Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2023, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 21.01.2023, Qupperneq 44
Kjúkling er hægt að elda á ótal vegu og auðvelt að leika sér með kryddblöndur fyrir hann. Hér eru tveir kjúkl- ingaréttir sem vert er að prófa. Þessir réttir eru ein- faldir en mjög góðir. elin@frettabladid.is Þótt þorrinn sé hafinn og gott að fá sér smávegis af súrmat er það þó ekki matur sem er borðaður dag- lega. Kjúkling er hins vegar alltaf hægt að borða og breyta á marga vegu. Heilsteiktur kjúklingur er vin- sæll matur, jafnt hjá börnum og fullorðnum. Þegar kjúklingur er eldaður með blönduðu grænmeti, fylltur með lauk og sítrónu, verður hann mjög safaríkur og góður. Uppskriftin miðast við fjóra. Kjúklingur á grænmetisbeði fyrir fjóra 1 kjúklingur, um það bil 1.500 g 4 msk. smjör Rifinn börkur af einni sítrónu 4 msk. ferskt rósmarín, hakkað smátt 1 tsk. salt 0,5 tsk. pipar 1 tsk. kjúklingakrydd, ef vill Tveir sítrónubátar og hálfur laukur til að troða inn í fuglinn 3 gulrætur ½ sellerírót 2 stk. fennel 2 rauðlaukar 10 möndlukartöflur 4 hvítlauksrif 2 msk. ferskt timian 50 svartar ólífur 2 msk. hunang 1 tsk. salt og pipar Hitið ofninn í 180°C. Þerrið kjúklinginn með eldhúspappír. Skerið lauk og sítrónu og setjið inn í fuglinn. Bræðið smjör og setjið rifinn börk af sítrónu, kjúklingakrydd, rósmarín, salt og pipar út í. Penslið kjúklinginn með smjör- blöndunni og setjið í eldfast form. Bakið kjúklinginn í einn og hálfan tíma eða þar til hann er gegnum- steiktur og kjötmælir sýnir minnst 70°C. Skrælið og skerið niður græn- metið í grófa bita. Blandið hvítlauk, timian, ólífum, hunangi, salti og pipar. Setjið allt með kjúklingnum og eldið með síðustu 30 mínúturnar. Takið kjúklinginn út þegar hann hefur náð réttu hitastigi og látið hann hvíla í að minnsta kosti 15 mínútur. Á meðan kjúklingurinn hvílir er hitinn á ofninum hækkaður upp í 220°C og grænmetið bakað áfram þar til það er orðið mjúkt og hefur fengið fallegan lit. Það er hægt að gera einfalda en góða sósu til að bera fram með kjúklingnum. Sveppasósa 1 box sveppir, niðurskornir 2 hvítlauksrif Olía og smjör 1 villisveppaostur 2-3 dl vatn 1 kjúklingateningur Rjómi Sojasósa Salt, pipar og paprikuduft Steikið sveppina og hvítlaukinn á pönnu upp úr smjöri og olíu. Þegar sveppirnir eru fullsteiktir er smá sojasósu hellt yfir. Bragð- bætið með salti og pipar. Setjið 2-3 dl af vatni í pott og hitið með kjúklingateningi. Skerið ostinn smátt niður og setjið út í vatnið. Látið malla á meðan osturinn bráðnar. Þá er sveppunum bætt í pottinn og rjóma eftir smekk. Þykkið með maizena ef þarf. Kryddið sósuna með salti, pipar og papriku eftir því sem þarf. Smakkið til. Berið sósuna fram með kjúklingnum og grænmetinu. Hér er komin fullkomin máltíð fyrir fjölskylduna. Ofnbakaðar kjúklingabringur með karrí fyrir fjóra 4 kjúklingabringur 1 msk. smjör og olía til steikingar 1 laukur, gróft skorinn 1 rauð paprika, skorin niður Sósa 3 dl rjómi 1 dl tómatsósa 2 tsk. karrí Brúnið kjúklingabringurnar vel á báðum hliðum í smjöri og olíu. Bragðbætið með salti og pipar. Þegar þær hafa náð fallegum steikingarlit eru þær settar í eld- fast form ásamt lauk og papriku. Hrærið saman því sem á að fara í sósuna og hellið yfir kjúklinga- bringurnar. Bakið í ofni við 200°C í um það bil 20-25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er full- steiktur. Berið fram með hrísgrjónum og góðu fersku salati. n Dásamlegir kjúklingaréttir fyrir helgina Þorgeir Valur Pálsson, 49 ára lagerstjóri, hefur fundið fyrir óþægindum vegna svefntruflana í mörg ár. Þá vaknaði hann að meðal- tali tvisvar hverja nótt. Nú tekur hann inn Sofðu rótt frá ICEHERBS og sefur út alla nóttina án þess að rumska. Þorgeir byrjaði að taka inn Sofðu rótt frá ICEHERBS fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa fundið fyrir svefntruflunum í mörg ár. „Ég sef alla jafna fast þegar ég sofna. En svo rankaði ég vanalega við mér á ákveðnum tímapunkti á nótt- unni og átti oft erfitt með að festa svefn aftur. Þá var ég að meðaltali að vakna svona tvisvar sinnum á nóttu, stundum til að pissa en oftast virtist ekki vera nein sérstök ástæða fyrir því,“ segir Þorgeir. „Raunar tengi ég svefntruflan- irnar ekki við neitt sérstakt, hvorki kvíða né stress. Og það getur vel verið að ég hafi alltaf verið svona, en að með aldrinum finni ég meira fyrir áhrifunum af svefnleysinu. Ég byrjaði líka að finna sérstaklega fyrir því hversu mikilvæg hvíldin er eftir að ég fór að æfa meira í líkamsræktinni, en ég byrjaði að lyfta og æfa stífar fyrir fimm árum.