Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 25
við hlið mér, og sé í sama mund að þar
er kominn gamall sálufélagi úr mörgum
veiðiferðum.
— Það er naumast að þú ert niður-
sokkinn. Ég er búinn að sitja hér lengi,
sagði hann. Hvað hefurðu nii gert af þér?
— Nú, ég er að skoða haustið, maður,
svaraði ég. En komdu nú heim með mér.
Við skulum fá okkur kaffisopa og rabba
saman um stund. Og svo segir þú mér
auðvitað eina góða veiðisögu um leið.
Við sátum lengi yfir kaffinu, og rifj-
uðum upp ýmsa gamla og kynlega at-
burði frá grænum bökkum Laxár. Tím-
inn leið, og birtu var tekið að bregða.
Við fórum að tala urn snjólínuna í vest-
urfjallinu, sem færist hægt og markvisst
neðar og neðar. Hann sagðist vona að
hann ætti eftir að vera á stað þar sem
engin snjólína mjakaðist að úr öllum átt-
um, allt inn að innstu hjartarótum.
Ég setti nokkur tár í glös og fór að
ympra á sögunni. Hann byrjaði ekki al-
veg strax, en svo fóru orðin að koma hægt
og liægt, og innan stundar viðstöðulaust.
Ég skráði sögu hans, eftir minni, strax
og hann var farinn, og sé einhvers staðar
liallað réttu máli, er misminni um að
kenna, en ekki frásagnargleði. Hann hef-
ur þá venju að segja frá atburðum eins
og þeir séu í raun og veru að gerast; og
ég held því hér. Saga hans var svona:
Morguninn, senr við svo lengi höfðum
þráð og beðið eftir, er loks upprunninn.
Að vísu er veðrið ekki eins og bezt verð-
ur á kosið. Drungaleg ský hanga niður í
mið fjöll, og það hefur rignt dálítið. Samt
er sýnilegt að þessi gráhula muni kemb-
ast af, er fram á daginn kemur.
Við erum tveir félagarnir, sem stönd-
um við veiðiheimilið, og búum okkur
undir að mæta mörgum góðum ævintýr-
um á löngum degi. Okkur kemur sam-
an um að ekkert sumar megi líða svo að
við komum ekki á alla veiðistaðina við
ána okkar, sem við svo köllum. Margt
vetrarkvöldið hafði veiðiferð þessi verið
rædd, og miklar áætlanir gerðar.
Það er alltaf ólýsanlega ljúft að koma
á eftirlætis veiðistaðina sína, í fyrsta sinn
á sumrinu. Það er rétt eins og að hitta
kæran vin eftir vetrarlangan skilnað.
Margir og góðir veiðistaðir rnunu bjóða
okkur velkomna í dag.
Bifreið okkar rennur úr hlaði, á vit
okkar vetrardrauma. Vegurinn er dökk-
ur eftir vætuna, þar sem hann hverfur
undir bílinn. Grasið á vegköntunum
sýnist óvenju ljósgrænt, i þessu gráa upp-
liafi ógleymanlegs dags.
Brýr eru að baki, og hraun tekur við.
Síðan kemur beini vegurinn,
— Nú eru fimm mínútur eftir, segir
sessunautur minn, þegar við beygjum af
aðalveginum. Líklega tekur hann núna,
bætir hann við, og reynir að láta sem
ekkert sé.
En ég lieyri að það er eftirvænting í
röddinni. Óvissa, sexn dagurinn fær skor-
ið úr.
Ég tek því mjög líklega, því vongóðir
liafa veiðimenn löngum verið. Enda all-
oft þurft á þeim góða eiginleika að halda.
Hliðið er opnað og ekið milli kirkju
og bæjar. Það er ekki farið að rjúka enn-
þá, enda er klukkan ekki nema hálf sjö.
Við setjum saman stengurnar á bakk-
anum. Félagi minn ætlar að byrja hér við
kvíslina, þar sem hinn fagri hólmi skiptir
ánni. Eg geng lítið eitt lengra niður með,
Vf.iðimaðurinn
15