Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 27

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 27
Þessi ungi veiðiinaður heitir Sveinn Þórðarson, Sveinssonar, afgreiðslumanns Veiðimannsins á Akur- eyri. Sveinn veiddi þennan lax, þann fyrsta á cev- inni, s. I. sumar á Mjósundi i Laxá i Þingeyjarsýslu. I.axinn var 11 þund. Veiðimaðurinn óskar Sveini til hamingju með þessa byrjun, sem bendir til þess, að meira geti orðið frá honum að segja hér í blað- inu síðar. Hann er aðeins 10 ára, en veiðiáhuginn er vaknaður hjá honum fyrir löngu, enda á hann ekki langt að sœkja það. Ritstjóri Veiðimannsins var með honum og félaga hans eina dagstund aust- ur við Laxá í hitteðfyrra og var þá Ijóst hvert stefndi. ina, og læt fluguna berast yfir staðinn, seni ég veit að hann hefur mikið dálæti á, en ekkert skeður. Ég sé hvar félagi minn kemur. — Ekki líf, segir hann, og byrjar að kasta skammt frá mér. Við spreytmn okk- ur lengi, og vinur minn tekur sér hvíld. Hann nýtur fyrstu sígarettu dagsins á þúfu rétt hjá mér. Ég lield áfram af meðfæddum þráa, sem oft hefur reynzt mér vel. Hve allt er hér vinalegt. Allt eins og það á að vera. Hver steinn og hver þúfa á sínum stað. Jafnvel litla moldarbarðið, sem ég man eftir frá í fyrra. Og þótt hugurinn sé við vatnið, lokkar hinn dimmi litur heiðarinnar. Ég hef aldrei tekið eftir því fyrr, hve mikið blátt er í henni. Ég veiti því athygli að ég er farinn að kasta alveg hugsunarlaust, en er þó á verði. Skyndi- lega stöðvast flugan, sem áður hafði bor- izt svo léttilega með straumnum. Ósjálf- rátt lyfti ég stönginni. Lifandi þungi tek- ur á móti. Titrandi andvarp stígur frá brjósti mínu. Hún sveik ekki núna frem- ur en endranær. — Hann er á, segi ég. En mér finnst röddin hljóma undarlega. Laxinn áttar sig sýnilega ekki strax á því sem skeð hefur, og leggst djúpt í strauminn. Sárindi undan beittum odd- inum angra hann samt eitthvað, því hann er ókyrr. Eftir nokkra stund lætur hann undan nýrri, óþekktri kennd, óttanum. Hann þýtur af stað, ærður af sársauka, geysist móti straumnum, og stekkur. Ég bið til allra hollvætta að öngullinn hafi gott hald. Ég reyni að fá hann nær, en hann svarar því með að draga stöðugt út línuna. Svo er allt kyrrt, rétt eins og fast sé í botni. Ég reyni með öllu móti að fá hann af stað, geng um bakkann, en ekk- ert skeður. En svo er skyndilega allt laust, og tóm- leikakenndin kemur fyrir brjóstið. Samt \ánd ég inn á hjölið svo Jiratt sem ég get Veiðimaðurinn 17

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.