Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 21
Eitthvnð n sveimi.
Herra ritstjóri!
í JÓLABLAÐINU 1959 voruð þér að
hvetja veiðimenn til þess að senda yðui
efni, eins og stundum áður. Þér sögðuð
þar líka frá því, „að einhver, sem ekki lét
nafns síns getið“ hefði bent á „að afla frá-
sagna um dularfull fyrirbæri við stang-
veiðar“. Þér tókuð fram, að ef yður bær-
ust einhverjar sögur af því tagi, munduð
þér birta þær, auðvitað ef þér telduð þær
þess virði, þótt þér tækjuð það ekki fram.
Ég ætla að hafa það eins og sá, sem
sendi yður þessa hugmynd, að láta nafns
míns ekki getið. Ég er svo til óþekktur
maður í þjóðfélaginu, og sögu minni
mundi ekkert frekar verða trúað þó að
ég skrifaði nafnið mitt undir liana. Svo
er líka hitt, að ég er ekki vanur að geta
þess við félaga mína, þegar eitthvað
„undarlegt" ber fyrir nrig. Menn, sem ég
hef verið með við veiðar í mörg ár, vita
ekkert um þessa hlið á mér, og ég er
hræddur um að sumir þeirra mundu
leggja lítinn trúnað á sögur um dularfull
áburðurinn er ekki sýnilegur lengur. Ef
betur er skoðað, sést, að rnikið af áburð-
inum hefur aðeins þornað og molnað
efst í grasrótinni án þess raunverulega að
hafa blandazt sjálfri moldinni nema þá
að litlu leyti. Það hefur vantað ánamaðk-
ana til að fullkomna verkið.
fyrirbrigði. Mér finnst að flestir menn nú
á dögum þykist hafnir yfir að trúa nokkru
nema því sem þeir geta þreifað á. Ég ætla
því að vera „ókunnur sögumaður". bæði
af því að ég vil ldífa sjálfum mér við að-
kasti þeirra, sem trúa ekki og áleitni
hinna, sem lrafa áhuga fyrir dulrænum
málum. Ég læt svo þennan inngang
nægja og hér kemur frásögnin:
Fyrir nokkrum árum, ég man ekki
hvaða ár, var ég við veiðar í Norðurá.
Þetta var seinni part dags, sennilega um
k!. 6. Veður var gott, en ekki sólskin. Ég
átti veiði á suður-bakkanum, fyrir neðan
Laxfoss. Félagi minn, sem var sama meg-
in, fékk Eyrina, en ég fór niður í Myrk-
hyl. Þegar ég kom niður að klettunum
sem eru efst við hylinn, kastaði ég nokkr-
um sinnum á hálsinn. En þegar ég var
að færa mig niður eftir klöppunum, sá
ég að maður stóð við klettinn þar sem
farið er út á klapparrifið, sem skagar
út í hylinn þarna dálítið neðar. Hann
var í veiðifötum, sem ég man ekki að lýsa,
en ég tók sérstaklega eftir því að liann
var með veiðihatt, eins og margir F.ng-
lendingar nota. Hann hélt á veiðistöng
og mér sýndist eins og hann væri að at-
huga fluguna.
Mér brá við, því að þarna átti enginn
veiðimaður að vera. Við vorum nýkomn-
ir út. Félagi minn upp á Eyri, og aðrir
höfðu ekki farið þessa !eið. Ég sá líka
Veioimaðurinn
11