Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 50

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 50
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 50 RA AGREINAR snúningi frá nóvemberspánni. Hagvöxtur reyndist að sama skapi 0,8 prósentum minni en spáð var eða 1,9% eins og áður segir. Líkt og mynd 8 sýnir leiðir endurgerð nóvemberspárinnar með breyttum forsendum um umsvif flugfélagsins og áhrif falls þess á innlenda ferðaþjónustu til 7,6 prósentna endurskoðunar á vexti útflutnings vöru og þjónustu og 1,8 prósentna endurskoðunar á hagvexti ársins. Áhrif falls WOW Air á vöxt útflutnings eru því áþekk fráviki í útflutningsspá bankans frá nóvember 2018 en hagvaxtaráhrifin eru nokkru meiri. Endurskoðunin á þróun heildarvinnustunda á árinu skýrist hins vegar að mestu leyti af áfallinu í ferðaþjónustu en aðlögun eftirspurnar og gengis vegna útflutningsáfallsins virðist hafa átt lítinn þátt í að skýra af hverju verðbólga reyndist heldur minni en spáð var. Gjaldþrot WOW Air og áföll í ferðaþjónustu voru þó ekki einu áföllin sem dundu á þjóðarbúinu árið 2019. Þessu til viðbótar var enginn loðnukvóti gefinn út fyrir árið (sjá nánar umfjöllun í kafla I í Peningamálum 2019/2) auk þess sem viðskiptadeila Bandaríkjanna og Kína dró úr alþjóðaviðskiptum og hagvexti um allan heim (sjá nánar umfjöllun í kafla I í Peningamálum 2019/4). Eins og sést á mynd 8 má áætla að þessi tvö áföll hafi aukið samdrátt útflutnings um 1 prósentu til viðbótar og dregið tæplega ½ prósentu frá hag- vexti ársins. Á heildina litið gefa þessar hermanir liðlega 2 prósentna viðsnúning í hagvexti ársins 2019. Í reynd varð viðsnúningurinn ríflega helmingi minni eða 0,8 prósentur. Samantekt Þótt útflutningsáföll, og þá sérstaklega áföll í ferðaþjónustu, séu meginskýring á skekkjum í efnahagsspám bankans fyrir árið 2019 virðast áhrif áfallanna á þjóðarbúið að endingu hafa verið minni en ætla hefði mátt út frá stærð þeirra og sögulegri reynslu af aðlögun þjóðarbúskaparins að slíkum áföllum. Það sem helst virðist skýra hvers vegna samdrátturinn varð ekki eins mikill og búast hefði mátt við var að aðlögun eftirspurnar í kjölfar áfallsins hafi í meira mæli beinst að kaupum á innlendri vöru og þjónustu en vænta mátti út frá sögulegri reynslu. Aukning verðbólgu reyndist einnig heldur minni en spáð var í kjölfar lækkunar á gengi krónunnar þrátt fyrir að slakinn í þjóðarbúinu hafi upphaflega verið ofmetinn. Virðist mega rekja það til þess að langtímaverðbólguvæntingar hækkuðu ekki eins mikið og fyrst var óttast sem bendir til þess að kjölfesta væntinga í verðbólgumarkmiði bankans hafi styrkst frá því sem áður var. 1. Myndin sýnir spáskekkjur fyrir valdar hagstærðir fyrir árið 2019 miðað við spá PM 2018/4 og framlag nokkurra efnahagsáfalla sem urðu á árinu. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 8 Spáskekkjur fyrir árið 2019 og framlag valinna efnahagsáfalla1 Prósentur Breyting frá PM 2018/4 Áföll í ferðaþjónustu Loðnubrestur Alþjóðleg viðskiptadeila -9 -8 -7 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 VerðbólgaHag- vöxtur Heildar- vinnustundir Út- flutningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.