Fréttablaðið - 26.11.2022, Síða 84

Fréttablaðið - 26.11.2022, Síða 84
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Ragna Þórunn Ragnarsdóttir er logandi hrædd við jóla- köttinn og gat ekki hugsað sér að skapa jólaketti með hennar nánustu í maganum. „Ég er fyrir löngu búin að skreyta fyrir jólin, kaupa mér ný föt og baka smákökur, og ég byrjaði að hlusta á jólalög í október. Allt til að friða jólaköttinn,“ segir iðnhönn- uðurinn Ragna Þórunn Ragnars- dóttir. Hún er þriðji listamaðurinn sem hannar jólakött fyrir Ramma- gerðina. „Sem barn var ég alltaf miklu hræddari við Grýlu en nú er ég mun hræddari við jólaköttinn sem fyrir mér er myrkravera í kattarlíki, send frá Grýlu. Það fylgir sennilega ábyrgð hinnar fullorðnu mann- eskju á undirbúningi jólanna því sem barn spáði ég ekkert í hann. Ég átti líka marga ketti sem barn og gat ekki farið að óttast einhvern jólakött, en eftir því sem ég varð eldri fór mér að líka verr við ketti og hugsaði sem svo að ekki vildi ég lenda í jólakettinum. Viðhorfið breyttist smám saman þegar ég fór að átta mig á því hvað kettir eru að gera úti og koma svo upp í rúm til manns; að þeir væru ekki jafn sak- laus gæludýr og mér þótti þegar ég var lítil. Kettir eru nefnilega alveg lúmskir og auðvitað rándýr sem veiða sér til matar.“ Með frægt fólk í maganum Það var um hásumar sem Ragna tók að sér að búa til jólakettina. Vont að hugsa um ástvini í maga jólakattarins Ragna Ragnarsdóttir með nokkra af jólaköttum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ég gerði mér í hugarlund hvernig einstaklingarnir myndu formast eftir að hafa verið étnir. Ragna Þórunn Ragnarsdóttir „Það var svolítið skrýtið að hugsa um jólin þá en ég lagðist undir feld til að ákveða hvernig ég gæti unnið jólaköttinn. Þá spratt fram sú góða speki að maður er það sem maður borðar og í fram- haldinu fór ég að ímynda mér að kisi hefði étið einhvern og ákvað að skapa þann karakter í kettinum, svo hann fengi á sig yfirbragð þess sem hann át yfir sig af. Þegar ég fór svo að vinna kettina fannst mér óþægilegt að ímynda mér ástvini mína eða þá sem ég þekkti í belg kattarins,“ segir Ragna og hryllir sig. Hún tók til þess ráðs að hlusta á handahófskennda lagalista á Spotify og varð þá fyrir áhrifum frá Eminem, Johnny Cash, Ginger Spice og fleiri listamönnum sem enduðu sumir sem karakterar í jólaköttunum. „Ég gerði mér í hugarlund hvernig þeir myndu formast eftir að hafa verið étnir. Þannig eru sumir kvenlegir í laginu á meðan aðrir eru grófari og karlmannlegri, og í mismunandi litum. Þannig getur hver og einn tengt form jóla- kattarins við það hver étinn var en ég mata fólk ekki á því,“ segir Ragna og hlær. Stofustáss og jólaskraut Jólakettir Rögnu eru allir hand- renndir á bekk og hefur hver og einn sitt einstaka form. „Ég teiknaði í raun ekki mikið af formunum heldur renndi kettina eftir tilfinningunni hverju sinni og eftir því hvern þeir höfðu étið. Hver og einn jólaköttur er því ein- stakur og ekki til annar eins, þetta eru alls 25 kettir og allir númer- aðir, enda safngripir eins og þau í Rammagerðinni hugsa jólakettina og næstu jól tekur annar lista- maður við,“ greinir Ragna frá. Hún hugsaði jólakettina sem stofustáss og jólaskraut í senn. „Ég vildi ekki hafa kettina of jólalega en það má dressa þá upp á jólunum og svo geta þeir staðið í stofunni og sómt sér vel árið um kring. Á kössunum eru reyndar varnaðarorð um að sé kröfum jólakattarins ekki fullnægt um sómasamlegan jólaundirbúning sé hreinlega hægt að verða kettinum að bráð. Það er jafnframt hvetjandi fyrir okkur öll til að taka jólunum fagnandi,“ segir Ragna alvarleg í bragði. Hugrökk á sumum sviðum Ragna lærði iðnhönnun við Ensci Les Atelier í París. „Mig langaði til náms í útlönd- um og að prófa eitthvað nýtt. Ég fór því til Parísar að skoða skólann og leist rosalega vel á hann, fyrir utan að ég talaði ekki orð í frönsku og að námið fór allt fram á frönsku. Það var smá áskorun en ég hafði það af og kláraði masterspróf við skólann árið 2016. Ég var heppin með prófessora sem töluðu við mig táknmál og svo töluðum við mikið saman með teikningum og alls kyns reddingum, því þeir kunnu enga ensku. Svo þurfti ég iðulega að vera með fyrirlestra á frönsku og fékk þá vini til að lesa þá upp fyrir mig og lagði textana á minnið, en vissi ekkert hvað ég var að segja,“ segir Ragna og samsinnir því að hún sé greinilega hugrökk á sumum sviðum, þó ekki gagnvart jólakettinum. Hún segir virkilega gaman að upplifa ánægju fólks þegar það eignast hluti eftir hana. „Ég reyni að mynda tengsl við neytendur þannig að þeim finnist þeir hafa tekið þátt í hönnuninni með því að velja hvað er þeirra. Eins og þegar fólk velur sér kerta- stjaka og er endalaust lengi að því og segir: „Þennan!