Rökkur - 01.06.1932, Síða 46

Rökkur - 01.06.1932, Síða 46
44 ROKKUR horfið úr sögunni. Gott dæmi þess liversu óvaranleg reynast liíbýli þau, sem með höndum eru gerð, samanhorið við liall- ir þær, sem skáldlegt hugar- flug reisir frá grunni. Skáldkonan átti til mætra og gáfaðra að telja í háðar ættir. Faðir hennar, sem var prestur, var maður prýðilega gefinn og lærður vel. Hann var einnig fríðleiksmaður, og öll börn hans líktust honum í því efni. Er Jane Austen svo lýst, að liún hafi verið fríð sýnum og liin prúðasta í allri framgöngu. Frá móður sinni er talið, að skáldkonan liafi að erfðum lilotið tvö liöfuð-einkenni sín: Fjöruga fyndni og auðugt í- myndunarafl. Hún fékk ágætt uppeldi, naut góðrar mentun- ar í heimahúsum, og eitthvað gekk hún í skóla; en um skóla- göngu kvenna var harla lítið á þeirri ökl. Jane'var næst yngst systkina sinna en þau voru alls sjö prestsbörnin. Vel fór á með henni og' hræðrum lienn- ar. James, hinn elsti, var lienni sérstaklega handgenginn. Hann var víðlesinn í enskum bók- mentum, smekkvís og ritfær vel; leiðbeindi hann svstrum sínum um bókaval og glæddi þannig bókmentasmekk þeirra. En mest unni Jane einkasyst- ur sinni, Kassöndru, sem var ágætis- og gáfukona; og' ástúð- leiki þeirra hélst meðan háðar lifðu. Voru þær hvor annari alt í öllu, og það því fremur sem hvorug giftist. Til þessa nána sambands þeirra systr- anna mun það eiga rót sína að rekja, að í tveim skáldsög- um Jane Austen er órjúfanleg systurást merkur þáttur. Tuttugu og fimm fyrstu ár æfi sinnar átti skáldkonan heima í fæðingarþorpi sínu. Hún lifði þar kyrlátu lífi og á- hyggjulausu og tók mikinn þátt í samkvæmislífi hæjarins, svo sem sjálfsagt var um ung- ar stúlkur í hennar stétt. Oft var líka mannmargt og gleði í garði á prestssetrinu. En auð- vitað umgekst Jane mest fólk af betra tæi, annað sæmdi ekki prestsdóttur á hennar dögumv Þó barst liún eigi hugsunar- laust á straum meðlætis og glaðværðar; af ritum hennar er það deginum ljósara, að hún hefir haft augun opin, og„ óbeinlínis að minsta kosti, ver- ið að viða að sér efni í bækur sínar. Arið 1801 fluttist hún með foreldrum sínum til Bath, er þá var frægastur baðstaður á Englandi. Lífinu þar lýsir hún með fyndni og fjöri í skáld- sögum sínum Northanger Ab- bey og Persuasion. Að föður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.