Peningamál - 18.11.2020, Page 34

Peningamál - 18.11.2020, Page 34
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 34 veruleika eftir að farsóttin hefur rénað. Þá þarf einnig að horfa til þess að óhjákvæmileg aukning skulda hins opinbera í viðureigninni við faraldurinn leiði ekki til ósjálfbærrar skuldasöfnunar til lengri tíma. Á sama tíma þarf að gæta að því að vinda ekki of hratt ofan af stuðningsaðgerðum svo að ekki verði bakslag í efnahagsbatan- um. Stjórnvöld standa því frammi fyrir afar flóknum og erfiðum áskorunum. Í grunnspánni er gert ráð fyrir töluverðri örvun ríkis- fjármála í samræmi við áform stjórnvalda (sjá umfjöllun í kafla III og rammagrein 3). Óvissa er hins vegar um hvernig til tekst og frekari breytingar á umfangi aðgerða myndu óhjákvæmilega breyta efna- hagshorfum næstu árin. Áhrif aukinnar óvissu gætu verið vanmetin og áhættuálag á fjármálagjörninga haldist hærra Farsóttin hefur aukið almenna óvissu um framvindu efnahagsmála og tekju- og atvinnuhorfur fjölda fólks. Aukin óvissa hefur einnig haft áhrif á fjármálamörkuðum og leitt til hækkunar áhættuálags á fjölda fjármálagjörninga sem hefur dýpkað efnahagssamdráttinn enn frekar. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að áhættuálag lækki smám saman á ný þegar farsóttin fjarar út. Mögulega gengur það ekki eftir ef lengri tíma tekur að ná tökum á farsóttinni (sjá umfjöllun um fráviksdæmi með ólíkum forsendum um framgang farsóttarinnar hér að framan) en grunnspáin gæti einnig ofmetið hversu hratt óvissan minnkar og áhættuálag lækkar. Gangi það eftir er hætt við því að efnahagshorfur samkvæmt grunnspánni séu of bjartsýnar. Grunnspáin byggist á því að deilur í alþjóðaviðskiptum taki sig ekki upp á ný Viðskiptadeilur undanfarinna ára hafa grafið undan alþjóðavið- skiptum og skaðað heimsbúskapinn. Áfangasamkomulag í við- skiptadeilu Bandaríkjanna og Kína frá því í janúar sl. heldur enn en núningur milli þjóðanna hefur aukist enn frekar og því er ekki útilokað að viðskiptastríðið brjótist út að fullu á ný með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbúskapinn (sjá umfjöllun um áhrifin á innlent efnahagslíf í kafla I í Peningamálum 2019/4). Þá er enn óvíst hvort takist að semja um framtíðarfyrirkomulag viðskipta milli Breta og Evrópusambandsins (ESB) frá næstu áramótum (sjá nánari umfjöllun um möguleg áhrif á innlent efnahagslíf í kafla I í Peningamálum 2019/2). Óvissa um að hve miklu leyti aðlögun innlendrar eftirspurnar að efnahagsáfalli beinist að innflutningi Grunnspáin gerir ráð fyrir að samdráttur eftirspurnar heimila og fyrir- tækja muni að nokkru leyti beinast að innfluttri vöru og þjónustu. Hlutfall innflutnings og þjóðarútgjalda lækkar því verulega í ár og fer nálægt því sem það var lægst í kjölfar fjármálakreppunnar fyrir liðlega áratug. Frá og með næsta ári hækkar hlutfallið hins vegar á ný í takt við viðsnúning í efnahagsmálum. Um þessar forsendur er mikil óvissa og reynslan af aðlögun þjóðarbúskaparins í kjölfar falls flug félagsins WOW Air vorið 2019 sýnir að samsetning útgjaldaviðbragða heimila og fyrirtækja hefur töluverð áhrif á endanleg hagvaxtaráhrif efna- hagsáfalla (sjá rammagrein 4). Mikil óvissa er um verðbólguhorfur Grunnspáin gerir ráð fyrir að verðbólga haldist yfir markmiði fram á næsta ár en taki síðan að hjaðna í takt við þann mikla slaka sem myndast hefur í þjóðarbúinu. Um þetta er hins vegar mikil óvissa – ekki bara til skemmri tíma heldur einnig um verðbólguhorfur er líður á spátímann. Áhrif farsóttarinnar á framleiðslu og dreifingu vöru og þjónustu og getu neytenda til að nálgast þær skapar óvenju

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.