Peningamál - 18.11.2020, Page 48

Peningamál - 18.11.2020, Page 48
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 48 RA AGREINAR … en hliðrun eftirspurnar í átt að innlendri framleiðslu er helsta ástæðan fyrir því að hagvöxtur varð á endanum meiri á árinu en spáð var í fyrstu Eins og áður hefur komið fram reyndust spár bankans um samdrátt landsframleiðslu í kjölfar falls WOW Air of svartsýnar. Á endanum reyndist hagvöxtur ársins 1,9%, áþekkt því sem spáð hafði verið í febrúar. Frávikið skýrist að hluta til af endurskoðun Hagstofunnar á hagvexti ársins 2018. Í febrúar 2020 endurskoðaði Hagstofan hagvöxt ársins 2018 niður um 1 prósentu sem óhjákvæmilega hafði hliðstæð áhrif á mælingu á hagvexti ársins 2019. Þá reyndist vöxtur íbúðafjárfestingar einnig töluvert meiri en spáð var: í maí spáði bank- inn um 17% aukningu íbúðafjárfestingar en hann reyndist tæplega tvöfalt meiri þegar endanlegar tölur Hagstofunnar lágu fyrir (mynd 3). Eins og sést á mynd 4 gerði maíspá bankans ráð fyrir að hlutfall íbúðafjárfestingar af landsframleiðslu myndi hækka lítillega á árinu en þó haldast heldur lægra en spáð hafði verið áður en efnahagshorfur breyttust til hins verra. Á endanum reyndist hlutfallið hins vegar hækka meira og fara í 5½% eins og spáð var í Peningamálum 2018/4. Meginástæða þess að spár bankans reyndust of svartsýnar í kjölfar falls flugfélagsins er þó sú að bankinn vanmat hve mikil áhrif efnahagsáfallsins yrðu á innflutning vöru og þjónustu. Fyrir fall WOW Air var talið að innflutningur myndi aukast um ríflega 5% á árinu en í kjölfar gjaldþrots félagsins var matinu breytt og talið að innflutningur myndi dragast saman um 1% (mynd 3). Spáin var ítrekað færð niður eftir því sem leið á árið og að endingu reyndist samdrátturinn liðlega 10%. Hliðrun eftirspurnar í átt að innlendri eftirspurn var því töluvert vanmetin. Þetta sést vel á mynd 5 sem sýnir að í spá Peningamála 2018/4 var gert ráð fyrir að hlutfall innflutnings af þjóðarútgjöldum myndi hækka lítillega árið 2019 en eftir fall WOW Air breyttist matið og var þá talið að hlutfallið myndi lækka um tæplega 1 prósentu milli ára. Í reynd dróst innflutningur töluvert meira saman en þjóðarútgjöld og lækkaði hlutfallið um 4 prósentur. Spár bankans í kjölfar falls flugfélagsins vanmátu því að hversu miklu leyti samdráttur útgjalda heimila og fyrirtækja í kjölfar áfallsins myndi beinast að innflutningi og á þetta vanmat stóran þátt í því að hagvaxtarspár bankans reyndust of svartsýnar. 1. Spár PM 2018/2, 2018/4 og 2019/1-2019/4 fyrir valdar þjóðhagsstærðir árið 2019 ásamt nýjasta mati Hagstofu Íslands. Eftirspurn hins opinbera er samtala samneyslu og fjárfestingar hins opinbera. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Fjárfesting atvinnuveganna Íbúðafjárfesting 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 H Í ‘ 19 1 9/ 4 1 9/ 3 1 9/ 2 1 9/ 1 1 8/ 4 1 8/ 2 Breyting frá fyrra ári (%) Fjárfesting einkaaðila Breyting frá fyrra ári (%) Eftirspurn hins opinbera Innflutningur vöru og þjónustu Mynd 3 Spár Peningamála um valdar þjóðhagsstærðir árið 20191 Einkaneysla -30 -20 -10 0 10 20 30 40 H Í ‘ 19 1 9/ 4 1 9/ 3 1 9/ 2 1 9/ 1 1 8/ 4 1 8/ 2 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 H Í ‘ 19 1 9/ 4 1 9/ 3 1 9/ 2 1 9/ 1 1 8/ 4 1 8/ 2 Breyting frá fyrra ári (%) -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 H Í ‘ 19 1 9/ 4 1 9/ 3 1 9/ 2 1 9/ 1 1 8/ 4 1 8/ 2 Mynd 4 Spár Peningamála um hlutfall íbúða- fjárfestingar og landsframleiðslu árið 20191 % PM 2018/4 1. Spár PM 2018/4 og 2019/2 fyrir hlutfall íbúðafjárfestingar og landsframleiðslu ársins 2019 ásamt nýjasta mati Hagstofu Íslands á hlutfallinu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. PM 2019/2 Nýjast 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07‘05 Mynd 5 Spár Peningamála um hlutfall innflutnings og þjóðarútgjalda árið 20191 % PM 2018/4 1. Spár PM 2018/4 og 2019/2 fyrir hlutfall innflutnings og þjóðar- útgjalda ársins 2019 (á verðlagi ársins 2005) ásamt nýjasta mati Hagstofu Íslands á hlutfallinu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. PM 2019/2 Nýjast 28 30 32 34 36 38 40 42 44 ‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07‘05

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.