sem sannanlega hafa verið haldnir heymæöi verið neikvæðir i felliprófi. Nær alltaf hefur verið hægt aó setja samasem merki á milli jákvæðs felliprófs og heymæði. ílyktanir: 1. 1 sermi hesta með heymæði finnst alla jafnan mótefni gegn Micropolyspora faeni. 2. Mótefni þessi finnast yfirleitt ekki i sermi friskra hesta. 3. Umhverfisþættir skipta talsverðu máli hvað varóar þennan sjúkdóm. 4. Rannsóknir okkar gefa ekki tilefni til að álykta um þátt erfóa i sambandi viö heymæði i hrossum, en hér á landi ættu aðstæður til þess aö kanna þann þátt nánar að vera hinar ákjósanlegustu.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.