Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 34

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 34
í NÆST SÍÐASTA liefti Veiðimanns- ins var sagt frá fiskinum Smith, sem vís- indamenn'rnir liöfðu talið útdauðan í 50 millj. ára, en lifir enn góðu lífi við Suður- Afríku. Þegar sjóstangaveiðin fer að verða al- menn hér á íslandi, er gott að vita deili á sem flestum tegundum fiska, því að margt getur komið á færi, sem rennt er í hafið. Rauðserkur er fiskur nefndur, Beryx decadactylus á latínu. Hann er talinn einn sjafdgæfasti fiskur við Evrópu- strendur. Hans liefur orðið vart hér við land nokkrum sinnum. Sá fyrsti fannst djúpt út af Reykjanesi í marz 1950; og nokkrir hafa fundizt síðan, flestir við suðurströndina, einn við Ingjólfshöfða og tveir á Halamiðum (sbr. II. útg. af Fiskunum 1957, ljóspr. bls. 539). Það er því engan veginn óhugsanlegt að sjó- stangamenn gætu fengið hann á krók- inn, ef þeir færu að dorga á fyrrnefndum miðum, og jafnvel hvar sem væri. Lýsingin í fyrrnefndri útgáfu Fisk- anna er á þessa leið: 24 FÁgœtur fiskur. „Rauðserkurinn er hár og þunnvax- inn (hæðin meira en 1/3 af lengdinni). Höfuðið er all-stórt, um 2/5 af lengdinni. Snjáldrið stutt, um helmingur af þver- máli augnanna, en þvermál þeirra er um 2/5 af lengd höfuðsins. Fiskurinn er yf- irmynntur og beygist munnlínan mjög niður og nær tæplega aftur á móts við fremri mörk augans. Á vangabeini er sterkur broddur, er veit út og aftur. Með- fram rótum bak- og raufarugga eru húð- fellingar, þaktar hreistri. Hreistrið er stórgert, alsett kömbum, og er fjöldi þess 63—73 meðfram rákinni, en hún er greinileg, bogadregin á bol, en bein á stirtlu. Raufaruggi miklu lengri en bak- uggi, sporður mikið sýldur, brjóstuggar og kviðuggar mjög stórir. Liturinn er dökkrauður og sterkastur á baki, bak- ugga og raufarugga. Silfurslikja er á kviðnum, sem er heldur ljósari en bolur- inn. Rauðserkur hefur fundist við vestur- strönd Afríku og Evrópu, norður af Bergen, einnig við Azoreyjar, Kanarí- eyjar og Madeira. Hann hefur einnig Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.