Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 8
Það eru mörg tungu-
mál í gangi, bæði hjá
börnunum og starfs-
fólki, en við höfum
aldrei haft jafn mörg
börn sem hafa enga
íslensku á heimilinu.
Halldóra Guð-
mundsdóttir,
leikskólastjóri
Drafnarsteins
Meðal þeirra
tungumála
sem töluð eru
á Drafnarsteini
eru farsi, telúgú,
gújaratí og
hebreska.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Tuttugu tungumál eru töluð
á leikskólanum Drafnarsteini
í Reykjavík. Leikskólastjóri
segir fjölda tví- og fjöl-
tyngdra barna aldrei hafa
verið meiri. Tæplega fjörutíu
prósent barna á leikskól-
anum hafi annað tungumál
en íslensku að móðurmáli.
erlamaria@frettabladid.is
SKÓLAMÁL Halldóra Guðmunds-
dóttir, leikskólastjóri leikskólans
Drafnarsteins í Vesturbænum í
Reykjavík, segir vaxandi fjölmenn-
ingu hér á landi sýna sig hvað best
í þeim fjölbreytileika sem finnist á
leikskólanum. Tæplega fjörutíu pró-
sent barna séu af erlendum uppruna,
sem sé nýr veruleiki í leikskólastarfi.
Þá telji starfsmannahópurinn níu
mismunandi þjóðerni.
„Það eru mörg tungumál í gangi,
bæði hjá börnunum og starfsfólki,
en við höfum aldrei haft jafn mörg
börn sem hafa enga íslensku á heim-
ilinu. Í haust var því komið að því að
við þurftum að taka ákvörðun um
málstefnu. Hingað til hefur ekkert
þurft að ræða þetta, en svo allt í
einu er maður kominn með ein-
hvern veruleika þar sem þetta þarf
að ræða,“ segir Halldóra.
Af þeim sökum hafi leikskólinn
tekið upp íslenska málstefnu, sem
Halldóra segir að hafi verið nauð-
synlegt.
„Við sáum það aðeins gerast í
fyrra að börn af erlendum upp-
runa, sem voru kannski að baksa
við íslenskuna, voru farin að leika
sér á einhverju Youtube-tungumáli.
Þetta fannst okkur mjög áhugavert
því við erum bæði sögu- og þjóð-
söguskóli og erum mjög upptekin af
málþroska og málörvun og vinnum
okkar starf í gegnum íslenskar þjóð-
sögur,“ segir Halldóra.
Slíkt sé gríðarleg áskorun þar sem
börnum, sem ekki hafa íslensku að
móðurmáli, fjölgi með hverju árinu.
„Ég held að þetta sé bara þróunin
á Íslandi yfir höfuð. Fleiri þjóðir
koma og núna finnur maður það í
samfélaginu að við erum til dæmis
að fá fjölda flóttamanna til lands-
ins, bæði frá Úkraínu og Venesúela,“
segir Halldóra.
Meðal þeirra tungumála sem
börnin hafa að móðurmáli eru
enska, finnska, spænska, pólska,
arabíska, farsi, lettneska, danska,
telúgú, gújaratí og hebreska, svo
fáein séu nefnd, og segir Halldóra
áhugavert að sjá hvað fjöldatitillinn
breytist frá ári til árs.
„Franska á fjöldatitilinn núna,
en hún er töluð hjá f lestum þeim
sem eru tví- og fjöltyngd. Áður var
titillinn pólska og enska, en það er
gríðarlega skemmtilegt að sjá hvern-
ig þetta breytist,“ segir Halldóra.
Að sögn Halldóru hefur innleiðing
íslenskrar málstefnu á leikskólanum
gengið vonum framar og segir hún
börnin aðlagast vel.
„Þau eru náttúrlega ótrúlega dug-
leg og fljót að aðlagast. Þó að þau séu
kannski ekki komin með íslenskuna
þá læra þau ofsalega f ljótt á dags-
skipulagið. Á öllum deildum er
myndrænt dagsskipulag, þannig að
þau sjá á myndum hvernig dagurinn
rúllar,“ segir Halldóra.
Þá fái þau börn sem hafi engan
bakgrunn í íslensku bókina Ljáðu
mér orð, sem Halldóra segir að sé í
raun þeirra orðabók með myndum.
Þrátt fyrir að leikskólinn hvetji
börnin til að tala íslensku á leikskóla-
tíma segir Halldóra þeim alls ekki
bannað að tala móðurmál sitt. Nauð-
synlegt sé að hafa sveigjanleika.
„Við erum alls ekki að banna
börnunum að tala annað tungumál
sín á milli, heldur meira minnum við
þau á að við ætlum að tala íslensku
í skólanum. Koma því mjúklega til
leiðar, þegar börnin eru til dæmis í
leik í hóp, að tala íslensku svo allir
geti verið með,“ segir Halldóra. n
Tuttugu tungumál eru töluð á Drafnarsteini
AÐVENTU- OG JÓLATÓNLEIKAR
BACH Á AÐVENTUNNI
Sunnudagur 27. nóvember kl. 17
Kór Hallgrímskirkju
Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran
Eggert Reginn Kjartansson, tenór
Fjölnir Ólafsson, barítón
Barokkbandið Brák
Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðla
Steinar Logi Helgason, stjórnandi
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Aðgangseyrir 4.000 kr.
