Rökkur - 01.06.1932, Síða 36
34
R 0 Ií K U R
bíðill var stormkóngurinn. Nú
var kóngssonurinn litli feginn,
er liann hafði séð tveimur systr-
um sínum fyrir ráði, og um
kveldið, er enn kom einn og
barði á gluggann, þá var hann
ekki seinn til og mælti þegar i
stað:
„Þú þarft ekki að segja mér
það, eg veit livað þú vilt,“ og
þar með tók hann þriðju systur
sína og fleygði henni út um
gluggann. Hún datt ekki heldur
niður á jörðina, heldur niður i
silfurtæran læk. Biðillinn tók
hana við hönd sér, og bylgjum-
ar báru hana hægt og hóglega
i hæðir upp til mánans; því þessi
biðill var mánakóngurinn. En
kóngssonurinn litli háttaði
hjartans ánægður um kveldið.
Daginn eftir komu þau kóng-
ur og drotning heim af lands-
bygðinni og urðu forviða þegar
þau heyrðu hvað kóngssonurinn
litli hafði aðhafst í fjarveru
þeirra. En þar sem þau höfðu
fengið þrjá svona afar volduga
tengdasyni, þá létu þau sér það
vel líka og sögðu við son sinn:
„Jæja þá, það er nú vel séð
fyrir systrum þínum og þær
hafa giftst þremur voldugum
konungum; láttu nú líka sjá að
þú getir fengið þér volduga
kóngsdóttur fyrir konu.“ „Það
, hefi eg þegar gert.“ svaraði
kóngsonurinn litli, „Trölla-Elín
skal verða konan mín og engin
önnur.“
Konungur og drotning urðu
óttaslegin mjög, er þau heyrðu
þetta og reyndu með skynsam-
legum fortölum að fá hann of-
an af því, en því var ekki nærri
komandi.
„Farðu þá í drottins nafni,“
sögðu þau loksins, „og hann veri
með þér og styrki þig i þessari
glæfraferð."
Konungurinn gamli lauk upp
gripaskríni sínu, tók upp úr því
tvær flöskur, fékk syni sínum
og mælti:
„Líttu á, sonur minn, á ann-
ari flöskunni er lifsins vatn, en
á hinni er dauðans vatn. Þegar
þú stökkvir lífsins vatni á dauð-
an mann, þá verður hann á
augabragði lifandi, en stökkvir
þú dauðans vatni á lifandi
mann, þá er hann í sama vet-
fangi dauður. Taktu nú við
báðum þessum flöskum; þær
eru bestu gersemarnar sem eg
á í eigu minni; liver veit nema
þær geti orðið þér að liði.“
Öll hirðin fór nú að gráta, en
hirðmeyjarnar mest, því kon-
ungssonurinn litli var þeirra
augasteinn; en hann hirti ekki
hót um grát þeirra, heldur var
hann glaður og kátur; hann
kysti á hendur foreldra sinna,
stakk niður flöslcunum, sinn i
hvorn vasa, lífsvatnsflöskunni