Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 44

Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 44
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Marta B. Marteinsdóttir, vöru- merkjastjóri hjá OJK-ÍSAM, segir að ýmislegt hafi verið gert á þessu ári þar sem 70 ár séu liðin frá stofn- un ORA. „Við höfum komið með alls konar skemmtilegar nýjungar og líka „gamlar“ nýjungar eins og fiskibollur í tómatsósu, eða eins og margir kalla þær, „fiskibollur í bleikri“. Við settum afmælissíld í takmörkuðu upplagi á markaðinn í haust. Þessi jólin fáum við svo okkar klassísku grænu baunir í upprunalegum umbúðum sem Atli Már Árnason hannaði og teiknaði árið 1953,“ upplýsir hún en gaman verður að sjá gömlu umbúðirnar vakna á ný. Jólaminning um ORA grænar Þegar Marta er spurð hvers vegna Íslendingar séu svona háðir því að fá ORA baunir og rauðkál um jólin, svarar hún: „Meðlætið er ríkt í þjóðarsálinni. Það er löng hefð fyrir Ora baunum með jólamatn- um en ég býst við að það sé vegna grænmetisskorts á Íslandi fyrri ára og niðursuðuvara því mjög góður kostur. Síðan eru grænar ORA baunir bara mjög gott meðlæti og passa vel með hangikjötinu,“ segir hún og bætir við að í Norður-Evr- ópu sé rík hefð fyrir því að borða súrsað grænmeti með reyktu kjöti en það gefur ferskt súrt bragð og örlitla sætu sem vegur upp á móti salti og reyk í kjötinu. „Grænar baunir eru örlítið sætar á bragðið og virka því vel með reyktu kjöti á borð við hangikjöt og hamborgar- hrygg. Enginn þarf að óttast að fá ekki ORA grænar um jólin. Við framleiðum hundruð þúsunda baunadósa,“ segir Marta. Þegar hún er spurð hvort hún eigi sjálf endurminningar um þessa vörur, svarar hún því játandi. „Í minningunni hugsa ég alltaf til ömmu minnar þegar hún eldaði jólamatinn. Hún var yfirleitt með hamborgarhrygg og brúnaðar kartöflur. Með því var alltaf sama meðlætið, ORA grænar, rauðkál og svo rauðrófusalat. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var orðinn unglingur að það borðuðu ekki allir Íslendingar sama jóla- matinn. Fyrir mér eru þessar vörur nátengdar jólunum. Þær eru jafn jólalegar og hangikjötið og laufa- brauðið.“ Marta segist telja að kynslóðir sem nú séu að alast upp muni halda í þessa jólahefð. „Ég vona að við höldum í gamlar og góðar íslenskar jólahefðir. Jólamaturinn okkar er órjúfanlegur hluti bæði aðventunnar og hátíðarhaldanna. Margir eru mjög vanafastir hvað jólahefðirnar varðar og vilja gjarnan halda í það sem þeir ólust upp við. Ég held að það muni ekki breytast í bráð og margir muni áfram halda í þann jólamat sem þeir ólust upp við. Þessar vörur hafa mestmegnis haldist alveg eins síðastliðin 70 ár. Fram- leiðslan í dag tekur auðvitað mið af nútímakröfum en bragðið er það sama,“ segir Marta. „Síðan eru nýjar spennandi vörur væntan- legar f ljótlega.“ Síld á jólahlaðborðið Aðrar vinsælar vörur hjá ORA er hátíðar- og jólasíld. Marta segir að síldin sé vinsæl enda gæðavara. „Mikil vinna fer í að verka og útbúa síldina. Hún er fersksöltuð í tunnu og geymd við kjöraðstæður. Síldar- bitum er síðan blandað saman við annað hráefni og hún handunnin á þennan hátt. Það er alveg nostrað við hana, enda mikilvægt fyrir okkur að vanda til verka, síldin er ómissandi á jólahlaðborðin í aðdraganda jóla. Við byrjuðum einnig nýlega með sérstaka afmælissíld en það er sér- útgáfa af marineraðri síld. Í henni er basilíka, sítróna, epli og laukur sem gefur henni ferskt