KLAIS ORGELIÐ Í 30 ÁR
– CÉSAR FRANCK 200
Orgelmaraþon
Laugardagur 3. desember kl. 12–15
Björn Steinar Sólbergsson
Erla Rut Káradóttir
Eyþór Franzson Wechner
Friðrik Vignir Stefánsson
Guðný Einarsdóttir
Kári Þormar
Kitty Kovács
Kjartan Jósefsson Ognibene
Lára Bryndís Eggertsdóttir
Matthías Harðarson
Steinar Logi Helgason
Tuuli Rähni
Ókeypis aðgangur
SYNGJUM JÓLIN INN
Kórsöngur, almennur söngur og lestrar
Sunnudagur 18. desember kl. 17
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason, stjórnandi
Kór Breiðholtskirkju
Örn Magnússon, stjórnandi
Kór Neskirkju
Steingrímur Þórhallsson, stjórnandi
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Ókeypis aðgangur
ORGELTÓNLEIKAR
Á JÓLUM
26. desember – Annar í jólum kl. 17
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Aðgangseyrir 3.000 kr.
HÁTÍÐARHLJÓMAR
VIÐ ÁRAMÓT
31. desember – Gamlársdagur kl. 16
Gunnar Kristinn Ólafsson, trompet
Ólafur Elliði Halldórsson, trompet
Gunnar Helgason, básúna
Steinn Völundur Halldórsson, básúna
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Aðgangseyrir 4.000 kr.
Miðasala:
www.tix.is
www.hallgrimskirkja.is
ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR UM HÁTÍÐARNAR
kristinnpall@frettabladid.is
REYKJAVÍK Kolbrún Baldursdóttir
lýsti yfir furðu sinni á seinagangi í
svörum þegar henni barst loksins
svar við fyrirspurn sinni á fundi
borgarráðs í vikunni, rúmum þrem-
ur árum eftir að hún lagði fyrir-
spurnina fram. Kolbrún segir þetta
leið til að þagga niður viðkvæm mál.
Kolbrún lagði fram fyrirspurn
um úthlutun fjármuna til grunn-
skóla Reykjavíkur á haustdögum
2019 og barst svar á síðasta fundi
borgarráðs, þremur árum, tveimur
mánuðum og tólf dögum síðar. Eðli-
lega er beðist afsökunar á því hvað
málið tók langan tíma áður en rök-
stuðningurinn hefst.
Í kjölfarið lýsti Kolbrún yfir
óánægju sinni í bókun. „Svarið nú
eftir fjögur ár er bæði loðið og í
raun útúrsnúningur. Skóla- og frí-
stundasvið hélt utan um skjal með
breytingum frá 2018 og óskum
skólastjóra um viðbótarfjármagn.
Flokkur fólksins óskaði eftir að fá að
sjá þetta breytingaskjal skóla- og frí-
stundasviðs og hvaða meðferð óskir
skólastjóra fengu, hvaða óskir voru
samþykktar og hverjum var hafnað.
En það fékkst aldrei.“ n
Fékk loks svör þremur árum síðar
odduraevar@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Guðrún Aspelund
sóttvarnalæknir segir umgangs-
pestir líkt og inflúensu og RS-veir-
una svokallaða skæðar í nágranna-
löndunum, líkt og hér heima og
vestanhafs í Bandaríkjunum.
Blaðið ræddi í vikunni við yfir-
lækni á Barnaspítala Hringsins sem
sagði álagið mikið vegna pesta. Þá
var greint frá því í gær að hið sama
væri upp á teningnum í Bandaríkj-
unum en barnalæknar hafa hvatt
Joe Biden Bandaríkjaforseta til
að lýsa yfir neyðarástandi vegna
útbreiðslu RS-veirunnar.
„Eins og spáð hefur verið stefnir
í að þennan fyrsta vetur án sótt-
varnaaðgerða vegna Covid-19
leggist árstíðabundnar öndunar-
færasýkingar af fullum þunga á
landsmenn,“ segir Guðrún í svari
við fyrirspurn Fréttablaðsins um
ástand hér á landi og í nágranna-
löndum.
Guðrún segir Embætti landlæknis
munu gefa út vikulegt yfirlit yfir
stöðuna vegna pesta hér á landi.
Þar kemur meðal annars fram að
inflúensan sé farin af stað í Evrópu
almennt, ástandið sé misjafnt eftir
löndum. Þá geisar Covid-19 áfram
en smitum og dauðsföllum hefur
fækkað en innlagnir staðið í stað.
RS-veiran greinist í mörgum
löndum og í sumum má sjá aukn-
ingu á tilfellum og innlögnum fyrr
en venjulega, sérstaklega hjá börn-
um yngri en fimm ára. „Á Norður-
löndum hefur RS-veiran verið skæð
í Danmörku og inflúensa er byrjuð
að greinast. Norðmenn voru búnir
að spá að þessar veirur myndu skella
á með þunga þar einnig,“ segir Guð-
rún. n
Öndunarfærasýkingar færa sig upp
á skaftið í nágrannalöndunum
Guðrún
Aspelund,
sóttvarnalæknir
8 Fréttir 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