Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2023, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 28.01.2023, Qupperneq 18
Þegar ég er lítil stelpa varð ég í nokkur skipti fyrir misnotkun af hendi góðs vinar fjölskyldunnar. Svo þegar ég er unglingur er mér nauðgað. Myrk leyndar- mál sköpuðu óöryggi og sjálfsásakanir í huga Tinnu og fann hún frelsi þegar hún prófaði kókaín. Vítið sem hún var föst í varð þó verra með neyslunni. Fréttablaðið/ auðunn Tinna Aðalbjörnsdóttir missti allt í hendur stjórnlausrar fíknar en segir stóru eftirsjána liggja í því að hafa ekki sagt fyrr frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á barnsaldri. Ef hún hefði sagt frá leyndarmál- unum hefði ævi hennar mögu- lega orðið öðruvísi. Tinna segist eiga starfsfólki Hlað- gerðarkots lífs sitt að launa. Tinna ólst upp í Hnífsdal á því sem hún lýsir sem ástríku heimili. „Ég á yndislega og ástríka for- eldra og það var gott að alast upp í Hnífsdal, þar sem sam- staðan var mikil.“ Þegar Tinna var 13 ára var heimi hennar þó snúið á hvolf þegar for- eldrar hennar fóru í gegnum sáran og erfiðan skilnað. „Skilnaður- inn var mömmu og okkur öllum erfiður en pabbi fór að búa með móður bestu vinkvenna minna,“ segir Tinna og bendir á að erfitt geti reynst að takast á við slíkt í svo litlu samfélagi. Í framhaldi tók systir Tinnu, þá aðeins tvítug, hana í fóst- ur og hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún gekk einn vetur í Lauga- lækjarskóla. „Þetta var áfall fyrir alla fjöl- skylduna svo mamma ákvað að leyfa mér að fara til systur minnar en eftir veturinn fór ég aftur vestur til mömmu og lauk grunnskóla þar.“ Tinna segir systur sína hafa haldið uppi miklum aga á 14 ára unglingnum þrátt fyrir eigin unga aldur. „Hún vildi passa upp á litlu systur sína.“ Að grunnskóla loknum var Tinna ákveðin í að f lytja suður. „Ég fékk snemma mikinn áhuga á tísku og sá það í hillingum að vera í bænum þar sem ég kæmist í fatabúðir og svo framvegis. Ég flutti því í bæinn og fór í Iðnskólann í Reykjavík og vann með skólanum.“ Lamaðist fyrir neðan mitti Tinna segist nú oft hugsa til tæki- færis sem hún fékk þegar hún var 18 ára. Tækifæris til að segja heil- brigðisstarfsfólki frá leyndarmálum sem hún hafði burðast með og áttu eftir að hafa áhrif á allt hennar líf. Tinna upplifði þá óhugnanlegu tilfinningu að missa allan mátt í fótum, oftar en einu sinni. „Ég var í rannsóknum í lengri tíma enda lamaðist ég alltaf öðru hvoru í öðrum fætinum eða báðum og stundum leiddi þetta líka fram í handleggi. Eftir langvarandi rann- sóknir á Landspítala og Grensás- deild var tekinn úr mér mænuvökvi til rannsóknar. Í ljós komu bólgnir taugaendar sem þrýstu á mænuna.“ Það er fundur með teymi lækna sem móðir Tinnu sat einnig, sem er henni sérlega minnisstæður. „Læknarnir spurðu okkur hvort ég hefði lent í einhvers konar áfalli,“ segir Tinna og útskýrir að læknarnir hafi tengt einkenni veikindanna við mögulegt áfall. „Taugaáfall getur leitt til alls konar líkamlegs ástands. Svar mitt var nei en mamma sagði þeim frá skilnaðinum. Ég þorði ekk- ert að segja frá hinum áföllunum. Ég hef oft hugsað út í það að ef ég hefði sagt frá leyndarmálunum mínum þarna hefði ævi mín mögulega orðið öðruvísi.