Fréttablaðið - 28.01.2023, Page 25

Fréttablaðið - 28.01.2023, Page 25
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 28. janúar 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Vildi ekki fara heim frá Ítalíu Berglind Guðmundsdóttir, ein þekktasta eldhúsgyðja okkar og eigandi heimasíðunnar grgs.is, ákvað að prufa nýja hluti í upphafi árs og koma sjálfri sér á óvart. Hún skráði sig meðal annars í nám í markþjálfun, á lyftinganámskeið og að kenna það sem hún er best í. 2 Berglind Guðmundsdóttir er mikill lífskúnstner og veit fátt skemmtilegra en að fara út fyrir þægindarammann og blómstra og fá aðrir konur til að gera slíkt hið sama. Svo elskar hún líka kjóla og á erfitt með að standast fallegan kjól. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Austin Butler er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Elvis. thordisg@frettabladid.is Ástralski hjartaknúsarinn Austin Butler hlaut í vikunni tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á konungi rokksins í kvik- myndinni Elvis. Tilnefningin kom tveimur dögum eftir að Austin var við minningarathöfn Lisu Marie Presley, einkadóttur Elvis, sem lést eftir hjartastopp 12. janúar. Andlát Lisu Marie bar að tveimur dögum eftir að hún var á Golden Globe- verðlaununum þar sem Butler hlaut Gullna hnöttinn fyrir hlutverk sitt sem Elvis. Elvis hlýtur sjö tilnefningar til Óskarsverðlauna. Sagði Butler við þáttinn Good Morning America að þótt tilefnið væri gleðilegt væri hann enn harmi sleginn vegna Lisu. „Ég veit að hún væri hamingjusöm núna. Þótt við höfum ekki þekkst lengi urðum við fljótt mjög náin. Þess vegna veit ég að hún brosir til okkar af himnum ofan.“ Sjálf sagði Lisa Marie um frammi- stöðu Butlers í hlutverki föður síns, Elvis: „Ef hann fær ekki Óskarinn fyrir hlutverkið mun ég éta fótinn á mér,“ og skellihló. Í viðtali við Variety var Butler spurður hvernig honum liði við hinstu kveðju Lisu Marie í Gra- celand á sunnudaginn var. „Þetta er reiðarslag og djúp sorg sem ég næ ekki utan um. Ég vildi óska þess að hún væri hér til að fagna með okkur.“ n Saknar Lisu Marie

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.