Fréttablaðið - 28.01.2023, Síða 6

Fréttablaðið - 28.01.2023, Síða 6
Skilyrði er að lyfið sé ætlað gegn sjúkdómi sem veldur lang- varandi eða alvarlegri fötlun eða lífshættu- legum sjúkdómi. 1 þúsund grunnskóla- börn á Íslandi treysta sér ekki til að mæta í skólann. 2.050 börn eru nú á biðlist- um eftir fagþjónustu í grunnskólum Reykjavíkur. 30 ný störf skapast með kalkþörungaverk- smiðju í Súðavík þar sem 240 manns búa. Við þurfum ekki að bíða eftir því að emb- ættismenn liggi yfir þessu í mörg ár. Guðjón Sigurðs- son, formaður MND félagsins 90,7% Eflingarfélaga vill leggja áherslu á hækkun lægstu launa í kjarasamningum? Vissir þú að *Samkvæmt könnunum sem Gallup gerði fyrir Eflingu síðastliðið haust Margrét Guð- mundsdóttir leikkona hefur vakið mikla athygli fyrir frammi- stöðu sína í verkinu Marat/ Sade í Borgar- leikhúsinu. Margrét sem er 89 ára segir það hafa verið gaman að snúa aftur á leiksviðið í sama hlutverk og fyrir rúmlega hálfri öld. „Ég var nú svona til að byrja með svolítið svona hikandi en svo fór ég að hugsa að þetta var náttúrlega fólk á öllum aldri hér áður þegar þetta var sýnt fyrst í gamla daga.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fagnaði sigri leik- mannsins Söru Bjarkar Gunnars- dóttur í máli gegn fyrrverandi félagi hennar Lyon. „Þessi barátta hennar mun skila árangri, ekki bara fyrir hana, heldur íþróttakonur í f leiri greinum og um víða veröld. Við eigum að fagna því að hún hafi ekki látið vaða yfir sig í Lyon,“ sagði Guðni í Íþróttavikunni með Benna Bó á Hringbraut. Laufey Árnadóttir Fréttablaðslesandi varð fyrst til að sigra í myndaleik Fréttablaðsins og Play sem nú stendur yfir og fékk eitt hundrað þúsund króna gjafabréf frá Play. „Nú á ég eftir að ákveða það,“ svaraði Laufey spurð hvert ferðinni yrði heitið. Aðspurð sagðist Laufey aldrei áður hafa unnið í leik af þessu tagi og hefði þetta því komið henni skemmtilega á óvart. Til að taka þátt í leiknum þurfa lesendur að finna falda Play-þotu á síðum blaðsins. n Þrjú í fréttum | tölur vikunnar | 295 milljónir króna voru greiddar fyrir dýrasta einbýlishúsið sem selt var á Íslandi í desember. 49 þúsund íslenskir ríkisborgarar eru með skráða búsetu erlendis. Að uppfylltum skilyrðum nýrrar reglugerðar mun verða leyfilegt að ávísa lyfjum sem eru enn þá í prófunum til sjúklinga með alvarlega sjúk- dóma. Formaður MND félags- ins fagnar áformunum. kristinnhaukur@frettabladid.is heilbrigðismál Sjúklingar munu geta fengið aðgang að lyfjum sem ekki hefur verið lokið prófunum á eða fengið leyfi frá Lyfjastofnun eða Lyfjastofnun Evrópu gangi ný reglugerðarbreyting eftir. Að upp- fylltum nokkrum skilyrðum þó. Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra hefur lagt fram drög að breytingunni. „Við fögnum þessari breytingu mjög,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. „Hún þýðir að við fáum að prófa lyf sem lofa góðu án þess að þau séu endi- lega búin að fara í gegnum allt kerf- ið. Við þurfum ekki að bíða eftir því að embættismenn liggi yfir þessu í mörg ár.“ Yfirlýst markmið breytingarinn- ar er að veita sjúklingum aðgengi að lyfjum, sem eru í yfirstandandi prófunum, af mannúðarástæðum. Eða þá lyfjum sem hafa ekki fengið markaðsleyfi á Evrópska efnahags- svæðinu en sótt hefur verið um það. Skilyrði er að lyfið sé ætlað gegn sjúkdómi sem veldur langvarandi eða alvarlegri fötlun eða sjúkdómi sem er talinn vera lífshættulegur. Einnig að ekki sé hægt að með- höndla sjúkdóminn á viðunandi hátt með lyfi sem hefur leyfi og að fullnægjandi vísbendingar liggi fyrir um að sambandið milli áhættu og ávinnings af lyfinu sé talið að mestu leyti jákvætt fyrir sjúklingahópinn. Guðjón telur að lyfjalögin hérna á Íslandi hafi verið of ströng fram til þessa og óvissan mikil fyrir sjúklinga, því það sé óvíst hvort læk nir sæk i um undanþág ur Reglugerð áformar að leyfa notkun ósamþykktra lyfja í vissum tilvikum hjá Lyfjastofnun. „Það er undir hverjum og einum lækni komið og hversu þrjóskur hann er að eiga við kerfið,“ segir hann. „Með þessari breytingu er kominn farvegur sem allir geta farið í.“ MND er banvænn sjúkdómur sem herjar á hreyfitaugar líkam- ans og veldur máttleysi og lömun. Samkvæmt Guðjóni er mikil gróska í lyfjarannsóknum gegn sjúkdómn- um um þessar mundir. Eins og Fréttablaðið greindi frá í október síðastliðnum hafa fjögur lyf verið samþykkt í Bandaríkjunum gegn MND en aðeins eitt í Evrópu. Eitt heitir Relyvrio og veitir tíma- bundna vernd fyrir taugafrumur í heila og mænu og frestar lömunar- áhrifum. Í rannsókn kom fram að það hægist á áhrifum sjúkdómsins um 25 prósent. Annað heitir Tofer- sen og er mænustungulyf. „Þetta lyf hefur reynst vel gegn einni tegund MND. Við bíðum mjög spennt eftir að fá það hingað,“ segir Guðjón. „Fæst lyfin eru komin í gegnum allt kerfið. Nokkur þeirra myndu falla undir þessa reglugerð.“ n Lyfjaþróun og leyfisveitingar taka undantekningarlaust mörg ár. Fréttablaðið/Getty 4 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.