Rökkur - 01.06.1932, Side 63

Rökkur - 01.06.1932, Side 63
RÖKKUR 61 vilja standa við gerða samninga við Breta, og þeir munu ekki fallast á neinar breytingar nema með samkonmlagi. Hins- vegar eru verkamenn lilyntir á- formum Fiannafailflokksins um fjárhagslega viðreisn, toll- málaáformum hans og meiri fjárveitingum til liverskonar mannúðarmála. En verkamenn hafa öll ráð stjórnarinnar i hendi sér. I Dublin er búist við, að De Valera verði eigi lengi við völd að þessu sinni, en hins vegar, ef til nýrra kosninga kæmi, að flokkurinn kynni að fá hreinan meiri hluta, því þjóðin vill ber- sýnilega lofa De Valera og flokki hans að leiða í ljós, hverju hann fær áorkað. — Loks er þess að gæta, að fjöldi lýðveldissinna heimtar, að De Valera komi lýðveldinu á fót tafarlaust. „írski lýðveldisher- inn“ áformar kröfugöngur í Dublin Páskavikuna. Og marg- ir óttast, að þá brjótist út óeirð- ir og j'firleitt, að horfurnar í friríkinu séu nú öllu ófriðvæn- legri og verri en á valdatímabili Cosgrave’s, en á engu tímabili i sögu írlands hafa framfarirn- ar verið meiri. (Mars). Batnandl horfur í Bretlandi. —o— Nokkur tími mun enn líða uns hægt verður að láta í té nákvæmar skýrslur um við- skifta- og iðnaðarframfarir seinustu mánaða. Hins vegar eru nú næg gögn fyrir liendi til þess að geta nokkurra at- riða í sainbandi við þær fram- farir, sem orðið hafa í mikilvægustu iðngreinunum. — Þvkir að þessu sinni sérstaklega ástæða til þess að geta ullariðnaðarins i York- shire, sem er ein af mestu iðn- greinum landsins. Atvinnuleys- ingjar í þessari iðngrein voru í septemher síðastliðnum 50 þús. talsins, en í annari viku febrúarmánaðar >Tfirstandandi árs 19 þús. í ullariðnaðinum varð þegar bre>Tting til batn- aðar, er liorfið var frá gullinn- lausn. Önnur mikilvæg breyt- ing til batnaðar varð, er verð- tollur var lagður á innflutta vefnaðarvöru. Innflutningur á vefnaðarvöru minkaði frá því í september síðastliðnum þang- að til í febrúar úr 6% milj. vards í 250.000 yards. í mörg- um spuna- og vefnaðarverk- smiðjum í Yorkshire er nú unnið helmingi fleiri klukku-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.