Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 4
JEEP.IS • ISBAND.IS
PLUG-IN HYBRID
FÆRÐIN ER
ALLTAF GÓÐ
EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX!
Leyfðu Jeep® Wrangler Rubicon
Plug-In Hybrid að spreyta sig á krefjandi
slóðum. Leiðin verður rafmögnuð.
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
n Tölur vikunnar
n Þrjú í fréttum
116
höfðu á fimmtudag verið sektaðir
fyrir að nota nagladekk utan leyfi
legs tíma á þessu ári.
300
þúsund rúmmetrar af grjóti fara
í stækkun brimvarnargarða við
Þorlákshöfn.
42,8
prósent sem svöruðu í könnun
Prósents segjast hlynnt aðild að
ESB en 35,1 prósent er andvígt.
21
sinni hraðari vöxtur er í sölu notaðs
fatnaðar í Bandaríkjunum en á
nýjum varningi síðustu þrjú árin.
31.416
milljarðar króna eru sagðir hafa
farið í að halda HM sem nú
stendur yfir í Katar.
m3
Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri
er gagnrýndur
eftir að peninga-
stefnunefnd
bankans hækk-
aði stýrivexti um
0,25 prósentustig.
„Ef við myndum
ekki standa að baki verðgildi
peninganna þá fer verðbólgan í
hæstu hæðir og kjarasamningar
yrðu algjörlega vonlausir,“ sagði
Ásgeir.
Agnes M.
Sigurðardóttir
biskup Íslands
samdi við
þáverandi fjár-
málastjóra um
að fjármálastjór-
inn gæti hætt
og fengið samt
sjö mánaða laun. Samningurinn
jafngildir nær tuttugu milljónum
króna og málið vekur óánægju
innan kirkjunnar. „Þetta er bara
venjulegur, eðlilegur samningur,“
sagði Agnes.
Þórdís
Kolbrún
Reykfjörð
Gylfadóttir
utanríkisráðherra
lagði til í mann-
réttindaráði
Sameinuðu
þjóðanna, fyrir
hönd Íslands í samvinnu við utan-
ríkisráðherra Þýskalands, að hafin
yrði gagnaöflun svo draga mætti
til ábyrgðar þá sem standa gegn
ofsóknum gegn almenningi í Íran.
Tillagan var samþykkt. „Það er
ofvaxið mínum skilningi að stjórn-
völd í nokkru ríki ákveði að brjóta
svo víðtækt og alvarlega á mann-
réttindum borgaranna,“ sagði
Þórdís í ávarpi sínu í mannrétt-
indaráðinu. n
Gestur Jónsson,
hæstaréttar
lögmaður
Ragnar Halldór
Hall, hæstarétt
arlögmaður
Ása Ólafsdóttir,
hæstaréttar
dómari og for
maður réttar
farsnefndar
Tveir hæstaréttarlögmenn
telja það fara gegn þrískipt-
ingu ríkisvaldsins að hæsta-
réttardómari hafi haft frum-
kvæði að frumvarpi um að
endurupptökudómstóll geti
vísað málum til Landsréttar.
Þá vara þeir við því að málið
fái flýtimeðferð á Alþingi.
benediktarnar@frettabladid.is
DÓMSTÓLAR Lögmennirnir Gestur
Jónsson og Ragnar Halldór Hall telja
að vegna þrískiptingar ríkisvaldsins
hafi það verið óviðeigandi að hæsta-
réttardómarinn Ása Ólafsdóttir hafi
komið að frumvarpi um breytingu
á lögum um meðferð sakamála og
farið gegn þrískiptingu ríkisvalds-
ins með þeim hætti.
Forsaga málsins er sú að Jón
Gunnarsson dómsmálaráðherra
lagði fram frumvarp þann 14. nóv-
ember um breytingu á lögum um
meðferð sakamála, í kjölfarið á því
að nokkrum af hinum svokölluðu
hrunsmálum hafi verið vísað frá
vegna ólíkrar túlkunar Hæstarétt-
ar og endurupptökudóms á lögum.
