Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 2
Við reynum að vera landi og þjóð til sóma og öskra okkur hása. . Ólafur Helgi Kristjánsson, eigandi Brass­ erie Kársness HM-draumurinn að fjara út Vonir Strákanna okkar um að komast í átta liða úrslit Heimsmeistaramótsins í handbolta eru nánast úr sögunni eftir 35–30 tap gegn Svíþjóð í gær. Eftir jafnan leik framan af sigu Evrópumeistararnir örugglega fram úr í seinni hálfleik og tryggðu sér um leið efsta sæti milliriðilsins. Ísland þarf því að treysta á hagstæð en langsótt úrslit úr öðrum leikjum í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Fréttablaðið/EPa Um hundrað manna hópur heldur til Lyon í Frakklandi um helgina til að hvetja Bocuse d’Or-lið Íslands. Ólafur Helgi Kristjánsson, eigandi Brasserie Kársness, heldur utan um hópinn sem verður í KSÍ-treyjum og stefnir á að gera allt vitlaust. benediktboas@frettabladid.is fólk „Sum matreiðslufötin, eins og Danir og Norðmenn eru að bera fram á, eru gerð af konunglegum gullsmiðum og kosta tugi milljóna. Ísland hefur yfirleitt staðið sig vel og það var því smá skellur þegar ríkið hætti að styrkja okkur. En við stefnum hátt sem endranær,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, eigandi Brasserie Kársness í Kópavogi, sem fer ásamt um 100 Íslendingum á Bocuse d’Or keppnina í Lyon. Bocuse d’Or er heimsmeistara- keppni í matreiðslu og mun íslenska liðið keppa á mánudag. Sigurjón Bragi Geirsson keppir fyrir Ísland og er farinn utan með aðstoðarfólki. Alls taka 24 lönd þátt. Kokkarnir hafa fimm og hálfan tíma til að búa til sjávarréttadisk úr skötusel og hörpuskel fyrir 15 manns. Tvær grænmetisskreytingar fara á fatið og eitt skraut af „ragout“ gerð sem sýnir belgjurt frá þátttökulandinu. Sigurjón tryggði sér þátttökurétt í mars með því að ná fimmta sæti. „Hann er búinn að vera við æfingar í tvö ár. Það eru tíu manns með honum til að aðstoða hann og ætli það hafi ekki farið um tonn af búnaði og mat með þeim. Við förum um 100 manns héðan frá Íslandi. Flestallir úr veitingageir- anum, birgjar og fjölskylda hans. Það er líka stór og mikil matvæla- sýning í kringum keppnina sem er skemmtilegt að fara á,“ segir Ólafur. Hann hefur áður farið með stóran hóp til að styðja íslenska keppend- ur, síðast árið 2017. „Það eru stúkur eins og á íþróttakappleik. Sigurjón er í fimm klukkutíma að elda og það eru um fimm þúsund manns í stúkunni að syngja og tralla. Brasilía er fremst meðal jafningja. Koma með hljómsveit með sér og Bretarnir eru líka sterkir. Syngja God save the King og allur pakkinn. Við reynum að vera landi og þjóð til sóma og öskra okkur hása.“ Íslandi hefur gengið vel í Bocuse D’Or og aldrei endað neðar en í tíunda sæti. Tölfræðin sýnir að Íslendingar eru í hópi sex bestu þjóða í heiminum í matreiðslu. „Bandaríkjamenn eru að setja milljarða í sitt lið. Þeir fóru út fyrir mánuði og búa bara á svæðinu með æfingaeldhús í risastórum trukk. Liðið þeirra telur um 50–60 manns. Við erum að reyna að keppa við stóru strákana án styrkja frá ríkinu, sem hætti að styrkja okkur í ár. Skar 20 milljónir af þannig að þetta eru birgjar á Íslandi sem eru að láta enda ná saman,“ segir Ólafur. n Hundruð streyma héðan til Frakklands á Bocuse d’Or Sigurjón Bragi Geirsson keppir fyrir hönd Íslands en hann hélt utan á þriðju­ dag. Hér fagnar hann því að hafa verið valinn. Fréttablaðið/Valli olafur@frettabladid.is DóMSMÁl Á miðvikudag hefst mál- f lutningur í máli Frigusar II gegn ríkinu og Lindarhvoli ehf. vegna sölu á Klakka ehf., sem var ein stöð- ugleikaeignanna sem gömlu bank- arnir afhentu ríkinu. Fjármálaráðu- neytið stofnaði Lindarhvol til að ráðstafa sumum þeirra eigna. Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í málum Lindarhvols, ber vitni en lögmaður ríkisins og Lindarhvols, Steinar Þór Guðgeirsson, hafði barist gegn því. Sigurður sendi forseta Alþingis harðorða greinargerð um Lindar- hvol er hann hætti sem settur ríkis- endurskoðandi. Stangast hún mjög á við skýrslu Skúla Eggerts Þórðar- sonar ríkisendurskoðanda sem gaf starfsemi Lindarhvols fagra ein- kunn. Búast má við að í máli Sigurðar komi fram upplýsingar sem Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hefur hindrað að líti dagsins ljós. Hann hefur neitað að birta greinar- gerð Sigurðar þótt forsætisnefnd Alþingis hafi samþykkt birtingu. n Sigurður mun tala fyrir héraðsdómi Sigurður Þórðarson var settur ríkis­ endurskoðandi í málum Lindarhvols. kristinnpall@frettabladid.is Reykjavík „Dagurinn var mjög þéttur. Við fórum í 28 útköll vegna vatnstjóns úti um allt höfuðborgar- svæðið, bæði í fyrirtæki og heimili,“ sagði Ásdís Gíslason, upplýsinga- fulltrúi hjá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins, um verkefni gærdagsins. „Það var helst að það væri að leka inn á þök, svalir og  staði þar sem fólk gleymdi að hreinsa niðurföllin,“ segir Ásdís. Viðvaranir um fyrirhug- aða asahláku gætu hafa skilað sér. „Þegar allir hjálpast að gengur þetta betur,“ segir Ásdís og bætir við að slökkviliðið hafi undirbúið sig vel. „Við vorum með aukalega tvo þjónustubíla til taks sem voru að fara milli staða og vorum vel undir þetta búin. Það reyndist heillaskref.“ n Tugir útkalla í gær vegna vatnstjóns Neðst í Fossvog­ inum myndaðist lón. Fréttablaðið/ Valli 2 FréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.