Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 54
mjög misjöfn. Sumir flokkarnir fá gott
fluguveður og tært vatn, en aðrir ekki. Þó
er víða auðsætt, að sumir hafa slegið slöku
við fluguna. Skulu nokkur dæmi nefnd
þessu til sönnunar:
Einn átta manna flokkurinn fékk 67
laxa. Af þeim veiddust 34 á flugu, eða
51%. Sex stengurnar veiddu 49 af þess-
um 67 löxum og þar af alla flugulaxana
nema einn. M. ö. o., þessar sex stengur
fengu tæp 67% af sinni veiði á flugu,
á móti 5i%% hjá hinum tveimur. Einn
maðurinn í þessari sveit veiddi 10 laxa,
þar af 9 á flugu. Allt voru þetta vanir
veiðimenn, og því verður að álykta, að
þessir tveir hefðu átt að geta veitt á flug-
una eins og hinir, eða a. m. k. talsvert
meira en einn lax af 18.
Annar hópur veiddi 33 laxa, þar af
20 á flugu, eða um 61%. Einn maðurinn
í þessum hópi fékk 9 laxa, alla á flugu.
Þriðji hópurinn veiddi 77 laxa, þar
af 47 á flugu, eða um 61%, eins og hinn.
Einn þessara manna fékk 14 laxa, þar af
10 á flugu, eða um 71%. Tveir fengu
13 laxa hvor, annar þeirra 8 á flugu, en
hinn aðeins 4. Einn fékk 10 laxa, alla á
flugu.
Öll þessi dæmi sýna, að skilyrði til
fluguveiði hafa verið góð, þótt sumir
veiðimennirnir notuðu sér þau ekki. Sé
ástæðan sú, að þeir vantreysti sér með
fluguna, ættu þeir sem fyrst að reyna að
losna við þá hræðslu, en það tekst þeim
ekki, nema þeir fari að nota flugu að
staðaldri og sætti sig við að missa ef til
vill nokkra laxa fyrst í stað, meðan þeir
eru að ná réttu tökunum á henni. Eftir
það munu þeir komast að raun um, að
flugan heldur yfirleitt eins mörgum löx-
um og maðkurinn, ef gætilega er þreytt
og landað.
Norðurá er tvímælalaust ein at' allra
skemmtilegustu fluguám landsins. Hún
er hvergi óveiðandi með flugu. Má því
til sönnunar minna á, að menn liafa
meira að segja fengið lax á flugu bæði í
Drottningarhyl og Klingenberg. Það
væri því ekkert undrunarefni þótt hlut-
föllin milli maðksins og flugunnar ættu
eftir að verða öfug við það sem verið
hefur, þ. e. að fluguveiðin yrði milli 60
og 70%, en maðkveiðin 30—40%, eftir
atvikum.
Menn segja stundum, þegar þetta
berst í tal: Það er nú víðar pottur brot-
inn en í Norðurá. Ekki er fluguhlutfall-
ið t. d. upp á marga fiska hjá ykkur í
Laxá í Aðaldal.
Ekki skal því neitað, að hægt væri að
veiða meira á flugu en gert er þar sums
staðar. En við samanburð á þessum ám,
þarf þó að hafa í huga, að í Laxá er 35
—40% af veiðinni á stöðum þar sem kalla
má að ekki sé hægt að veiða á flugu.
Nærtækasta dæmið er veiðin í ánni s. 1.
sumar. Alls veiddust þar 1090 laxar, og
af þeim 420, eða tæp 40% fyrir neðan
Æðarfossa, þar sem heita má vonlaust að
fá lax á flugu, nema þá helzt á Breið-
unni. Kæmi einhvern tíma til þess, að
hætt yrði að veiða á þessum hluta árinn-
ar, mætti ef til vill fara að bera hana
saman við Norðurá sem fluguá, en fyrr
ekki. Á svæðinu fyrir ofan Æðarfossa
er, eins og kunnugir vita, hver flugu-
staðurinn af öðrum, og sumir þeirra svo
fallegir, að fáar ár hafa upp á sambæri-
legt að bjóða. Hitt er svo annað mál, að
víða þarf þar nokkuð löng köst, sem ekki
Vf.iuimapurinn