Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Qupperneq 13

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Qupperneq 13
al jrumherja kristninnar. Izaak Walton gleymir því heldur ekki í sinni frægu bók. Hann bendir á, að fjórir kunnustu lœrisveinar meistarans frá Nazaret, og þeir sem hann valdi sér fyrst til fylgdar, hafi allir verið fiskimenn: Tvennir brœð- ur, þeir Pétur og Andrés og Jakob og Jó- hannes. Hann segir einnig að hinir, sem siðar bcettust í hópinn, hafi lika flestir eða allir tekið upp veiðimennsku, og rökstyður pað með þvi, að minna á frá- sögnina í 21. kap. Jóhannesar guðspjalls, pegar Kristur vitjaði þeirra upprisinn og stóð á ströndinni i birtingu, til þess að taka á móti þeim, er þeir komu úr veiði- ferð á vatninu, margir saman. En þeir voru allir netamenn, kann einhver stangveiðimaður að segja. Rétt er það, þeir veiddu i net, en svo er að skilja á Walton að þeir hafi líka kunn- að aðrar veiðiaðferðir og beitt þeim fyrir sig, og hann minnir á, þvi til sönnunar, að Kristur hafi eitt sinn beðið Pétur að kasta út öngli sinum, til þess að veiða fisk fyrir skattinum til keisarans. Til þess hefur ef til vill ekki þurft nema svo sem tvo eða þrjá fiska. Virðist mega ráða af þessu, að postularnir hafi notað netin, þegar þeir þurftu að veiða mikið, bæði sér til lifsviðurværis og fyrir öðrum meiri háttar útgjöldum, en færi, eða jafnvel stöng, þegar minna lá við eða þeir veiddu sér til skemmtunar. Walton heldur þvi einnig fram, að hinn Ijúfi og látlausi stíll á bréfum þeirra Péturs, Jakobs og Jóhannesar beri vott þeirri hugarrósemi og því litillæti, sem einkenni sanna veiðimenn. Og hann bendir ennfremur á, að til forna hafi kirkjunnar mönnum verið bannað að iðka dýraveiðar, en jafnframt leyfð stangaveiði, þvi að hún hafi að dómi hinna visu feðra verið holl hvild frá dag- legurn störfum, sem veitti góð tækifæri til ihugunar og andlegrar uppbyggingar. Eftirtektarvert telur hann og að ýmsir af lærðustu, en jafnframt hógværustu og mildustu fyrirmönnum ensku kirkjunn- ar, hafi verið stangveiðimenn, og nefnir nokkur dæmi máli sínu til sönnunar. Hvort sem menn vilja fallast á það eða ekki, að hógværð og mildi sé enn aðals- merki stangveiðimanna almennt, er þolinmæði og stillingu þeirra marga þó viðbrugðið, þegar þeir eru að bíða eftir þvi að fiskinum þóknist að líta við agni þeirra. Og ekki er ósennilegt að árangur þeirrar þjálfunar, sem þeir hljóta þar, komi fram á fleiri sviðum. Við vitum að þessi eiginleiki er ekki vöggugjöf, nema hjá fáum. Hans gætir sáralitið hjá mörg- um fyrstu veiðiárin, en flestir, sem fara að iðka stangveiði nokkuð að ráði, ávinna sér hann að meira eða minna leyti, enda munu fá viðfangsefni henta betur til þeirrar þjálfunar. Á öðrum stað hér i heftinu er frá því skýrt, hvernig franskur stangveiðimaður brást við ógnum heimsstyrjaldarinnar fyrri, þegar samborgarar hans flýðu svo þúsu7idum skipti frá Paris, af ótta við óvinina, sem voru að setjast um borgina. Sá sem þar segir frá, bregður upp hug- þekkri og minnisstæðri mynd af þeirri rósemi, semWalton telur einkenna sanna stangveiðimenn i sinni tíð. En hafi menn þurft á þeim eiginleika að halda þá, mun hans ekki siður þörf á vorum dögum. GLEÐILEG JÓL! Ritstj. Vf.lÐIM AÐURINN 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.