Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 48
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Nú eru auðvitað fimmtíu ár síðan að gosið var og okkur fannst því við hæfi að sýna Eldeyjuna. Ester Bíbí, verkefnastjóri hjá Kvik- myndasafni. 26 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023 LaUGaRDaGUR Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Björgunarafrekið við Látrabjarg eftir Óskar Gíslason fékk dreifingu víða um heim. Mynd/Aðsend Jean-Luc Godard lést í september. FréttAblAðið/Getty Fimmtíu ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu sem tekið er fyrir í Eldeyjunni. Mynd/Aðsend Eldgos og franskir frumkvöðlar verða á dagskrá sýningaraðarinn­ ar Bíóteksins sem hefst á sunnu­ daginn. arnartomas@frettabladid.is Bíótekið, röð kvikmyndasýninga á vegum Kvikmyndasafns Íslands, hefst í þriðja skipti sunnudaginn 29. janúar í Bíó Paradís. Dagskráin hefst með tveimur íslenskum heimildarmyndum sem gera grein fyrir íslensku björgunar­ starfi, Eldeyjunni frá 1973 og Björgunar­ afrekinu við Látrabjarg frá 1949. „Nú eru auðvitað fimmtíu ár síðan að gosið var og okkur fannst því við hæfi að sýna Eldeyjuna,“ segir Ester Bíbí Ásgeirs­ dóttir, verkefnastjóri hjá Kvikmynda­ safninu. Eldeyjan var gerð af þeim Páli Stein­ grímssyni, Ásgeiri Long og Ernst Kettler og sýnir í myndum bæði jarðhræring­ arnar og björgunarstarfið sem unnið var í kringum Heimaeyjargosið. Á sýn­ ingunni mun gestum einnig bjóðast að hlýða á frásögn frá fyrstu hendi af gosinu. „Við verðum með spjall eftir sýning­ una þar sem Ólafur Lárusson, sem upp­ lifði gosið og er björgunarsveitarmaður í dag, mun ræða við áhorfendur um þessa reynslu sem hann hefur,“ segir Ester. Björgunarafrekið við Látrabjarg segir svo frá því þegar meðlimir í björgunar­ sveitinni Bræðrabandinu, undir stjórn Þórðar frá Látrum, björguðu breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon árið 1947, eða fyrir 75 árum. „Við verðum líka með sérfræðing frá Kvikmyndasafninu sem mun ræða um þessar myndir frá öðrum vinkli.“ Frönskum risa vottuð virðing Samhliða því að skyggnst verður inn í þetta sögulega björgunarstarf verður einnig boðið upp á tvær myndir úr frönsku nýbylgjunni, þar á meðal Pierrot le Fou eftir leikstjórann Jean­Luc Godard sem lést í september síðastliðnum. God­ ard er af mörgum talinn einn áhrifamesti leikstjóri frönsku kvikmyndasögunnar og leikstýrði meðal annars myndum á borð við Alphaville og À bout de souffle. „Við vildum sýna honum og hans verkum virðingu með því að sýna eina af eldri myndum hans,“ segir Ester og bætir við að tekist hafi vel til með Bíó­ tekið eftir að það fór af stað í fyrra. „Þetta hefur verið rosalega vel sótt og vel tekið í þetta.“ Rauða þráðinn í Bíótekinu segir Ester vera að á hverjum sýningarsunnudegi verði eitthvað íslenskt úr safninu. „Þar erum við að fara niður í okkar eigin safnkost en svo erum við líka með aðrar myndir sem gerðar hafa verið upp á öðrum kvikmyndasöfnum eða öðrum stofnunum,“ útskýrir hún en á erfitt með að segja til um hversu margar myndir séu til á safninu. „Við erum með langflestar útgefnar myndir sem gerðar hafa verið á Íslandi og svo erum við líka með gríðarstórt af filmum sem stundum koma úr einkaeigu eða frá kvikmynda­ gerðarmönnum sem tóku mikið efni en notuðu aðeins hluta þess í myndir sínar.“ Dagskrá Bíóteksins í heild má finna á heimasíðu Kvikmyndasafnsins. n Björgunarstarf og frönsk nýbylgja 1813 Skáldsagan Hroki og hleypidómar, eða Pride and Prejudice, eftir Jane Austen er gefin út í Bretlandi. 1825 Hið Konunglega norræna fornfræðafélag er stofnað í Kaupmannahöfn. 1855 Fyrsta járnbrautarlestin fer frá Atlantshafi til Kyrra- hafs á Panamajárnbrautinni. 1887 Í Montana-fylki í Bandaríkjunum falla til jarðar stærstu snjókorn sem sést hafa á jörðinni, 38 cm breið og 20 cm þykk. 1907 Sláturfélag Suðurlands, SS, er stofnað sem sam- vinnufélag bænda. Það hét fyrst Sláturfélag Árnesinga og Rangæinga. 1912 Tólf íþróttafélög stofna Íþróttasamband Íslands, „bandalag íslenskra íþrótta- og fimleikafélaga“, í Bárubúð. 1935 Ísland verður fyrsta land í heimi til að lögleiða þungunarrof. 1981 Bandaríski leikarinn Elijah Wood fæðist. 2013 EFTA-dómstóllinn fellir úrskurð sinn í máli ESA gegn Íslandi og sýknar Ísland af öllum liðum ákærunnar og hafnar öllum kröfum sem gerðar eru á hendur landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.