Fréttablaðið - 28.01.2023, Síða 35

Fréttablaðið - 28.01.2023, Síða 35
Kvika er öflugur fjártæknibanki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði með áherslu á upplifun viðskiptavina, nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Vörumerki samstæðunnar eru meðal annars TM, Kvika eignastýring, Lykill, Auður, Netgíró og Aur. Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og jákvæðni. Kvika leitar að öflugu starfsfólki Sótt er um störfin á kvika.umsokn.is — Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar Forstöðumaður upplýsingatæknireksturs Helstu verkefni og ábyrgð: • Ábyrgð á kerfisrekstri og notendaþjónustu samstæðunnar • Samningar og samskipti við birgja • Kostnaðarhagræði • Verkefnastýring fyrir innviði Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rut Ágústsdóttir, framkvæmda­ stjóri rekstrar­ og þróunarsviðs, anna.agustsdottir@kvika.is Verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Helstu verkefni og ábyrgð: • Umsjón og stýring verkefna í fyrirtækjaráðgjöf skv. viðmiðum bankans, lögum og reglum • Ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini og aðra hagaðila, verkefna­ stýringu, greiningum, virðismötum, kynningum, framsetningu gagna og eftirfylgni verkefna • Öflun nýrra verkefna og viðskiptasambanda Nánari upplýsingar um starfið veitir Erlendur Davíðsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar, erlendur.davidsson@kvika.is Sérfræðingur í viðskiptagreind Helstu verkefni og ábyrgð: • Þróun og rekstur á lykilmælikvörðum samstæðu • Þróun á viðskiptagreindarumhverfi og undirliggjandi gagnaferlum • Þróun á stjórnendaskýrslum • Aðkoma að þróun á vöruhúsi gagna og gagnalagi viðskiptagreindar Nánari upplýsingar um starfið veitir Eðvald Ingi Gíslason, forstöðumaður hagdeildar, edvald.gislason@kvika.is Sérfræðingur í eigin viðskiptum Helstu verkefni og ábyrgð: • Umsjón með verðbréfasafni Kviku banka í skráðum verðbréfum • Viðskipti með verðbréf fyrir hönd bankans á Nasdaq Iceland • Greining á fjárfestingartækifærum • Umsjón með viðskiptavakt á hlutabréfum og skuldabréfum fyrir hönd útgefenda • Samskipti við verðbréfamiðlara og aðra þátttakendur á markaði Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldór Karl Högnason, forstöðumaður fjárstýringar, halldor.hognason@kvika.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.