Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 16

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 16
Við höfum vafalaust ílestir séð það í veiðiferðum okkar, að menn eru misjafn- lega leiknir í því að fá fiskinn til að taka maðkinn, þótt um vana veiðimenn sé að ræða. Og við, sem höldum okkur mest við fluguna, stöndum margir hverjir snjöllum maðkveiðimönnum ekki snún- ing, þegar skilyrðin eru svo óhagstæð til fluguveiði, að við „vendum yfir í orm- inn“. Það verður hverjum að list sem hann leikur. Þeir, sem halda uppi vörnum fyrir maðkveiðina, telja henni það m. a. til gildis, að engin veiðiaðferð önnur veiti tækifæri til eins langvarandi snertingar við fiskinn, áður en hann tekur. Það er satt, að spenningur veiðimannsins, eða eftirvænting, getur verið mikil, þegar lax er lengi að narta í maðkinn eða „fikta“ við hann, en öldungis óvíst hvort hann taki. Og það er ef til vill ekki síst þá, sem skilur á milli flugumanns:ns, sem litla rækt hefur lagt við maðkinn, og hins, sem þekkir vel öll viðbrögð laxins gagn- vart þeirri beitu. En auðvitað er æski- legast að vera jafnvígur á hvort tveggja og geta beitt hvorri aðferðinni sem er, eftir því sem aðstæður krefjast, og lát- um við þá sportlegu hliðina enn liggja á milli hluta að þessu sinni. Þó skal á það minnt, einu sinni enn, að margir veiðimenn gefa flugunni alltof fá tæki- færi til þess að sýna hvers hún er megnug. Flest okkar munu hafa fengið sinn fyrsta lax á ánamaðkinn, og ef til vill er það að nokkru leyti skýringm á þeirri órofa tryggð, sem ýmsir virðast hafa tekið við hann. Og öll eigum við honum margar ánægjustundir að þakka, a. m. k. frá fyrstu veiðiárunum. En þótt maðkurinn hafi reynzt svo fengsæl beita sem hann er í liöndum margra stangveiðimanna, hefur honum þó fyrst og fremst verið ætlað annað og meira hlutverk í þróuninni. Fyrir hálfu öðru ári, eða svo, birtist um hann fróð- leg grein í dagblaðinu Vísi, þar sem greint var frá nytsemi hans og hve nauð- synleg lífvera hann er í náttúrunni. Enn- fremur kom all-löngu síðar um hann stutt grein í Morgunblaðinu, sem einnig fjallaði um hið mikilvæga hlutverk hans. Báðar greinamar eiga prýðisvel heima í Veiðimanninum, og úr því að vér urðum ekki sjálfir fyrri til að sýna orminum þessa virðingu, skal nú reynt að bæta fyrir þá vanrækslu, með því að birta hér þessar greinar. Ritstj. Vísis-greinin, sem öðrum þræði er rit- uð í léttum og gamansömum „tón“, er á þessa leið: — Þetta litla kvikindi, sem skríður á jörðinni fyrir fótum okkar, slepjugt, óá- sjálegt og ómerkilegt, — sem við fussum og sveium, slítum og rífum, tröðkum á og spörkum — er nú loks að hljóta þá viðurkenningu, sem það ávallt hefur átt skilið. Nú eru menn farnir að viðra sig upp við blessaða skepnuna, veita henni húsaskjól, gefa henni að éta, klappa henni og strjúka og hver veit hvað og hvað. Það hefur nefnilega komið í Ijós, að ánamaðkurinn er ein nauðsynlegasta skepna jarðarinnar, og að án hans yrði lífinu varla lifað. Þar af leiðandi er það, að menn eru farnir að sækjast eftir litla greyinu, til ýmissa hluta — og með eftir- spurn skapast framboð, framboð skapar 6 Veiðimaburinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.