Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 73

Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 73
R 0 K K U R 71 um ullardúk. Annar, sá hinn sami, sem hafði kallað til hans að gefast ekki upp, mælti enn til hans hvatn- ingarorðum, og bjóst til að gefa hon- um rommslurk úr flösku. Sá þriðji, maður heldur við aldur, og bersýni- lega skipstjórinn, leit á hann í með- aumkun, sem var blandin sjálfselsku, því hann hugsaði á þá leið, að gott væri að hafa ekki verið í sömu hættu og Dantés, — vitandi, að slíkt getur þó sjómenn hent, ef ekki í dag, þá á morgun. Dantés hrestist nú við sem óðast, og gat hann þakkað það nuddi sjó- mannsins og rommsopanum. „Hver ert þú?“ spurði skipstjór- inn. » „Eg er sjómaður frá eyjunni Malta,“ sagði Dantés og mælti á bjag- aðri ítölsku. „Við vorum að koma frá Syracuse með kornfarm. Þegar við yorum undan Morgionhöfða í gærkveldi, skall á ofsarok og skipið rak upp i klettana þarna og brotn- aði í spón.“ „Hvaðan kemurðu?“ „Þarna frá klettunum. Hamingjan var mér hliðstæð og eg bjargaðist upp á eimi klettinn og hélt mér þar dauðahaldi, en skipstjóri minn og félagar fórust allir við strendur þessarar eyðieyjar. Eg sá til ykkar og óttaðist að verða hungurmorða á eyjunni, tók bjálkabrot og synti af stað í örvæntingu, milli vonar og ótta hvort eg kæmist til ykkar. Þér hafið bjargað lífi mínu. Eg er ykk- ur þakklátur. Eg var í þann veg- inn að drukna, þegar einn hásetanna greip í hár mitt.“ „Það var eg,“ sagði annar háset- anna. Var hann ungur maður, djarf- legur og hraustlegur. „Já,“ sagði Dantés og rétti hon- um hönd sína. „Þakka yður fyrir björgunina.“ „Eg hikaði samt við,“ sagði liásel- inn, „því sannarlega eruð þér sjó- ræningja líkur. Skegg yðar er sjálf- sagt sex þumlungar á lengd og liár- ið fet eða meira.“ „Til þess liggur sú orsök,“ sagði Dantés, „að eg eg heitstrengdi eitt sinn við nafn hinnar heilögu Guðs móður, er eg var í hættu staddur, að skera hvorki skegg mitt né hár um tug ára, ef mér væri bjargað. Og nú í dag eru tiu ár liðin siðan og því mun eg skera hár mitt og skegg bráðlega.“ „En hvað getum við nú gert við yður?“ sagði skipstjóri og virtist hugsi. „Hvað, sem yður þóknast. Skip- stjóri minn er dáinn. Eg hefi slopp- ið úr lífsháska, en eg er góður sjó- maður. Þér getið skilið mig eftir í næstu höfn. Mér mun þegar takast að fá pláss á einhverju kaupskip- inu.“ „Eruð þér vanur sjóferðum á Mið- jarðarhafinu?“ spurði skipstjórinn. „Eg hefi verið i sjóferðum á Mið- jarðarhafinu síðan eg var drengur." „Þér þekkið þá allar bestu hafn- irnar?“ „Það eru ekki margar hafnir við iMiðjarðarhaf, sem eg gæti ekki siglt inn í eða út úr með bundið fyrir augun.“ „Ef hann segði nú satt,“ sagði skipstjórinn eins og við sjálfan sig. „En þegar eins er ástatt fyrir mönn- um eins og honum, lofa menn öllu fögru.“ „Eg skal sýna það, svo að ekki sé um að villast, að eg hefi ekki ofmælt,“ sagði Dantés. „Við sjáum nú til,“ sagði skipstjór- inn brosandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.