Peningamál - 18.11.2020, Síða 37

Peningamál - 18.11.2020, Síða 37
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 37 Gengislækkun krónunnar hefur leitt til hækkunar á verði inn­ fluttrar vöru Gengi krónunnar hefur lækkað í kjölfar þess að farsóttin barst hing- að til lands í lok febrúar sl. (sjá kafla II). Fljótt tók að bera á áhrifum gengislækkunarinnar á verð innfluttrar vöru. Í júní hafði gengi krón- unnar lækkað um tæplega 10% frá áramótum. Á sama tíma hafði verð innfluttrar mat- og drykkjarvöru hækkað um rúmlega 7%, nýir bílar og varahlutir um 5,8% en ýmsar aðrar innfluttar vörur (án elds- neytis) hækkuðu einungis um 2,6%. Ætla má að aukin eftirspurn eftir tilteknum vöruflokkum, t.d. mat- og drykkjarvöru, hafi leitt til þess að áhrif gengislækkunarinnar á verðlag komu hraðar fram en ella. Sóttvarnaraðgerðir og einstaklingsbundnar sóttvarnir leiddu hins vegar til þess að gengisáhrif á t.d. fatnað og heimilisvöru voru tafin (sjá umfjöllun síðar í rammagreininni). Í október hafði gengi krónunnar lækkað um 14,8% frá lokum síðasta árs, verð innfluttrar mat- og drykkjarvöru hækkað um 10,5%, nýir bílar og varahlutir um 8,5% og aðrar innfluttar vörur um 5,5% (mynd 3). Breytt neysluhegðun í farsóttinni Eins og fjallað var um í rammagrein 1 í Peningamálum 2020/2 varð stór hluti einkaneyslu heimila fyrir verulegum áhrifum af sóttvarnar- aðgerðum stjórnvalda á fyrri hluta þessa árs auk þess sem breytingar á eftirspurn voru ólíkar eftir neysluflokkum. Áætlað var að um 40% af neyslukörfu heimila hefðu orðið fyrir töluverðum beinum áhrifum þar sem tiltekin útgjöld féllu svo til alveg niður á meðan hörðustu sóttvarnaraðgerðir stæðu yfir en öðrum væri frestað. Aðrir undir- flokkar voru taldir verða fyrir litlum áhrifum eins og t.d. útgjöld vegna húsnæðis og fjarskipta. Útgjöld til neysluflokka líkt og dag- vöru myndu aftur á móti aukast m.a. vegna tilfærslu á útgjöldum heimila sem hefðu annars farið í ferðalög erlendis og þjónustu sem krefst nálægðar við annað fólk. Þetta sést glögglega á þeirri breytingu sem varð á skiptingu neysluútgjalda sem lesa má úr gögnum frá Markaðsvakt Meniga. Þar sést að útgjöld heimila sem krefjast nálægðar við annað fólk eða tengjast starfsemi sem var í verulegum mæli háð sóttvarnaraðgerðum drógust mikið saman í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins stóð sem hæst (mynd 4). Útgjöld til ýmissa vöruflokka sem auðvelt er að flytja milli tímabila minnkuðu jafnframt líkt og fata- og skókaup, en útgjöld til t.d. raftækja jukust sem og útgjöld til flokka sem tilheyra helstu nauðsynjum. Í kjölfar þess að fyrsta bylgja faraldursins gekk niður og slakað var á sóttvarnaraðgerðum í skrefum varð snarpur viðsnúningur í þeim flokkum þar sem útgjöld höfðu dregist saman. Eftir að smitum tók að fjölga á ný sl. haust og hert var á sóttvarnaraðgerðum hefur hins vegar aftur dregið úr útgjöldum vegna þjónustu sem kallar á nálægð milli fólks. Einnig hefur dregið úr eldsneytiskaupum eftir því sem fjarvinna jókst á ný en útgjöld til fatakaupa og heimilisvöru hafa haldið velli. Tímabundnar áskoranir við mælingu vísitölu neysluverðs Aðgerðir stjórnvalda til að lágmarka útbreiðslu farsóttarinnar hafa einnig leitt til áskorana við mælingu verðlags. Frá miðjum mars og fram í maí sl. lá margvísleg starfsemi niðri eða þjónusta var óheimil vegna sóttvarnarráðstafana. Í þeim tilfellum notaði Hagstofa Íslands verðmælingu fyrri mánaðar sem mat á verði viðkomandi undirliðar en upplýsingum um verð ýmissa vara var einnig í meira mæli safnað á heimasíðum fyrirtækja og með símtölum. Samkvæmt Hagstofunni voru innan við 10% af grunni vísitölu neysluverðs metin með þess- um hætti þegar sóttvarnaraðgerðir voru í hámarki í apríl sl.2 2. Undirflokkar sem þetta átti við um voru flugfargjöld til útlanda, pakkaferðir, hársnyrting, snyrting o.fl., heilbrigðisþjónusta (t.d. tannlækningar og sjúkraþjálfun), íþróttir og tóm- stundir, menningarmál og að auki var hluta veitinga- og kaffihúsa lokað. Mynd 3 Gengislækkun krónunnar og innflutt verðbólga 20201 1. Verð erlendra gjaldmiðla í krónum (þröng viðskiptavog). Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % % Verðbreyting desember 2019 - október 2020 Verðbreyting desember 2019 - júní 2020 0 4 8 12 16 A ðr ar In nfl ut ta r vö ru r (á n el ds ne yt is ) N ýi r bí la r og va ra hl ut ir In nfl ut ta r m at - og dr yk kj ar vö ru r In nfl ut ta r vö ru r G en gi k ró nu nn ar (a nd hv er fu r h. á s) -16 -12 -8 -4 0 1. Breyting frá janúar 2020. 4 vikna hlaupandi meðaltal. Heimildir: Markaðsvakt Meniga, Seðlabanki Íslands. Mynd 4 Breyting á útgjöldum til valinna vöruflokka 20201 Veitinga- og kaffihús Eldsneyti Húsgögn og heimilisbúnaður Raftæki Matur og drykkur Föt og skór Snyrting M A M J J Á S O % -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 F

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.