Rökkur - 01.06.1932, Síða 71

Rökkur - 01.06.1932, Síða 71
RÖKKUR 69 sterlingspunda, en verðmæti af- urða, sem unnar eru úr mjólk (smjör, ostar o. s. frv.), nem- ur tíu miljónum sterlingspunda árlega. — Þessi ráðgerða félags- stofnun meðal breskra mjólkur- framleiðanda verður að likind- um öflugasti félagsskapur fram- leiðanda landbúnaðarafurða í Bretlandi. Greiflnn frá Monte-Gliristo. Framh. „Eftir nokkrar klukkustundir,“ hugsaði Dantés, „kemur fangavörð- urinn inn í klefa minn, finnur lik vesalings vinar míns, leitar árang- urslaust að mér og gefur merki um að eg sé flúinn. Menn munu þá finna göngin, sem eg fór um á flóttanum, og mennirnir, sem vörpuðu mér i sjóinn, verða yfirheyrðir. Bátar verða sendir af stað, mannaðir her- mönnum, til þess að elta mig. Skot- ið verður af fallbyssum til að að- vara hvern mann, að skjóta ekki skjólshúsi yfir flóttamanninn. Og á meðan fangelsisstjórinn og menn hans leita að mér úti á sjónum, verð- ur lögreglan í Marseille á varðbergi og svipast um eftir mér árvökrum augum. Nöktum og hungruðum mun mér hvergi verða veitt skýli eða boðinn biti matar. Eg er hungraður og mér er hrollkalt. Og eg hefi týnt hnífnum, sem varð mér til bjarg- ar. Guð minn góður, hefi eg ekki liðið nóg? Sjáðu aumur á mér óg gerðu það, sem eg get ekki fengið af mér að gera sjálfur.“ Þegar Dantés ávarpaði guð sinn þessum bænarorðum í örvæntingu sinni, varð honum litið í áttina til Ifkastala. Ivom hann þá auga á skip undir segluxn, skarnt frá Pómégue- eyju. Til að sjá virtist þefta eins og fugl, sem flöktir yfir hvítfextum bylgjum hafsins, en með sinum glöggu farmannsaugum sá Dantés þegar, að þetta var tartani*) frá Genúa, sem var að koma frá Mar- seille. Miðaði skipi þessu hratt á- fram. Hið mjóa framstefni þess klauf sjóinn svo að freyddi undan til beggja hliða. „Ó,“ hugsaði Edmond, „ef ham- ingjan væri mér hliðstæð, gæti eg komist upp á skip þetta, ef eg ótt- aðist ekki, að eg yrði spurður spjör- unum úr og kannske farið nieð mig aftur til Marseille. Hvað get eg til hragðs tekið? Get eg sett saman ein- hverja sögu, sem skipstjórinn tekur trúanlega? Skipsmenn eru vafalaust smyglar og þeir mundu frekar selja mig í ánauð, heldur en gera á mér góðverk. Eg verð að bíða átekta. Nei, eg get það eltki. Eg verð að hætta á alt. Eg er hungraður. Inn- an fárra stunda verða kraftar minir þrotnir. Og hver veit, — kannske þeir hafi ekki komist að því í kast- alanum, að eg hefi komist undan á flótta? Kannske gæti eg látið sem eg væri einn sjómanna þeirra, sem fórust í nótt sem leið? Því ekki? 1) Á frakknesku t a r t a n e, ít- ölsku, spánversku og portúgölsku t a r t a n a. Skip þessi eru algeng á Miðjarðarhafi, og hafa aðeins eina siglu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.