“ Varð fyrir ofbeldi á barnsaldri Tinna segist ekki hafa viljað horfast í augu við það sem henti hana bæði á barns- og unglingsaldri. „Þegar ég er lítil stelpa varð ég í nokkur skipti fyrir misnotkun af hendi góðs vinar fjölskyldunnar. Svo þegar ég er unglingur er mér nauðgað. Bæði þegar ég var 13 ára og 16 ára.“ Undanfarin ár hefur Tinna aftur á móti verið í ýmiss konar sjálfs- og áfallavinnu og segir þá sérfræðinga sem hún hafi leitað til vera á sama máli, að framhaldið hefði verið annað ef hún hefði fengið aðstoð við að vinna úr áföllunum fyrr. „Þeir sem ég hef leitað til segja allir að ég hafi þróað alkóhólisma út frá áfallasögu. Sjálf er ég sann- færð um það því ég átti svo marga spretti í lífinu þar sem ég var ekki svona alkóhólísk.“ Varð móðir aðeins nítján ára Tinna kynntist barnsföður sínum 17 ára og varð fljótt barnshafandi, eða aðeins 18 ára gömul. Líkamlegu einkennin minnkuðu mikið á með- göngu og fjöruðu svo endanlega út. „Ég var svo hamingjusöm og það varð mér svo dýrmætt að verða móðir,“ segir Tinna sem telur bætta andlega líðan þannig hafa orðið henni til lækningar. „Ég var heilsteypt í móðurhlut- verkinu. Ég er sjálf alin upp á fallegu og ástríku heimili þar sem allt var í röð og reglu og vildi það sama fyrir son minn,“ segir Tinna sem upp- lifði móðurhlutverkið aldrei sem byrði þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gömul. „Við höfum alltaf verið samrýnd, ég og strákurinn minn, og við eigum náið og gott samband,“ segir Tinna um einkasoninn sem nú er 22 ára. Tinna segir að á þessum árum hafi fólk í kringum hana mikið notað kókaín þegar það skemmti sér. „Ég var lengi sú eina sem not- aði ekki og var oft út undan vegna þessa. Þetta þótti bara eðlilegt og þykir enn þá, en það er það ekki.“ Tinna hafði eins og fyrr segir alltaf haft mikinn áhuga á tísku og eftir að hafa sett upp sína fyrstu tískusýningu bauðst henni að stíl- isera keppnina Ungfrú Ísland.is. Hlutirnir gerðust hratt og Tinna fór að vinna fyrir módelskrifstofuna Eskimo. „Ég varð framkvæmda- stjóri Ford-keppninnar ásamt því að sjá um sjónvarpsþætti um undir- búning og keppnina. Ég vann mikið að búningum auglýsinga ásamt því að finna módel og leikara í verk- efni fyrir Eskimo,“ segir Tinna sem þarna um 2003 var komin á kaf í tískugeirann sem hana hafði alltaf dreymt um. Upplifði frelsi í fyrsta skipti Það var svo eitt kvöldið þar sem hún var úti á lífinu að hún prófaði í fyrsta sinn kókaín. „Ég veit ekki af hverju ég vildi það, ég hef líklega bara verið forvitin og þetta var orðið svo eðlilegt.“ Tinna, sem alltaf hafði þjáðst af miklu óöryggi og kvíða, upplifði frelsi undir áhrifum kókaíns. „Það er skrítið að segja frá því en þannig lýsa alkóhólistar því að prófa í fyrsta skipti – það gerist eitt- hvað innra með þeim. Það er frelsið frá þessu víti sem maður er fastur í, í eigin líkama. Maður nær að deyfa sársaukann, manni líður vel og maður opnast,“ lýsir Tinna en bætir við að vítið endurskapist svo með fíkninni, þessari eilífu leit aftur að vellíðaninni, frelsinu. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Við eigum öll skilið þúsund tækifæri 16 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023 lAUgARDAgUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.