Rökkur - 01.06.1932, Qupperneq 74
72
R Ö K K U R
Gler og stál
verður aðalega notað í stórbygging-
ar framtíðarinnar, segja verkfræð-
ingar Ameríku. Á mynd þessari er
bygging, sem er nær eingöngu gerð
úr stáli og gleri. Hún stendur í
Worcester i Bandaríkjunum.
„Hvert er ferð yðar heitið?“
spurði Dantés.
„Til Leghorn."
„Af hverju skiftið þér þá svo oft
um stefnu og reynið að halda skip-
inu sem næst ströndinni?“
„Hg óttast að fara of nærri Rion-
eyju. Mig langar ekkert til að sigla
skipinu þar upp.“
„Gerið eins og eg segi og þér mun-
uð sigla skipinu i tuttugu faðma
fjarlægð frá eynni.“
„Takið stjórnvölinn og sýnið okk-
ur hvað þér getið,“ sagði skipstjór-
inn.
Dantés tók nú við skipstjórn og
gaf hásetunum ákveðnar skipanir,
og var auðséð á öllu, að hann var
vanur að skipa fyrir og vanur að
láta hlýða sér. Þetta varð hásetun-
um þegar ljóst, og framkvæmdu þeir
hverja skipun hans snarlega. Og svo
fór, sem Dantés hafði sagt, að skip-
ið var í tuttugu faðma fjarlægð frá
Rioneyju, þegar hann sigldi þvi þar
fram hjá.
Skipsmenn horfðu á hann aðdá-
unaraugum og undruðust mjög hve
fljótt hann hafði náð þreki sínu
aftur. .
„Þarna sjáið þér,“ sagði Dantés,
„að eg g'et orðið yður að liði á sjó-
ferðinni. Ef þér þurfið ekki á mér
að halda, þegar við erum komnir til
Leghorn, þá getið þér skilið mig þar
eftir. Og af fyrstu launum minum
skal eg greiða yður fyrir föt þau,
sem þér lánið mér, og fyrir fæði
mitt.“
„Látum það gott heita,“ sagði
skipstjórinn, „okkur sernur, ef þér
gerið sanngjarnar kröfur.“
„Látið eitt yfir mig og aðra skips-
menn yðar ganga. Eg geri ekki meiri
kröfur,“ sagði Dantés.
„Það væri ekki sanngjarnt,“ sagði
sjómaðurinn, sem hafði bjargað
Dantési, „hann stendur okkur í öllu
framar.“
„Hvern þremilinn varðar þig um
það, Jacobo?“ spurði skipstjórinn.
„Hann getur ráðið sínum málum
sjálfur."
„Satt er það,“ sagði Jacobo, „eg
rétt skaut þessu svona fram.“
„Þér væri nær að lána honum
treyju og brækur, ef þú getur,“ svar-
aði skipstjóri stuttlega.