Rökkur - 01.06.1932, Side 61

Rökkur - 01.06.1932, Side 61
R O K K U R 59 um meðalgreindum enskules- anda. Með fölskvalausri vináttu sinní í garð íslendinga og fyrir þær miklu mætur, sem Bertha S. Phillpotts hafði á hók- mentum vorum, landi voru og sögu þess, og seinast en eklci síst fyrir það, livernig hún sýndi oss þetta í verki i bókum sin- um, her oss að halda minningu ^essarar ágætu konu í heiðri. Fjárhagsmál Breta. —o— Ymsir atburðir ársins 1931 i Bretlandi munu seint eða aldrei liða hresku þjóðinni úr minni. Meðal þeirra var fjár- kreppan mikla og ennfremur, að horfið var frá gullinnlausn og að þjóðstjórn var mjmduð í landinu, ýmsar víðtækar sparn- aðarráðstafanir gerðar, liorfið frá fríverslunarstefnunni, a. m. k. um skeið og verðtollur lagð- ur á flestar innflutningsvörur o. s. frv. Upplýsingar, sem nú eru fyr- ir hendi, leiða í 1 jós, að breskir borgarar hafa yfirleitt gert alt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að verða við hinum miklu kröf- um, sem til þeirra voru gerðar af ríkisins hálfu, kröfum um að bregða skjótt við um greiðslu tekjuskatts o. s. frv. Jafnframt því, er menn íhuga hve vel breskir borgarar hafa brugðið við í þessum efnum, er vert í- hugunar, að viðskiftaástandið er þannig, að allir borgarar landsins, að nokkurum auð- mönnum undanteknum, búa við erfiðar fjárhagslegar aðstæður. Þrátt fyrir þetta hefir tekju- skattur greiðst svo vel, að þcgar um miðhik febrúarmánaðar var augljóst, að liægt yrði að jafna tekjuhalla fjárlaga fyrir 1932— 1933, og jafnvel horfur á, að um tekjuafgang yrði að ræða. Þegar tillögurnar til þess að jafna tekjuhalla fjárlaganna voru lagðar fram i september síðastliðnum, var gert ráð fyrir að tekjuskattgreiðslur og auka- skattsgreiðslur mundu nema 345 milj. sterlpd. Innheimta þessara skatta hófst l..jan. s. 1. og á sex vikum námu greiðsl- urnar 265 milj. sterlpd, og var því að eins eftir að innheimta á seinna sex vikna tímabili skattgreiðslnanna tæplega 80 milj. sterlpd.. Áhugi almennings fyrir að greiða slcatta sína sem fyrst var svo mikill, að skatt- heimtumenn höfðu vart undan að taka við greiðslum manna. A tímabilinu frá 14. febr. til 31. mars árið sem leið voru inn- heimtar 115 milj. sterlpd. i

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.