“ Fann mun á nokkrum dögum Þorgeir var að ræða um nætur- rumskið sitt og þá benti ein- hver honum á að Sofðu rótt gæti kannski hjálpað. „Fyrst keypti ég mér eitt hylkjaglas til að kanna áhrifin. Eftir að hafa tekið eitt hylki á hverju kvöldi í nokkra daga byrjaði ég að finna mun á mér. Það tók mig nokkra daga að fatta muninn, enda hafði ég einstaka sinnum áður náð að sofa út alla nóttina. En þarna náði ég skyndilega, eftir margra ára svefn- truflanir, að sofa fastasvefni alla nóttina án þess að rumska, margar nætur í röð.“ Sefur eins og lamb „Í dag tek ég Sofðu rótt á hverju kvöldi, um hálf ellefu, og steinligg út alla nóttina þar til ég vakna um morguninn. Ég hef aldrei viljað fara á svefnlyf og finnst gott að vita til þess að Sofðu rótt er náttúruleg vara. Ég finn líka fyrir fótaóeirð á næturnar og mest þegar ég er að reyna að sofna. Þá finn ég sérstak- lega fyrir því þegar ég hef tekið vel á í rækinni þann daginn. Við fótapirringnum tek ég magnesíum og saman virka þessi tvö bætiefni mjög vel á mig og ég sef eins og steinn. Ég finn líka fljótt mun ef ég gleymi að taka hylkið. Nokkrum mánuðum eftir að ég kynntist Sofðu rótt gleymdi ég til dæmis að taka inn hylki fyrir svefninn. Sömu nótt vaknaði ég þrisvar sinnum, sem hafði ekki gerst lengi. Kvöldið eftir tók ég hylkið og svaf eins og lamb,“ segir Þorgeir. Náttúrulega slakandi og róandi Náttúrulegar lausnir eins og jurtir og lækningajurtir hafa verið notaðar langt aftur í aldir um heim allan. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar, ekki klínískar þó, en þær eiga það sameiginlegt að sýna fram á virkni lækningajurta. Flestar lækningajurtir eru skað- lausar og því er greiður aðgangur að þeim. Náttúrulegar lausnir hafa lengi virkað vel á fjölmarga enda er sú leið oft valin ef fólk vill komast hjá lyfjanotkun. ICEHERBS býður upp á náttúrulega lausn við svefnvandamálum, en gríðarlega stór hópur fólks velur að reyna við náttúrulegar lausnir áður en svefnlyf eru notuð. Sofðu rótt í alla nótt Sofðu rótt frá ICEHERBS inni- heldur magnolíubörk og íslensk fjallagrös. Saman virka þessar tvær jurtir einstaklega vel til þess að bæta svefn á náttúrulegan og heilbrigðan hátt. Þessi öfluga blanda hentar vel fyrir þá sem vilja aðstoð við að ná betri, jafnari og samfelldum svefni sem og bæta andlega líðan. Þessi magnaða jurt, magnolía, hefur verið notuð um aldir við þunglyndi, svefnvandamálum, kvíða og streitu. Þá er hún þekkt fyrir að virka almennt slakandi og róandi, og á að bæta eðlilegan og samfelldan svefn. Rannsóknir á magnolíu hafa sýnt fram á að hún inniheldur virk efni, sem vitað er að hafi áhrif á andlegt jafnvægi. Virku efnin í magnolíuberkinum eru þann- ig þekkt fyrir að örva boðefni í heilanum og koma jafnvægi á hormónið kortísón. Þau geta virkað almennt slakandi og róandi og bæta eðlilegan og samfelldan svefn. Sofðu rótt-blandan inniheldur einnig íslensk fjallagrös sem eru oft nefnd gingseng Íslands. Fjalla- grös eru rík af steinefnum, einkum járni og kalsíum. Fjallagrös hafa verið þekkt fyrir vatnslosandi áhrif sín og geta hjálpað til við að draga úr bjúg. Þau innihalda betaglúkantrefjar sem hafa reynst vel við þyngdartap, geta bætt meltingu og styrkt þarmana. Hrein náttúruafurð Markmið ICEHERBS er að nýta náttúruauðlindir sem tengjast íslenskri hefð og sögu og vinna í hreina neytendavæna vöru fyrir viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS leggjum áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni sem byggja á sjálfbærri nýtingu nátt- úruauðlinda. Við viljum að vör- urnar okkar nýtist viðskiptavinum okkar, að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Þá notum við enn fremur engin óþörf fylliefni.“ n ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum og í nýrri vefverslun á iceherbs.is. Sefur rótt eftir margra ára svefntruflanir Þorgeir Valur var snöggur að finna fyrir mun á svefngæðum eftir að hann byrjaði að taka Sofðu rótt frá ICEHERBS á hverju kvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Heilsteiktur kjúklingur á grænmetisbeði er mjög góður réttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 4 kynningarblað A L LT 21. janúar 2023 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.