Rökkur - 01.06.1932, Side 54

Rökkur - 01.06.1932, Side 54
52 R 0 K K U R ars eru flest hús þar bygð til bráðabirgða fyrir verkamenn- ina, en aðbúnaður þeirra er mjög sæmilegur.“ Mr. Springer lét yfirleitt vel af veru sinni þarna. Hann komst m. a. svo að orði: „Rússar erfiða mikið til þess að koma áleiðis stórfeldiun fyr- irtækjum. Það er vitanlega miklum erfiðleikum bundið, þegar kenna þarf öllum verka- mönnunum alt, sem að starfi þeirra lýtur. Eg hefi eigi orðið annars var en að meginþorri al- mennings i Rússlandi sé ánægð- ur með kjör sín.“ Mr. Springer var um 14 ára skeið forstjóri bræðslustöðvar Arthur McGee & Company í Pittsburgh, en ráðstjórnin nýt- ur aðstoðar þessa félags við framkvæmdir áforma sinna í Magnitogorsk. Iðnaðaráform Rússa vekja bina mestu athygli um heim allan og yfirleitt er nú skrifað um framfaramál Rússa af samúð og skilningi með mestu iðnaðarþjóðum heims, t. d. Rándaríkjamönnum og Þjóð- verjum. Hernaðarútgjöld Japana vcgna ófriðarins í Mansjúríu og Shanghai, námu þ. 26. febr. 15 miljónuin dollara. Ríkisfjár- hagurinn var i slæmu ásig- komulagi áður en Japanar byrj- uðu á hernaðarbrölti sínu gegn Kinverjum. Afríkunýlendur Þjóðverja og Frakka. Nýlendumálaráðherra Frakk- lands hefir neitað því opinber- lega, að Frakkland ætli sér að skila aftur Afríku-nýlendunum Kamerun og Togo, en samkv. Versala friðarsamningunum fékk Frakkland umráðarétt yf- ir þessum nýlendum. Voru þær áður eign Þjóðverja. Kvað ráð- herrann livorki Belgíu eða Bret- land áforma að láta af hendi nýlendur þær, sem Þjóðverjar áttu í Afriku, og Belgum og Bretum voru fengin umráð yf- ir. Ráðherrann hélt þvi fram, að miklar framfarir hefðu orð- ið í Kamerun og Togo síðan Frakkar fengu þar yfirráð. Út- flutningur frá Kamerun nam árið sem leið 358 miljónum franka. (Þjóðverjar lögðu alla tið mikla rækt við nýlendur sín- ar í Afriku og lögðu afar mik- ið fé í hvers konar umbætur og til framfara i þeim).

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.