Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 39
Fró heimskoppni í
sjóstoo^Aveiði.
í JÚNÍMÁNUÐI s. 1. var efnt til
heimskeppni í sjóstangaveiði vestur við
Flórída og Kúbu. Bækistöðvar keppenda
\ oru, fyrri hluta keppninnar, í borgunum
Miami Beach, Tampa, Islamarado og
Marathon og kostuðu ýms stórfyrirtæki
á þessunt stöðum og borgarstjórnirnar
þann liluta keppninnar. Síðari hlutinn
fór fram við Kúbu og var ferðaskrifstofa
ríkisins þar gestgjafinn, en Fidel Castro
einræðisherra er forseti hennar. Hann
ætlaði sjálfur upphaflega að taka þátt í
mótinu á Kúbu, en varð að hætta við
það sökum stjórnmálaanna. Þurfti að
undirbúa 6i/£ klst. ræðu, senr hann hélt
meðan það stóð yfir.
World Series of Sport Fishing sá um
framkvæmd mótsins, en framkvæmda-
stjóri þess fyrirtækis heitir Hy Peskin,
einn kunnasti blaðaljósmyndari lieims.
Hann hefur aldrei fengist við sportveiði
sjálfur, en kynnst henni nokkuð í Ijós-
myndastarfinu, og bar hann hita og
þunga dagsins í skipulagningu og stjórn
þessarar keppni.
íslendingum var boðin þátttaka í þessu
móti, eflaust m. a. vegna þeirra frétta,
sem héðan bárust um sjóstangaveiðina
við Vestmannaeyjar og víðar. Varð að
ráði, að tveir menn færu héðan til keppn-
innar, þeir Gunnar Sveinbjörnsson og
Valdimar Valdimarsson.
Ritstjóri Veiðimannsins hitti þá fé-
laga að máli fyrir nokkru og bað þá að
segja lesendum ritsins eitthvað frá ferð-
inni. Brugðust þeir vel við þeirri ósk, og
væri hægt að skrifa mjög langt mál um
för þeirra, en rúmsins vegna verður að
stikla á stóru, a. m. k. í þetta sinn.
Þeir félagar flugu tif New York með
Loftleiðum, og róma þeir mjög alla að-
búð í vélinni og fyrirgreiðslu félagsins,
bæði hér heinra og ytra. Frá New York
héldu þeir svo suður til Flórída.
Þátttakendur í keppninni voru 48, frá
7 löndum, og voru Islendingarnir einu
Evrópumennirnir. Allir hinir keppend-
urnir voru þaulæfðir í þeirn veiðiaðferð-
um, sem þarna þarf að kunna, en þær
eru ólíkar þeim sem við erum vanastir.
Flelztu fisktegundirnar voru: Dolphin,
sem er af höfrungaættinni, hraðsyntur
mjög og getur farið allt upp í 100 mílur
á klst. Marlin og seglfiskur, sem eru sverð-
fiskar, túnfiskur og síðast en ekki sízt
hinn svonefndi barracuda, sem er mis-
jafnlega þokkaður af veiðimönnum fyr-
ir þá sök, að hann er mjög gráðugur og
étur oft aðra fiska af, meðan verið er að
þreyta þá. Hann er einnig mannskæður,
29
Veiðimaðurinn