“ og svo: „Nei, þennan!“ Það finnst mér óskap- lega gaman því úr verður tenging á milli mín, vörunnar og eigandans.“ Hjarðhegðunin að breytast Sem listamaður prófar Ragna sig áfram með alls kyns efnivið og framleiðir allt sem hún gerir sjálf í höndunum og á verkstæði sínu á Grandanum. „Ég vinn mikið með tilrauna- kennd efni og blanda saman ólík- um efnivið, allt frá kertastjökum upp í húsgögn á stórum skala. Ég er sjálfstætt starfandi listamaður og vinn undir mínu merki en tek líka að mér verkefni fyrir fyrirtæki eins og nú fyrir Rammagerðina og á dögunum afgreiðsluborð fyrir 66°Norður og svo er ég einn af hönnuðunum fyrir Fólk Reykjavík. Svo sel ég í verslanir kertastjaka, vasa og fleira í Rammagerðinni, Sky Lagoon og fleiri stöðum. Því er hægt að vera listamaður á Íslandi og lifa af: mér hefur allavega tekist það ágætlega síðustu tvö árin eftir að ég flutti til Íslands á ný,“ segir Ragna. Hún segir íslenska listmuna- markaðinn lítinn en að lands- menn sæki sífellt meira í íslenska hönnun. „Ég held að hjarðhegðun Íslendinga sé að breytast og það að eiga öll nákvæmlega eins heimili. Íslendingar sækja orðið meira í einstaka gripi og sérstaklega íslenska hönnun, eins og sýnir sig í Rammagerðinni sem ýtir mikið undir að íslensk hönnun verði aðgengilegri.“ Jólakötturinn kemur í Ramma- gerðina um helgina, en þess má geta að Rammagerðin fagnar eins árs afmæli verslunar sinnar í Hörpu með opnum degi í dag, laugardaginn 26. nóvember, frá klukkan 14 til 17. Þar verða hönn- uðir, happadrætti með veglegum hönnunarvinningum og Berglind Festival fer með gamanmál. n Aðgangur ókeypis Aðgangur ókeypis Aðgangur ókeypis Þar á bara að koma fram dagskrá messunnar, þessir samtals fjórir viðburðir, opnunartími og ókeypis inn. 2dl x12 2dl x14 2dl x20 Opið frá kl. 11 – 17 laugardag og sunnudag Opið frá kl. 11 – 17 laugardag og sunnudag Opið frá kl. 11 – 17 laugardag og sunnudag Ástin LAUGARDAGINN 26. NÓVEMBER KL. 13 Glæpurinn LAUGARDAGINN 26. NÓVEMBER KL. 15 Smásagan SUNNUDAGINN 27. NÓVEMBER KL. 13 Íslenskan SUNNUDAGINN 27. NÓVEMBER KL. 15 Ástin LAUGARDAGINN 26. NÓVEMBER KL. 13 Dagný Kristjánsdóttir stýrir samtali við þrjá höfunda um ástarsögur. Þátttakendur: Guðni Elísson · Brimhólar Ragna Sigurðardóttir · Þetta rauða, það er ástin Silja Aðalsteinsdóttir, þýðandi bókar Jane Austen · Aðgát og örlyndi Glæpurinn LAUGARDAGINN 26. NÓVEMBER KL. 15 Yrsa Sigurðardóttir ræðir við Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur um Reykjavík – glæpasögu. Smásagan SUNNUDAGINN 27. NÓVEMBER KL. 13 Björn Halldórsson stýrir pallborðsumræðum helguðum nýútgefnum smásögum. Þátttakendur: María Elísabet Bragadóttir · Sápufuglinn Örvar Smárason · Svefngríman Guðjón Baldursson · Og svo kom vorið Kristín Guðrún Jónsdóttir, þýðandi bókar Guadalupe Nettel · Hjónaband rauðu fiskanna og ritstjóri sýnisbókarinnar · Með flugur í höfðinu Íslenskan SUNNUDAGINN 27. NÓVEMBER KL. 15 Sunna Dís Másdóttir stýrir pallborðsumræðum um erlend skáld á íslenskum ritvelli. Þátttakendur: Natasha S. · Máltaka á stríðstímum Jakub Stachowiak · Úti bíður skáldleg veröld Ewa Marcinek · Ísland pólerað Ástin LAUGARDAGINN 26. NÓV. KL. 13 Dagný Kristjánsdóttir stýrir samtali við þrjá höfunda um ástarsögur. Glæpurinn LAUGARDAGINN 26. NÓV. KL. 15 Yrsa Sigurðardóttir ræðir við Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur um Reykjavík – glæpasögu. Smásagan SUNNUDAGINN 27. NÓV. KL. 13 Björn Halldórsson stýrir pallborðsumræðum helguðum nýútgefnum smásögum. Íslenskan SUNNUDAGINN 27. NÓV. KL. 15 Sunna Dís Másdóttir stýrir pallborðsumræðum um erlend skáld á íslenskum ritvelli. 6 kynningarblað A L LT 26. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.