Peningamál - 18.11.2020, Page 31

Peningamál - 18.11.2020, Page 31
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 31 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 1 Fráviksdæmi Frávik frá grunnspá (prósentur) Frávik frá grunnspá (prósentur) Mynd 1a Farsótt gengur hægar niður Mynd 1b Farsótt gengur hraðar niður Frávik frá grunnspá (prósentur) Frávik frá grunnspá (prósentur) Mynd 1c Heimilin ganga hraðar á sparnað Mynd 1d Heimilin ganga hægar á sparnað Vöxtur einkaneyslu Hagvöxtur -3 -2 -1 0 1 2 2023202220212020 -1 0 1 2 3 2023202220212020 -1 0 1 2 3 2023202220212020 -3 -2 -1 0 1 2023202220212020 Mynd 2 Ólíkar sviðsmyndir þróunar vergrar landsframleiðslu1 % Farsótt gengur hraðar niður Heimilin ganga hraðar á sparnað Farsótt gengur hægar niður Heimilin ganga hægar á sparnað 1. VLF samkvæmt ólíkum sviðsmyndum (frávik frá grunnspá bankans). Heimild: Seðlabanki Íslands. -2,5 -2,0 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 20232022202120202019 vöxtur er 2,3 prósentum minni (mynd 1a). Í stað 2,3% hagvaxtar á næsta ári samkvæmt grunnspá stendur landsframleiðslan því nánast í stað í þessu fráviksdæmi. Hagvöxtur er hins vegar meiri frá árinu 2022 samkvæmt fráviksdæminu þegar loks tekst að ná tökum á farsóttinni. Þrátt fyrir það er landsframleiðslan enn lítillega undir því sem grunnspáin gerir ráð fyrir í lok spátímans árið 2023 (mynd 2). Samkvæmt fráviksdæminu hjaðnar verðbólga meira á næsta ári enda slakinn meiri í þjóðarbúinu þótt á móti vegi lægra gengi krónu og hægari vöxtur framleiðslugetu þjóðarbúsins. Fráviksdæmi þar sem betur gengur að ráða niðurlögum farsóttarinnar Hér er gert ráð fyrir að hraðar gangi að ráða niðurlögum faraldursins og opna fyrir samgöngur og viðskipti innanlands og við útlönd. Gert er ráð fyrir að víðtæk bólusetning náist snemma á næsta ári og að því sé unnt að slaka tiltölulega hratt á sóttvörnum. Minni ótti almennings við sjúkdóminn ætti að auka vilja fólks til að fara um og sækja sér þjónustu sem hefur átt undir högg að sækja á meðan útbreiðsla farsóttarinnar var sem mest. Eftirspurn í þjónustugreinum tæki því hraðar við sér en í grunnspánni. Meiri bjartsýni heimila og fyrirtækja myndi hvetja til aukinna útgjalda sem styður við almenna eftirspurn í þjóðarbúinu. Hraðari viðsnúningur ætti einnig að valda því að truflanir á framboðshlið þjóðarbúsins verða ekki eins miklar og langvarandi skaði farsóttarinnar því minni. Alþjóðleg efnahags- umsvif tækju einnig hraðar við sér og gerir fráviksdæmið ráð fyrir að ríflega 1 milljón farþega komi til landsins á næsta ári eða liðlega 40% fleiri en í grunnspánni. Útflutt þjónusta frá Íslandi eykst því um 45% á næsta ári í stað 27% í grunnspánni. Horfur batna einnig fyrir vöruútflutning og því eykst útflutningur vöru og þjónustu um 7 prósentum meira á næsta ári. Efnahagshorfur samkvæmt þessu fráviksdæmi batna því nokkuð frá grunnspánni. Einkaneysla vex um 5,3% á næsta ári eða 2,6 prósentum meira og hagvöxtur næsta árs er 2,3 prósentum

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.