Nýlega vísaði Hæstiréttur af
tæknilegum ástæðum frá tveimur
málum sem endurupptökudómur
hafði vísað til hans. Í úrskurði
endurupptökudóms var vísað til
þess að í lögum um endurupp-
töku mála segir að heimilt sé að
vísa máli sem dæmt hefur verið í
Hæstarétti til meðferðar og dóms-
uppsögu „að nýju“ í Landsrétti.
Þannig hafi endurupptökudómur
túlkað ákvæðið á þann hátt að það
feli aðeins í sér að mál sem hafi sætt
meðferð og dómsuppsögu í Lands-
rétti geti verið endurupptekin þar.
Þarna myndaðist ákveðin patt-
staða á milli tveggja jafnsettra
dómstóla.
Í frumvarpi dómsmálaráðherra
var lagt til að ef endurupptöku-
Telja óviðeigandi að Hæstiréttur segi
löggjafarvaldinu fyrir verkum
Frumvarp
dómsmála
ráðherra um
að endurupp
tökudómur geti
vísað málum
til Landsréttar
hefur vakið
mikla athygli.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
dómur telur að mál sem dæmt hefur
verið í Hæstarétti fyrir 1. janúar
2018 og uppfyllir skilyrði til endur-
upptöku, er dóminum heimilt að
vísa málinu til meðferðar og dóms-
uppsögu í Landsrétti.
Í gær barst umsögn um frumvarp-
ið frá Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkis-
saksóknara þar sem kemur fram að
hún sé samþykk þeim breytingum
sem komi fram í frumvarpinu og
að hún taki að öllu leyti undir þær
röksemdir fyrir lagabreytingum
sem komu fram í greinargerð frum-
varpsins. Þá telur ríkissaksóknari
brýnt að frumvarpið fái skjótan
framgang á Alþingi.
Í umsögn lögmannanna Gests
Jónssonar og Ragnars Halldórs
Hall segja þeir að sérstök ástæða
sé til þess að vara við því að málið
fái einhvers konar flýtimeðferð hjá
Alþingi, þar sem það varðar grund-
vallarmannréttindi og þarfnist
gaumgæfilegrar athugunar nefnd-
arinnar.
Þá kasta Gestur og Ragnar því
fram að þeir hafi heimildir fyrir því
að í kjölfar uppkvaðningar úrskurð-
ar endurupptökudóms í máli Ívars
Guðjónssonar hafi einn af dómur-
um Hæstaréttar haft samband við
stjórnendur í dómsmálaráðuneyt-
inu og óskað efir fundi með hraði.
Taldi dómarinn, Ása Ólafsdóttir, að
nauðsynlegt væri að bregðast með
hraði við þeirri „togstreitu“ sem
skapast hefði milli Hæstaréttar og
endurupptökudóms.
„Vegna þrískiptingar ríkisvalds-
ins orkar það mjög tvímælis að
dómarar Hæstaréttar skuli telja
það viðeigandi að þeir segi stjórn-
völdum og löggjafarsamkomunni
fyrir verkum á þann hátt sem birtist
í þessu lagafrumvarpi,“ segja lög-
mennirnir og bæta við að það sé
hlutverk dómstóla að túlka lögin,
ekki setja þau.
Þá benda þeir einnig á að Ása, sem
er formaður réttarfarsnefndar, hafi
haft frumkvæði að frumvarpinu og
sé væntanlega höfundur meginefnis
þess.
Ef nefndarmenn í allsherjar- og
menntamálanefnd sjái ástæðu
til þess að bæta við sérstaka laga-
ákvæðinu sem kemur fram í frum-
varpinu, þá leggja Gestur og Ragnar
til að endurupptökudómur geti
vísað málum til Landsréttar „ef þess
er óskað af hálfu endurupptöku-
beiðanda“. n
4 Fréttir 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