Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 18

Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 18
TENERIFE! SAMAN Í SÓL YFIR JÓLIN 14 DAGAR | 22. DESEMBER - 05. JANÚAR HOVIMA JARDIN CALETA 3* Í LA CALETA Í GÖNGUFÆRI VIÐ STRÖNDINA ÍBÚÐ MEÐ HÁLFU FÆÐI VERÐ FRÁ 239.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, HÁLFT FÆÐI, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS HÁLFT FÆ ÐI SÍÐUSTU SÆTIN YFIR HÁTÍÐARNAR FORLAGSFJÖR Á BÓKAMESSU • Höfundar afgreiða og árita bækur sínar • Föndur fyrir börnin • Gefins plaköt og bókamerki V i ð t ö k u m v e l á m ó t i y k k u r í H ö r p u u m h e l g i n a k l . 1 1 – 1 7 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is Grínistinn Kirill Voronin býr með fjölskyldu sinni í Tíblísi, höfuðborg Georgíu. Þau eru meðal 700 þúsund rússneskra ríkisborgara sem hafa flúið í kjölfar stríðsins í Úkraínu. helgisteinar@frettabladid.is RÚSSLAND Rússneskir grínistar eru meðal þeirra sem flýja nú land vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við vilja ekki snúa aftur vegna kúgunar. Þann 24. febrúar var Kirill Vor- onin vakinn um miðja nótt á meðan hann svaf í rúmi sínu með konu sinni og eins árs dóttur þeirra. Úkraínskur vinur hans, sem bjó við landamæri Rússlands, hafði hringt í hann og sagt að flugvöllurinn í bænum hans hefði orðið fyrir sprengjuárás. Kirill segir þá báða hafa verið fljóta að átta sig á því hvað hafði gerst. Ljóst var orðið í augum margra Rússa og Úkraínumanna að átök myndu brjótast út. Ríkisstjórnir beggja landa höfðu undirritað vopnahlé árið 2015 sem batt enda á stórfelld átök í austurhluta Úkra- ínu eftir fyrstu innrás Rússa. Smá- vægilegir skotbardagar héldu engu að síður áfram. Rússar voru með yfir hundrað þúsund hermenn við landamæri Úkraínu. Kirill hafði áður starfað sem uppi- standari í Moskvu. Í nokkur ár höfðu margir listamenn upplifað kúgun og ritskoðun frá stjórnvöldum. „Við byrjuðum strax að undirbúa brottflutning. Við sóttum samdæg- urs um vegabréf fyrir dóttur okkar og það tók um mánuð að fá það í hendurnar. Í lok mars vorum við öll komin um borð í f lugvél á leið frá landinu,“ segir Kirill. Að sögn Kirill er fjölskyldan mjög ánægð í Georgíu og hyggst búa þar til frambúðar. Hann er byrjaður að læra georgísku og segir að heimamenn séu mjög hlýir og móttækilegir ef þeim er sýnd virðing. Uppistands- ferill Kirill hefur einnig blómstrað á ný. Hann segist skemmta fyrir bæði heimamenn á ensku og líka á rúss- nesku fyrir þann gríðarlega fjölda af Rússum sem hafa flúið þangað með honum. Denis Smirnov er annar rúss- neskur grínisti. Hann flúði til Istan- búl. Hann hafði unnið í rússnesku sjónvarpi í mörg ár og segir að þættir hans hafi verið mjög ritskoðaðir. Denis og kona hans höfðu íhugað að flytja til Tyrklands og voru þau lent þar fyrir tilviljun tveimur dögum fyrir stríð. Denis segir þau ekki á leið heim og að á þeim fimm mánuðum sem hann hafi búið í Ist- anbúl hafi hann fengið meiri aðstoð en á sínum 30 árum í Rússlandi. Grínistinn Oleg Denisov hefur einnig kvatt Rússland. Oleg, sem býr í Þýskalandi, tók þátt í Reykja- vik Fringe hátíðinni 2021. Hann segir langflesta vini sína frá Moskvu hafa flúið. Þeir sem fóru snemma séu gjarnan friðarsinnar eða hafi óttast ofsóknir. Oleg segir að herkvaðningin hafi þrýst enn meira á fólksf lótta frá Rússlandi. Það sé meginástæða þess að hann og margir samlandar hans hafi ekki snúið aftur heim. n Grínistarnir flýja kúgun í Rússlandi Kirill Voronin og fjölskylda hans búa nú í Tíblísí í Georgíu. MYND/AÐSEND kristinnhaukur@frettabladid.is BRETLAND Hægri popúlistinn Nigel Farage hótar nú endurkomu í bresk stjórnmál og að hann muni gera út af við Íhaldsflokkinn. Helsta ástæðan fyrir þessu eru áætlanir bresku ríkisstjórnarinnar að reyna að gera samning við Evrópusambandið um „svissneskt samkomulag“. Farage, sem áður leiddi flokkana UKIP og Brexit-flokkinn, telur að slíkir samningar væru svik við þá sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016. Eftir að fréttir um þessar áætlanir birtust lét Farage í sér heyra á sam- félagsmiðlum, kallaði Rishi Sunak forsætisráðherra „Goldman Sachs glóbalista“ og að það yrði að „kremja Íhaldsflokkinn fyrir þessi svik“. Bresk stjórnvöld sjá fram á langa efnahagskreppu, vegna orkukrepp- unnar, af leiðinga faraldursins og ekki síst vandamála tengdum útgöngunni úr Evrópusambandinu. Er ríkur vilji innan stjórnarinnar til þess að milda það högg og komast betur inn á samevrópska markaði. Ólíklegt er hins vegar að Evr- ópusambandið myndi samþykkja „svissneska leið“ fyrir Bretland. Sambandið er nú þegar óánægt með fyrirkomulagið og telur Sviss fá of mikinn aðgang að innri markað- inum án þess að greiða nógu mikið fyrir það. Hefur Evrópusambandið nýlega hótað Svisslendingum undir rós að samningunum yrði slitið. Íhaldsmenn hafa miklar áhyggjur af hugsanlegri endurkomu Farage, en hann myndi án nokkurs vafa taka stóran hluta kjósenda flokksins til sín í næstu kosningum, árið 2024. Kannanir hafa sjaldan litið jafn illa út fyrir Íhaldsflokkinn því Verka- mannaflokkurinn leiðir með um það bil 25 prósenta mun. Vegna einmenningskosningakerf- isins í Bretlandi gæti farið svo að nýr flokkur Farage myndi kljúfa hægra fylgið það mikið að Íhaldsflokkur- inn myndi jafnvel ekki ná 100 þing- sætum. Farage væri hins vegar ekki sá sem myndi græða á klofningnum, heldur Verkamannaflokkurinn. n Farage hótar endurkomu sem gæti gert út af við Íhaldsflokkinn Verkamannaflokkur- inn hefur 25 prósenta forskot á Íhaldsflokk- inn í könnunum. 18 Fréttir 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.