bragð. Hráefnin gera hana ferskari á bragðið sem við teljum að muni falla vel í kramið hjá landsmönnum. Síldin er alltaf góð og hefur vaxið í vinsældum meðal Íslendinga á aðventunni. Hún á sinn fasta sess á jólahlað- borðum með rúgbrauði, hrökk- brauði eða skonsum. Sjálfri finnst mér hún passa mjög vel með ORA- jólabjórnum á jólahlaðborðinu. Þá get ég líka nefnt fiskibollur og fiskbúðing sem er enn býsna vin- sæll heimilismatur. Það var gaman að sjá hversu vel fólk brást við fiskibollum í bleikri sósu þegar við byrjuðum að framleiða þær aftur í ár. Kannski spilar smá fortíðarþrá þar inn í en þær voru alltaf mjög vinsæll og ódýr heimilismatur sem fljótlegt er að elda og vinsælar hjá krökkum,“ segir Marta. Sæmundur í jólafötunum Frónkexið og jólasmákökurnar frá Frón eru sömuleiðis vinsæl vara. „Jólin eru annasamur tími hjá okkur í Frón enda eru fjölmargar sortir af smákökum bakaðar fyrir hver jól. Við bökum alltaf klassísku smákökurnar, líkt og vanilluhringi, mömmukossa og blúndukökur. Í ár er nýjungin okkar kremkex í jólalegum búningi, jólakremkexið, Sæmundur í jólafötunum, sem er fullkomið aðventu- og jólakex með kanil og negul. Gerist varla jólalegra,“ segir Marta og bætir við að Frón sé með tólf tegundir af jólasmákökum en auk þess sé líka boðið upp á smákökudeig fyrir þá sem vilja auðvelda sér jóla- baksturinn. „Ætli vinsælustu smákökurnar hjá Frón séu ekki vanilluhringir og mömmukossarnir. Vanilluhringir eru alltaf vinsælir á mínu heimili. Mitt uppáhald er samt saltkara- mellukökurnar, passlega mikið saltkaramellubragð og stökkar. En ég reyni nú samt að passa mig á að liggja ekki bara í einni sort,“ segir hún. Þegar Marta er spurð um söguna á bak við kremkexið Sæmund sem margir þekkja en kannski ekki allir, er hún fljót að rifja hana upp: „Sagan er sú að kexverksmiðjan Esja framleiddi fyrr á árum mjög vinsælt vanillukex. Forstjóri fyrir- tækisins hét Sæmundur Ólafsson. Kremkexið var óformlega nefnt í höfuðið á honum. Í daglegu tali landsmanna gekk kexið undir nafninu Sæmundur. Esja sam- einaðist Frón árið 1970 og þegar Frón tók upp á því að bæta kremi við vanillukexið fékk það heitið Sæmundur í sparifötunum því það þótti aðeins meira sparilegt en vanillukexið án krems. En nöfnin urðu ekki til í verksmiðjunum, þau urðu til meðal landsmanna og hafa lifað í tungumálinu árum saman,“ útskýrir Marta en þess má geta að Frón verður hundrað ára eftir örfá ár, fyrirtækið var stofnað árið 1926. Marta segir að gamla, góða matarkexið hafi alltaf verið mjög vinsælt með kaffinu og vin- sældir þess hafa síður en svo dalað. „Matarkexið er alltaf mjög vinsæl vara og sama má segja um krem- kexið sem er orðið að klassík og fær stundum að skipta um „föt“ eins og núna fyrir jólin.“ n Marta segir að í tilefni afmælis ORA séu væntanlegar á markað nýjar vörur sem ekki hafa áður verið í boði. FRéttABLAðið/EyÞóR Frón framleiðir tólf jólasmákökugerðir fyrir jólin auk smákökudeigs fyrir þá sem vilja fara auðveldu leiðina fyrir jólin og spara sér tíma og fyrirhöfn. Grænar baunir frá ORA hafa fylgt þjóðinni í 70 ár og það styttist í hundrað ára afmæli kremkexins frá Frón. Í daglegu tali lands- manna gekk kexið undir nafninu Sæmund- ur. Þegar Frón tók upp á því að bæta kremi við vanillukexið fékk það heitið Sæmundur í sparifötunum því það þótti aðeins meira spari- legt en vanillukexið án krems. 2 kynningarblað A L LT 26. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.