Peningamál - 18.11.2020, Page 17

Peningamál - 18.11.2020, Page 17
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 17 Horfur á að fjárfesting atvinnuveganna dragist meira saman í ár en áður var talið Í viðbót við niðurstöður þessara kannana er útlit fyrir að það dragi meira úr hótelbyggingum í ár og á næsta ári en talið var í síðustu spá bankans. Svipaða sögu er að segja af byggingu atvinnuhúsnæð- is í ár. Talið er að almenn atvinnuvegafjárfesting dragist saman um liðlega 22% í ár og við bætist um fjórðungssamdráttur fjárfestingar í orkufrekum iðnaði. Gangi spá bankans eftir verður atvinnuvegafjár- festing tæplega fimmtungi minni í ár en í fyrra en það er ríflega 6 prósentum meiri samdráttur en áður var spáð. Mikill samdráttur íbúðafjárfestingar í ár Ný talning Samtaka iðnaðarins sem framkvæmd var í september sl. bendir til þess að íbúðum í byggingu hafi fækkað verulega en sam- kvæmt grunnspá bankans dregst íbúðafjárfesting á þessu ári saman um hátt í fimmtung. Það má m.a. rekja til þess að lítið hefur verið um nýjar framkvæmdir sem að hluta má skýra með erfiðari fjármögnun nýrra verkefna auk takmarkaðs lóðaframboðs. Við bætist óvissa vegna farsóttarinnar en stuðningsaðgerðir stjórnvalda frá því í vor ásamt ákvörðun um framlengingu á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna nýbygginga fasteigna út næsta ár vega þó á móti. Töluverður samdráttur heildarfjármunamyndunar í ár og hægfara viðsnúningur á næsta ári Gert er ráð fyrir að heildarfjármunamyndun dragist saman um 15½% í ár sem er nokkru meiri samdráttur en spáð var í ágúst (mynd III-7). Könnun bankans á fjárfestingaráformum fyrirtækja fyrir næsta ár bendir til þess að fyrirtæki muni halda að sér höndum varðandi fjár- festingarútgjöld þangað til að farsóttin er farin að réna (mynd III-5). Grunnspáin gerir því ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna standi nánast í stað á næsta ári en heildarfjármunamyndun aukist um ríflega 3% milli ára og um 6% að meðaltali á ári á tímabilinu 2022-2023. Hið opinbera Aukið við samneyslu og fjárfestingu með sértækum aðgerðum Gert er ráð fyrir að eftirspurn hins opinbera aukist um 3,9% í ár sem er hægari vöxtur en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. Þar vegur þyngst að fjárfestingarútgjöld ríkisins reyndust fimmtungi minni á fyrri hluta ársins en í hefðbundnu árferði. Á móti reyndust samneysluútgjöld meiri og horfur eru á að þau aukist um tæplega 4% á árinu öllu vegna sértækra aðgerða til að milda áhrif farsóttarinnar. Grunnspá bankans gerir ráð fyrir að hluti fjárfestingarátaks ríkisins sem koma átti til fram- kvæmda í ár færist yfir á næsta ár. Eftirspurn hins opinbera eykst því nokkru meira á næsta ári en spáð var í ágúst eða um liðlega 4%. Yfir spátímabilið í heild hafa horfur hins vegar lítið breyst frá því í ágúst. Útlit fyrir mikinn hallarekstur á ríkissjóði á næstu árum Snarpur viðsnúningur í efnahagsmálum mun hafa veruleg áhrif til hins verra á afkomu ríkissjóðs í ár og út spátímann, bæði vegna áhrifa sjálf- virkrar sveiflujöfnunar ríkisfjármála en einnig vegna sértækra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur gripið til í þeim tilgangi að milda efnahagsleg 1. Almenn atvinnuvegafjárfesting er atvinnuvegafjárfesting án fjár- festingar í orkufrekum iðnaði og í skipum og flugvélum. Grunnspá Seðlabankans 2020-2023. Brotalína sýnir spá frá PM 2020/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-7 Fjármunamyndun og framlag helstu undirliða 2015-20231 Almennir atvinnuvegir Stóriðja Skip og flugvélar -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 202320222021202020192018201720162015 Íbúðarhúsnæði Hið opinbera Fjármunamyndun alls Mynd III-8 Afkoma ríkissjóðs 2005-20201 1. Frumjöfnuður er leiðréttur fyrir einskiptisliðum. Árin 2016-2020 er bæði frum- og heildarjöfnuður leiðréttur fyrir stöðugleikaframlögum, flýtingu niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána, sérstakri innborgun í A-deild LSR, arðgreiðslum umfram fjárlög og öðrum sértækum aðgerð- um. Grunnspá Seðlabankans 2020. Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Hagstofa Íslands, Seðla- banki Íslands. % af VLF Heildarjöfnuður Leiðréttur frumjöfnuður -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07‘05 EFTIRSPURN OG HAGVÖXTUR

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.