Fréttablaðið - 21.01.2023, Side 11

Fréttablaðið - 21.01.2023, Side 11
Hlutirnir gerast aldrei af sjálfu sér. Við erum blessunarlega á réttri leið þegar kemur að jafnrétti kynjanna í íþróttum. Guðni Th. Jóhannesson Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2023 verða birtir á vefsíðunni island.is og á Rafrænni Reykjavik á næstu dögum. Álagningar- og breytingarseðlar eru ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum netbanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum á mínum síðum á www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Fasteignagjöld ársins 2023, yfir 25.000 kr., greiðast með ellefu jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 30. janúar, 4. mars, 2. apríl, 2. maí, 3. júní, 2. júlí, 2. ágúst, 2. september, 2. október, 1. nóvember og 3. desember. Eindagi er 30 dögum síðar. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 30. janúar. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu afslátt af fasteigna- skatti og fráveitugjaldi sem greitt er til Orkuveitu Reykjavíkur á síðast liðnu ári, fá einnig að óbreyttu afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir árið 2023 að teknu tilliti til tekjuviðmiða. Eftir yfirferð Ríkisskattstjóra á skattframtölum elli- og örorkulífeyrisþega gerir Fjármála- og áhættustýringarsvið breytingar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi. Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um afslátt þessara gjalda. Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2021. Þegar álagning vegna tekna ársins 2022 liggur fyrir í júní 2023, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega seinnipartinn í október. Skilyrði afsláttar eru að viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi, sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veittur afsláttur vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar fasteignaskatts og fráveitugjalds á árinu 2023 verði eftirfarandi: 100% afsláttur: Einstaklingur með tekjur allt að 4.950.000 kr. A100 Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 6.910.000 kr. 80% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.950.001 til 5.670.000 kr. A80 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.910.001 til 7.660.000 kr. 50% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 5.670.001 til 6.590.000 kr. A50 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 7.660.001 til 9.150.000 kr. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir meðhöndlun úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi, Borgar- túni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2023 Borgarstjórinn í Reykjavík, 21. janúar 2023. www.reykjavik.is Það vakti heimsathygli þegar Sara Björk Gunnarsdóttir, ein fremsta knattspyrnukona í sögu Íslands, sagði frá reynslu sinni í vikunni. Franska félag- ið Lyon reyndi þá að ræna af henni laununum á meðan hún bar barn undir belti. Frásögn Söru mun hafa áhrif til framtíðar að mati forseta Íslands. helgifannar@frettabladid.is Fótbolti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir það frábært framtak hjá Söru Björk Gunnars- dóttur að stíga fram og segja frá framkomu Lyon í sinn garð. Hefur það vakið mikla athygli að Sara steig fram og sagði frá því hvernig franska stórveldið kom fram við hana á meðan hún var barnshaf- andi. Guðni var gestur í Íþróttavik- unni með Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld. Félagið neitaði að greiða Söru Björk full laun á meðan hún gekk með barnið. Var það ekki fyrr en FIFA fór að vasast í málinu að franska félagið gerði upp við Söru. Þá hafði félagið lítinn áhuga á að vita af því hvernig Sara hefði það á meðgöngunni og voru samskiptin lítil sem engin. „Það var frábært framtak hjá henni. Þessi barátta hennar mun skila árangri, ekki bara fyrir hana, heldur íþróttakonur í fleiri greinum og um víða veröld. Við eigum að fagna því að hún hafi ekki látið vaða yfir sig í Lyon,“ segir Guðni. Sara eignaðist sitt fyrsta barn undir lok ársins 2021 en snéri fljótt aftur á völlinn með Lyon. Þegar samningur hennar var svo á enda síðasta sumar yfirgaf Sara félagið og samdi við stórlið Juventus á Ítalíu. „Hlutirnir gerast aldrei af sjálfu sér. Við erum blessunarlega á réttri leið þegar kemur að jafnrétti kynjanna í íþróttum. En sú var tíð að þær þurftu að fá nýtt búningasett og þá var gamla settinu af strákun- um hent í þær. Það þætti óþolandi í dag rétt eins og að eftir nokkur ár verður það óþolandi að litið sé svo á knattspyrnukonu sem hefur orðið þunguð að það sé einhver svaka- legur skellur sem eigi ekki að þola. Það verður liðin tíð eftir nokkur ár,“ segir Guðni um málið. Hörður Snævar Jónsson, frétta- stjóri íþrótta á Torgi, sat með Guðna í þættinum hjá Benna Bó og lagði orð í belg. „Það kom skemmtilega á óvart hversu víða þetta fór. Það segir kannski ýmislegt um þann prófíl sem Sara er í heimsfótbolt- anum, afrek hennar tala fyrir sig. En það kom manni gríðarlega á óvart að svona stór klúbbur eins og Lyon sé að reyna að snuða leikmennina sína um þessa peninga, 12 milljónir króna, fyrir klúbb eins og Lyon eru það smáaurar í stóra samhenginu. Þegar fram líða stundir munu félög- in ekki gera svona því þau sjá hvaða afleiðingar það hefur.“ n Fagnar því að Sara hafi ekki látið vaða yfir sig Guðni Th. mætti á Hringbraut og ræddi íþróttafréttir, eitt af því sem hann snerti á var mál Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Fréttablaðið/Ernir Vonar að Arsenal vinni þann stóra Guðni heldur með Manchester United í enska boltanum en er mjög hrifinn af því sem er í gangi hjá toppliði Arsenal. Lærisveinar Mikel Arteta hafa komið öllum á óvart með vaskri framgöngu sinni á þessu tímabili. „Ég dáist að Arsenal. Þar á bæ ákvað fólk greinilega að vinna eftir einhverju langtímaplani. Gefa Arteta smá tíma til að búa til lið. Auðvitað fá þeir leikmenn til sín. Það er happdrættis­ vinningur að fá Martin Ödegaard en það koma líka leikmenn úr unglingastarfinu þar,“ segir forsetinn um félagið sem situr á toppnum. Man­ chester United heimsækir Emirates­völlinn á sunnudag, ætli rauða liðið úr Manchester að eiga veika von á titilbaráttu þarf það á sigri að halda. Sigur fyrir Arsenal væri hins vegar stórt skref í átt að titlinum stóra sem félagið vann síðast fyrir 19 árum. Eftir erfiða tíma undir stjórn Arteta á síðustu leiktíð hefur orðið gríðarleg bæting á leik Arsenal sem Guðni fagnar. „Það er nánast borin von að United beri sigur úr býtum í deildinni en sem almennur áhuga­ maður um knattspyrnu vona ég að það verði Arsenal. Það er hluti af þessu sporti að peningar geta skipt sköpum. Ég er ekki að segja að Arsenal sé lítið félag en þeir eru samt ekki vaðandi í seðlum eins og ónefnd önnur lið. Ég held það verði gott fyrir íþróttina að þeir nái að fara alla leið.“ Fréttablaðið íþróttir 1121. janúar 2023 LAUGArDAGUr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.