Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 59
R O K K U R
57
ið Islendingum til fyrirmynd-
ar. Hann átti i senn hina nor-
rænu hörku og' ólgandi þrá, en
einnig suðrœna mildi og glóð
hjartans, er brann með jöfn-
um loga alt lífið til hinstu
stundar. Hann var í senn nor-
rænn og suðrænn, liann horfði
til norðurs og hann horfði til
suðurs, og í þessu felst ef til
vill skýring á ágæti vísinda og
lista Þjóðverja, að þeir búa í
miðri álfunni, á takmörkum
tveggja lieima, á takmörkum
norræns þróttar og suðrænnar
glóðar. En sjálfur snillingur-
inn Goethe svnir þessi ein-
kenni þýskrar þjóðsálar í rík-
ara mæli en nokkur annar
Þjóðverji, er getinn hefir verið
af þýskri móður. Þess vegna
minnast allar germanskar
þjóðir þessa afburðasnillings í
dag.l)
1) Þessi ágæta grein Alexanders
Jóhannessonar prófessors birtist í
dagblaðinu Vísi, þ. 23. mars, en þann
dag var öld liðin síðan Goethe and-
aðist. Greinin er birt í Rökkri, með
leyfi höfundarins. — Öll þau kvæði
Goethes, sem Steingrímur Thor-
steinson þýddi, eru i safni þvi af
ljóðaþýðingum hans, sem útgefandi
Rökkurs er að gefa út, en af því eru
tvö bindi út komin.
Waterloo-Miii.
— O—’
Waterloo-brúin á Tliames-
fljóti, milli London-brúarinnar
og Westminster-brúarinnar, var
löngum talin einhver fegursta
fljótsbrú í heimi. Canova, ítalski
myndhöggvarinn frægi, fór
þeim orðum um hana, að hann
hefði enga brú fallegri séð..
Fjöldi sérfræðinga og allur al-
menningur í Bretlandi hefir lit-
ið brúna sömu augum og Can-
ova. Féll því mörgum illa, er
sú ákvörðun var tekin, að rífa
brúna, og smíða aðra i hennar
stað. Sérfræðingar eru þó alls
eklci á einu máli um það, að
knýjandi nauðsyn sé á, að rífa
brúna. Skiftast þeir í flokka.
Vill annar flokkurinn láta
treysta brúna og endurbæta, en
liinn rífa hana og smíða aðra
i staðinn. Og undanfarin ár hef-
ir verið harðlega deilt um þetta.
Síðarnefndi flokkurinn iteldur
þvi fram að stöplarnir undir
brúnni hafi sigið svo mikið, að
eigi verði leyst úr vandanum
með öðru móti en að rífa brúna
og smíða nýja i staðinn. Hefir
síðarnefndi flokkurinn nú liaft
sitt mál fram. London County
Council hefir nú samþykt með
97 atkv. gegn 29, að rífa skuh
gömlu brúna. Með tilliti til þess,
að umferð eykst stöðugt, er það