Fréttablaðið - 26.11.2022, Síða 40
í vinahópi, þekkjum sama fólkið og
svo erum við bara byrjuð saman
svona hálfu ári seinna,“ segir Aron
sem ljómar þegar hann talar um
Ernu Maríu.
Og hvernig brást systir þín við?
„Henni fannst þetta kannski pínu
pirrandi fyrst en svo var þetta bara
geggjað og þær aftur orðnar bestu
vinkonur.“
Tyrkland í hjartanu
Aron hefur alla tíð búið á Íslandi en
pabbi hans er frá Tyrklandi, hann
talar tyrknesku og segir hjartað
slá jafnt fyrir Ísland og Tyrkland.
„Mamma mín fór í skiptinám til
Tyrklands og þar kynntist hún
pabba. Hann átti plötubúð og þar
kynnast þau, á Bağdat Caddesi sem
er svona gata eins og Laugavegurinn
í Istanbúl,“ segir Aron.
„Þau bjuggu í Tyrklandi í nokkur
ár, mamma, pabbi og systir mín,
svo f luttu þau hingað og ég kom í
heiminn og við höfum alltaf búið
hér en verið mjög dugleg að fara og
heimsækja ömmu og afa og frænkur
og frændur, ég á risastóra fjölskyldu
í Tyrklandi,“ segir hann og bætir við
að það sé orðið alltof langt síðan
hann hafi farið í heimsókn.
„Það er bara eitthvað svo geggjað
að hugsa til þess að maður eigi heila
fjölskyldu þarna og ég elska að vera
þarna, borða matinn hennar ömmu
og svona, það er bara geggjað.“
Aron segist mjög þakklátur fyrir
að foreldrar hans hafi kennt honum
tyrknesku og að hann hafi haldið
henni við. „Maður græðir alltaf á
því að tala f leiri en eitt tungumál.
Ég tala reglulega við ömmu og afa
í símann á tyrknesku og svo tölum
við pabbi eiginlega okkar eigið
tungumál. Hann kannski segir
eitthvað á tyrknesku og ég svara
á íslensku og þetta blandast allt
saman,“ segir hann.
Spurður að því hvort hann hafi
fundið fyrir einhvers konar for
dómum vegna uppruna síns í
gegnum tíðina segir Aron svo vera
en ekki á neikvæðan hátt. „Ég man
ekki eftir neinu neikvæðu varðandi
það sem betur fer. Mér fannst alltaf
Aron og Erna María hafa verið saman í sex ár og eru samheldið par. Þau eru afar spennt fyrir foreldrahlutverkinu.
1.300 manns mættu á tónleika Arons Can í Hörpu um síðustu helgi. Hann segist aldrei hafa skemmt sér jafn vel.
Mynd/Aðsend
Aron Can er tyrkneskur í föðurætt og á stóra fjölskyldu í Tyrklandi. Hann segir hjartað slá jafnt fyrir Ísland og Tyrkland og er þakklátur fyrir að kunna tungumál þjóðanna beggja. FréttAblAðið/eyþór
bara geggjað að vera aðeins brúnni
en hinir og að kunna tvö tungumál.“
Stefnir enn hærra
Um síðustu helgi hélt Aron Can tón
leika í Hörpu, þangað mættu 1.300
manns. Hann segir það hafa verið
ótrúlega tilfinningu að sjá fullan
Ég elska að vera tón-
listarmaður á Íslandi
en tækifærin eru
takmörkuð út af
smæðinni svo ég stefni
bara enn hærra.
sal af fólki sem allt var komið til að
berja hann augum. „Þetta var tryllt,“
segir hann.
„Mig hefur svo lengi langað að
gera þetta, hef hugsað um þetta í
mörg ár, svo ég setti standardinn
mjög hátt og vildi hafa þetta eins
flott og ég gat,“ segir Aron.
„Það er sturluð tilf inning að
standa uppi á sviði og heyra þrett
án hundruð manns syngja lögin þín.
Þetta er það skemmtilegasta sem ég
hef gert,“ segir hann.
„Ég bara trúði því ekki þegar það
seldist í alvörunni upp, ég hugsaði
bara með mér: Hvað er að gerast?
Hvar er ég núna? Þetta var svo súrr
ealískt. Að þrettán hundruð manns
séu til í að borga peninga til þess að
koma og hlusta á mig á tónleikum
í tvo klukkutíma er ótrúlegur sigur
og ég er fullur þakklætis.“
Þrátt fyrir mikla velgengni virðist
Aron ná að halda báðum fótum á
jörðinni og láta frægðina ekki stíga
sér til höfuðs. „Ég hef bara alltaf
verið frekar slakur gaur,“ segir hann.
„Held bara áfram að gera það sem
ég er að gera og er mjög ýktur í því,“
segir Aron sem vaknar klukkan
fimm á hverjum morgni og er kom
inn í ræktina klukkan sex. „Og svo
er ég vanalega kominn upp í rúm
fyrir tíu á kvöldin. Þetta er ekki
þessi týpíski rokkstjörnulífsstíll
en þetta er það sem hentar mér og
svona get ég verið með marga bolta
á lofti í einu.“
En hvað er fram undan?
„Það er auðvitað föðurhlutverkið
og svo var ég að opna veitingastað,“
segir Aron en hann opnaði nýlega
veitingastaðinn Stund ásamt Ernu
Maríu, Aroni Má Ólafssyni (Aroni
Mola) og Hildi Skúladóttur.
„Mig hefur alltaf langað að
fara í einhvern „business“ svo við
stukkum á þetta þegar tækifærið
gafst. Þetta er bæði gaman en svo er
mikilvægt að hafa eitthvað svona
til hliðar við tónlistina, eitthvað
áreiðanlegra,“ segir Aron. „Ég get
ekki treyst á það að ég hafi alltaf
nóg að gera eða að fólk vilji enda
laust hlusta á mig en ég reyni að
passa vel upp á peningana mína og
vera skynsamur.“
Spurður hvort hann sjái fyrir sér
tónlistarframa erlendis segist Aron
vera að vinna í því. „Ég er búinn að
halda tvenna tónleika í Osló, tvenna
í Bergen og eina í Danmörku og mig
langar mikið að taka þessa tónleika
sem ég var með í Hörpu og fara með
þá út,“ segir hann.
„Mér var tekið mjög vel, sérstak
lega í Noregi, en þar er senan mjög
stór svo núna er ég að vinna í því að
stækka. Ég elska að vera tónlistar
maður á Íslandi en tækifærin eru
takmörkuð út af smæðinni svo ég
stefni bara enn hærra,“ segir Aron. n
40 Helgin 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið