Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 40

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 40
eins og verstu hákarlar, og því nijög hætturlegur sundmönnum þarna við ströndina. Stærsta tegundin getur orðið Einn af veiðibátunum. upp í 10 fet á lengd, en stærri fiskar en 5 fet eru þó mjög sjaldgæfir. Við veiðarnar eru notaðir hraðskreiðir bátar, sem ganga allt upp í 35 nrílur. Þeir eru með hárri yfirbyggingu og byrgi eða turni, þar sem leiðsögumenn- irnir hafast við meðan þeir eru að huga að fiskinum. Segja má að það sé að tals- verðu leyti undir þeim komið, hvernig veiðimennirnir veiða, og oftast munu þeir verða fengsælastir, sem liafa reynd- ustu leiðsögumennina.. Yfirleitt er mönnum séð fyrir öllum þeim þægindum, sem frekast eru hugsanleg. Veiðiþjónn beitir fyrir þá, kastar jafnvel út línunni og fylgist með öllu, og getur veiðimaður- inn þá, ef honum sýnist, brugðið sér frá, þangað til fiskur fer að gefa sig að beit- unni, því að þegar leiðsögumennirnir sjá fisk nálgast, kalla þeir: „Fiskur að koma“. „Verið viðbúnir!“ og þá flýta menn sér í stólana, ef þeir hafa skropp- ið frá, og búa sig undir átökin. Venjulega er siglt með 10—13 mílna hraða, meðan veitt er, o.g 20—30 metrar af línu hafðir úti. Fleytir beitan kerling- ar á yfirborðinu og hinir hraðskreiðu fisk- ar koma þjótandi líkt og tundurskeyti, til þess að grípa hana. En ekki á sama aðferðin við þá alla. Til dæmis þarf að bregða hart og fast við dolphininum um leið og liann tekur. Hann kemur skopp- andi á öldutoppunum eða efst í bár- unni og hrifsar beituna, en sleppir henni aftur, ef nokkurt hik kemur á veiðimann- inn. Hins vegar verður að nota þver- öfuga aðferð við marlin og seglfisk. Þeir eru báðir algerlega tannlausir og japla lengi á agninu. Þarf að gefa út 40—50 metra meðan þeir eru að festa sig. Er nauðsynlegt fyrir þá, sem taka þátt í svona keppni í fyrsta sinn, að fá sem gieggstar upplýsingar um viðbrögð hverr- ar fisktegundar, því að annars er hætt við að þeir geri skyssur, sem valda því, að þeir missa fiska, sem vanir menn í sal bátsins. Gunnar hvilir sig. mundu hafa náð. Valdimar segist t. d. hafa misst tvo sverðfiska sama daginn, vegna þess að hann brá við þeim, í stað 30 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.