Fréttablaðið - 26.11.2022, Page 120

Fréttablaðið - 26.11.2022, Page 120
Afternoon Tea 5.890 kr. á mann Með glasi af Prosecco freyðivíni 6.890 kr. á mann Bókaðu borð á fjallkona.is SAVOURY Bláberjaskonsur Þeytt íslenskt smjör og tvær tegundir af sultu Confit önd á vestfirskri hveitköku Andaconfit rillet, karamelluseruð epli, Maltsósa, appelsínusósa Lax & lummur Bláberja og dill-grafinn lax, kjúklingabaunalummur, hrogn, piparrótarsósa, stökkar linsubaunir, yuzu-illiblómadressing Craffla (croissant + vaffla) Parmaskinka, piparrótarostakrem, parmesan, parmesan “crisp”, granatepli Jólasamloka Hamborgarahryggur, gulróta- og grænbaunamæjó SÆTT Eton Mess skyr ostakaka Hvítsúkkulaði-skyrmús, marengs, hindber, hindberjasósa Þrista-súkkulaðiterta Súkkulaði, Þristur, vanilluís, þeyttur rjómi Bollakökur Red Velvet > hindaberjafylling, rjómaosta-skyrkrem Súkkulaðifudge > dulce de leche fylling, súkkulaðikrem Sörur Makkarónur JÓLA AFTERNOON TEA ALLA DAGA 14.30–17.00 Að skrifa er bara að segja sögu eða segja frá og við erum alltaf að segja frá. Líf okkar er frásögn og saga og við getum öll skrifað. Sunna Dís Másdóttir, rit- höfundur og leiðbeinandi í ritlist Það getur verið erfitt að fá góða hugmynd þegar skrifa á skapandi texta. Ein leið til að nálgast hugmyndavinnu er nýta sér kveikju til að koma sjálfum sér af stað. ragnarjon@frettabladid.is Skapandi skrif þurfa alls ekki að vera eitthvað sem bara grafalvar- leg verðlaunaskáld taka sér fyrir hendur. Það þarf ekki að vera þann- ig að í hvert skipti sem við snertum lyklaborðið eða setjum penna við hvítt blað þurfi útkoman að vera ódauðleg. Góð leið til þess að halda sér í æfingu getur verið að nýta sér kveikju en það er stuttur texti sem setur fram hugmynd sem hægt er að þróa og útfæra. Fréttablaðið birtir hér átta kveikj- ur sem áhugasamir geta notað til þess að kynnast æfingum sem þessum. Þessar kveikjur eru allar birtar sem fyrstu persónu frásagnir en að sjálfsögðu er öllum frjálst að skipta um sjónarhorn og breyta ein- staka þáttum í kveikjunni. Til þess að leikurinn gerður. Sunna Dís Másdóttir, rithöfundur og leiðbeinandi í skapandi skrifum, segir að kveikjur séu góð leið til þess að halda sér í formi sem rithöfundur og notar þær óspart í námskeiðum sínum. „Það er hægt að keyra heilu nám- skeiðin út frá þessu þegar fólk fær til dæmis sendar kveikjur, svo gerist eitthvað þegar neistinn kviknar,“ segir Sunna Dís en hennar ráð til þeirra sem hafa áhuga á að byrja að skrifa er að dæma sig ekki of hart. „Langmikilvægast er að bremsa sjálfan sig ekki af og senda dóm- harða ritstjórann af öxlinni í frí,“ segir hún og bætir við „Við erum alltaf okkar eigin hörðustu dómarar og bara mjög ósanngjarnir oft.“ Sunna telur þannig einnig góða æfingu að deila með öðrum því sem maður hefur skrifað. „Það er ótrúlega hollt. Það er rosalega gott að viðra textann sinn aðeins og getur líka verið æfing í því að standa með honum. Ég hef til dæmis verið að keyra námskeið þar sem fólk fær sendar kveikjur frá mér á hverjum degi og svo erum við með hópa þar sem fólk birtir efni sitt eða ekki,“ segir Sunna en auð- vitað sé valfrjálst hvort fólk sýni það sem það hefur skrifað. „Það er mjög misjafnt hvort fólk vill þetta eða ekki. En ég held að þegar maður er kominn þangað og treystir sér til þá er rosa gott að rífa þann plástur af,“ segir hún en kveikjur geti einnig komið í marg- víslegum formum. „Þessar tegundir af kveikjum eru líka bara eitt form þeirra. Þegar maður er skrifandi eða langar að vera að skrifa þá er maður alltaf að leita að kveikjum alveg sama í hvaða formi þær eru,“ segir Sunna Dís en hún telur það öruggt að allir geti skrifað. „Já algjörlega. Að skrifa er bara að segja sögu eða segja frá og við erum alltaf að segja frá. Líf okkar er frásögn og saga og við getum öll skrifað. Það er bara þannig.“ Sunna Dís kemur til með að vera með námskeið næst í janúar og verður hægt að skrá sig á þau í gegn- um Facebook-síðu hennar sem ber sama nafn og hún. n Átta kveikjur fyrir skapandi skrif Það getur stundum verið erfitt að finna hugmyndir til að skrifa um og því er góð æfing að fá hugmyndir lánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 1 Draugasagan Þú neyðist til að fara í einangrun vegna faraldursins. Þú færð íbúð að láni frá vina- fólki. Þú ert sá eini sem er með lykla. Þegar þú situr á klósettinu í fyrsta skipti er bankað á hurðina. 2 Ástarsagan Þú ferð í gegnum gamla muni á háaloftinu. Þú finnur fyrir tilviljun gamlan jakka sem þú klæddist síðast á menntaskólaballi. Í hliðar- vasanum er bréf. Þetta bréf er ástarjátning frá honum/henni. Þeim sem þú þráðir á þeim árum. 4 Dramatíska sagan Þú ert í brúðkaupsferðinni þinni með maka þínum. Stuttu eftir að þið hafið lagt af stað áttar þú þig á því að þú elskar manneskjuna ekki lengur. 3 Vísindaskáldsagan Evrópusambandið vinnur kapphlaupið til Mars árið 2087. Þegar fyrsta fólkið kemur á yfirborðið finna þau kínverskan fána sem skilinn hefur verið eftir. Hvers vegna sögðu Kínverjarnir ekki frá? 5 Grínsagan Þú deyrð og endar í helvíti. Djöfullinn verður brjálaður þegar þú gengur inn um dyrnar því þú ert kornið sem fyllti mælinn. Hann er hættur. Hann setur veldissprotann í þínar hendur og flýgur aftur til himinríkis. Hvað gerir þú? 6 Ráðgátan Þú ert leigubílstjóri í stórborg. Þú tekur upp enn einn farþegann en þegar þér verður litið í baksýnisspegilinn bregður þér í brún. Aðilinn lítur út alveg eins og þú. 7 Barnasagan Í tré sem stendur svo hátt að það nær upp í skýin búa bleikir apar með vængi. Þeir búa þó í stöðugum ótta því risi gengur laus í trénu og neitar að sofa á nóttunni. Hvernig svæfir þú risann? 8 Fantasían Galdrar hurfu af jörðinni fyrir þúsundum ára. En þeir fóru ekki langt heldur bundu fornir galdramenn þá djúpt í iðrum jarðar. Ef við höldum áfram að grafa dýpra eftir jarðelds- neyti munu þeir sleppa aftur og galdrastríð brjótast út. Þú einn/ein veist af þessu vanda- máli. 76 Lífið 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.