Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 59

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 59
Frá aðaliundi S. V. F. R. AÐALFUNDUR S.V.F.R. var haldinn í Lido sunnudaginn 27. nóv. s.l. Formaður félagsins flutti ýtarlega skýrslu um starfsárið. Hann hóf mál sitt með því að skýra frá tilraunum stjórn- arinnar um öflun meiri veiðisvæða. — Kvaðst hann þegar vilja játa, að of lítið hefði áunnist, eða minna en stjórnin hefði óskað. Haukadalsá, suðurbakkinn, var fyrsta veiðisvæðið sem losnaði úr leigu á árinu. Félagið á Akranesi hafði haft þann hluta árinnar og fékk hann áfram. Norður- bakkinn losnaði einnig úr leigu, og reyndi stjórn S.V.F.R. að ná honum, og hafði á tímabili gildar ástæður til að ætla að það myndi takast, en það fór þó á annan veg, og skal sú saga ekki rakin nánar hér í blaðinu. Víðidalsá losnaði einnig úr leigu á árinu, en fyrri leigendur fengu hana áfram til 5 ára. Þó tókst stjórn S.V.F.R. að ná þar nokkurri aðstöðu fyrir félagið, með sérstökum samningi við Sigfús Bjarnason stórkaupmann, sem er eigandi Þingeyra og hefur helming árinnar. Fékk S.V.F.R. hjá honum 132 stangardaga og má það teljast gott eins og á stóð. Laxá i Hreppum. Á. s. 1. vetri kom einn af stjórnarmönnum Veiðifélags Ár- nesinga, Hinrik Þórðarson í Útverkum, að máli við stjórn S.V.F.R. og óskaði þess að félagið gerði tilboð í Stóru-Laxá í Hreppum, þar sem þá væri í ráði að leigja ána í einu lagi til stangveiða. Sú hugmynd komst þó ekki í framkvæmd þetta árið, en S.V.F.R. sendi eigi að síður tilboð og upp úr því náðust samningar um samtals 340 stangardaga, að nokkru leyti við fyrri leigendur einstakra svæða, auk landeigenda Háholtstorfu og Núps- túns. Var þetta góð viðbót við vatna- svæði félagsins. Rangársvæðið. Þá athugaði stjórnin ntöguleika á að ná einhverri aðstöðu fyrir félagið á Rangársvæðinu, en sem stend- ur er ekki hægt að segja um hver árang- ur þeirra tilrauna verður. Þó er útlitið miklu betra nú en það var fyrir nokkr- um árum, um að einhver ítök fáist þar eystra. Mun stjórnin halda þessum at- hugunum áfram nú í vetur og væntan- lega geta skýrt nánar frá þeim fyrir vorið. Fleiri möguleikar voru athugaðir, en enginn jákvæður árangur hefur feng- ist af þeim athugunum enn. Þó taldi for- maður ekki óhugsanlegt, að eitthvað kynni úr að rætast fyrir vorið. Árangurinn af þessum tilraunum fé- lagsstjórnarinnar hefur þá orðið sá, að félagið hafði 472 stangardögum meira til umráða s. 1. sumar en árið áður og verð- ur það að teljast vel á málunum haldið, þegar haft er í huga, hve erfitt er orðið að ná í ný veiðisvæði. Klak- og rcektunarmál. Á aðalfund- inum 1959 var kosin 7 manna nefnd til þess að annast þessi mál, og kvað formað- 49 Veiðimaburinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.