Rökkur - 01.06.1932, Qupperneq 32
30
R O K K U R
ára aldurs. —- Árið 1904 tók
London County Council yfir-
stjórn fræðslumálanna í Lon-
don í sínar hendur, samkvæmt
lögum, sem þingið hafði sam-
þykt. Skipulagningu fræðslu-
málanna annaðist nefnd, sem
stofnuð var í því skyni. Starfs-
saga þeirrar nefndar ber vitni
um stöðugar framfarir, enda
hefir alt starf nefndarinnar
bygst á frjálslegri notkun allra
nýrra uppgötvana og aðferða,
sem fram liafa komið siðan,
fræðslumálum viðvíkjandi. -—
Nefndin liefir á hendi yfirstjórn
skóla í öllum hverfum borgar-
innar, til 14 ára aldurs, að und-
anteknum þeim, sem leyfi fá
til náms i skólum einstaklinga.
Börn i Englandi eru nú skyld-
uð til skólagöngu og er ókeypis,
ef aðstandendur barnanna geta
ekki greitt fyrir hana.
Að undanförnu liefir verið
unnið að endurskipulagningu
fræðslustarfsemikerfis London
County Council og er þvi starfi
ekki enn að fullu lokið. Unnið
hefir verið að flokkun barna-
skólanna. I einum flokki eru
börn innan við sjö ára aldur, í
öðrum börn á aldrinum 7—11
ára og í þriðja flokkinum börn
á aldrinum 11—14 ára. Nefnd-
in hefir ekki samið stranga á-
ætlun um námstilhögun í þess-
um skólum, en aðaláhersla er
lögð á kenslu í lcstri, skrift og
reikningi, i öllum flokkunum.
Ilins vegar er liverjum skóla
fyrir sig leyft að ákveða .sína
námstilhögun innan frjálslegra
takmarka. Stuðst er við nýtísku
kensluaðferðir eigi síður en þær„
sem reynslan hefir dæmt góðar
og gagnlegar. Með þessu er
komið i veg fyrir að börnin öðl-
ist einhæfan námsþroska, þau
komast hjá hópþroska, þroski
einstakra barna takmarkast
ekki, eins og ella væri hætt við.
Þessi tilhögun er sérkennilega
ensk, þ. e. hver skóli um sig
getur unnið að frjálslegri þrosk-
un sinna sérkenna. Engir tveir
skólar eru steyptir í sama móti,
ef svo mætti að orði komast, og
engir tveir háskólar í landinu
lieldur.
London County Council legg-
ur mikla álierslu á líkamlega
velferð barnanna. Kennararnir
liafa lagt fram mikið starf í
þessu efni, að miklu leyti af
frjálsum vilja. Mikil áhersla er
lögð á leikfimi, að séð sé fyrir
leikvöllum og þeir notaðir sem
mest má verða undir eftirliti
kennaranna, og loks er mikil
áhersla lögð á sveitaferðir
barnaskóla. Fyrir þau börn, sem
eru óhraust andlega og líkam-
lega eða annara orsaka vegna*
geta ekki haft náms full not í
barnaskólunum, eru sérstakar