Fréttablaðið - 26.11.2022, Síða 28

Fréttablaðið - 26.11.2022, Síða 28
28 Íþróttir 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 26. nóvember 2022 LAUGARDAGUR Banka fast á dyrnar hjá Guðmundi Jólatilboð í dag! Lúsíulest Verð áður 16.900 kr. Tilboð: 12.500 kr. Lúsíukór Verð áður 9.900 kr. Tilboð: 7.450 kr. PFAFF • Grensásvegi 13 • pfaff.is • OPIÐ fös–mán 10–18 / lau 11-15 Sjaldan hefur verið um jafn auðugan garð að gresja er kemur að íslenskum hand- boltamönnum sem gera tilkall til sætis í íslenska landsliðinu. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, glímir nú við stærðarinnar áskorun. Að velja fulltrúa Íslands á komandi Heims- meistaramót í handbolta sem fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar næstkomandi. aron@frettabladid.is HANDBOLTI Margir leikmenn eru nálægt því að tryggja sér sæti í landsliðinu en ljóst að einhverjir sitja eftir með sárt ennið. Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður RÚV og fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, fer yfir sviðið með Fréttablaðinu og þá leikmenn sem banka fast á dyrnar hjá Guðmundi. „Ég held að Guðmundur hafi aldrei haft stærri hausverk heldur en akkúrat núna þegar kemur að því að velja landsliðshópinn fyrir komandi HM,“ segir Einar Örn. „Það verða örugglega svona fjórir til fimm leikmenn fyrir utan hóp sem myndi hver um sig sóma sér vel innan hópsins. Ég vorkenni Guð- mundi að þurfa að skera þetta svona niður.“ Guðmundur velur 18 manna landsliðshóp en getur þó tekið fleiri með til Svíþjóðar ef vilji stendur til og skipt leikmönnum inn og út úr þeim hópi eins og hann vill. Hins vegar geta bara 16 verið á skýrslu í hverjum leik. n Stiven Tobar Valencia (Valur) vinstri hornamaður Hefur slegið í gegn, bæði hér heima og í Evrópudeildinni með Valsmönnum og vakið verðskuldaða athygli. „Það sem vinnur aðeins á móti og á sama hátt með honum er að hann spilar hér heima,“ segir Einar Örn um Stiven. „Hann er fyrir augunum á okkur alla daga, við sjáum reglulega hvað hann getur en á sama tíma sjáum við leikmenn í sömu stöðu og hann vera að standa sig vel sem atvinnu- menn, það vinnur með þeim.“ Einar á erfitt með að sjá hvað muni ráða úr- slitum hjá Guðmundi hvað vinstra hornið varðar. „Bjarki Már Elísson er klárlega hornamaður númer eitt en það þarf einhvern með honum. Stiven býr yfir mikilli íþróttamennsku og skrokk sem mjög fáir hafa. Hann er miklu fljótari en flestir, stekkur hærra en flestir og er sterkari en flestir í þessari stöðu. Þá vinnur það með honum að hann er í hrikalega flottu leikformi.“ Teitur Örn Einarsson (Flensburg) og Kristján Örn Kristjánsson (PAUC) Örvhentu skytturnar Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson virðast á undan Teiti og Kristjáni í stöðu hægri skyttu og út af þessari ofgnótt örvhentra skytta sem við höfum þá mun, að öllum líkindum, einhver þeirra vera fyrir utan hóp til að byrja með, að mati Einars Arnar. „Þetta er sennilega erfiðasta ákvörðunin sem Guðmundur stendur frammi fyrir. Hver af þessum fjórum örvhentu skyttum á að vera fyrir utan hóp þegar kemur að fyrsta leik? Þeir eru allir að spila vel, allir að spila stóra rullu í stórum atvinnumannaliðum og búa allir yfir mismunandi vopnum í sínu vopnabúri. Ómar er klárlega númer eitt og svo ertu með þrjá fyrir aftan hann í goggunarröðinni sem eru allir númer tvö í röðinni. Þetta fer bara eftir því hvað þú, í þessu tilfelli Guðmundur, vill fá í hverjum leik fyrir sig. Þá geturðu lent í því að missa af einhverju með því að skilja einhvern þeirra eftir fyrir utan hóp. En á móti kemur að þá færðu eitthvað stórkostlegt frá þeim sem verða í hóp.“ Haukur Þrastarson (Kielce) miðjumaður Það var röð hluta sem orsakaði það að hann var ekki í síðasta landsliðshóp. „Hann á klárlega heima í landsliðshópnum,“ segir Einar. „Fyrir mitt leyti ætti Haukur að vera eitt af fyrstu nöfnunum á blað í þessum HM-hóp eftir að byrjunarliðið er sett niður.“ Haukur var á sínum tíma efnilegasti leikmaður Evrópu en hefur á sínum ferli þurft að glíma við miklar áskoranir, meðal annars erfið meiðsli. „Meiðslin settu vissulega strik í reikninginn en við þurfum að fá Hauk inn og hafa hann í stóru hlutverki í landsliðinu. Þá verður hann klárlega burðarás í landsliðinu næstu 10–15 ár. Það er mjög mikilvægt að fá hann inn í lands- liðið til þess að styðja við Aron, Gísla Þorgeir og Elvar, vera hluti af fyrstu róteringu liðsins. Haukur hefur hæfileika sem enginn annar handboltamaður hefur. Ef við förum á mis við þá hæfileika sem hann hefur sem leikmaður þá eru það mjög alvarleg mistök. Ekki bara fyrir þetta mót heldur fyrir framtíðina.“ Óðinn Þór Ríkharðsson (Kadetten) hægri hornamaður „Hann er 100% í þessari baráttu,“ segir Einar um Óðin. „Við sáum það á síðasta stórmóti hvað það getur verið hættulegt að spila með einn hornamann í gegnum heilt mót. Ég gerði það sjálfur tvisvar á sínum tíma og það skildi bara eftir varanleg sár á mínum líkama. Það er mjög hættulegt að fara með einn hornamann inn í heilt mót, sér í lagi ef við ætlum okkur stóra hluti.“ Það verði að hafa góðan hægri horna- mann með Sig- valda í hópnum. „Það er Óðinn. Með því getum við gefið Sig- valda korter til tuttugu mínútur í pásu í gegnum hvern leik í riðlakeppninni, ekki bara til að vera til vara ef Sigvaldi skyldi meiðast, heldur til að gefa honum pásu svo við eigum hann heilan í gegnum mótið.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.