Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Síða 60
ur hana liafa sýnt mikinn dugnað og
ósérplægni í störfum. Að öðru leyti fór-
ust honum orð á þessa leið:
„Félagið hafði á leigu klakhús að
Stokkalæk á Rangárvöllum, sem það hafði
standsett og komið í gott lag. Þar var
klakið út um 300 þúsund seiðum. Sig-
urður Egilsson bóndi að Stokkalæk hafði
umsjón með klakinu og fórst það með
afbrigðum vel úr hendi. Þessum 300 þús.
seiðum var dreift s. 1. vor sem hér segir:
100 þúsund voru sett í Laxá í Kjós, 50
þúsund í Bugðu, 50 þúsund í Meðalfells-
vatn, um 20 þúsund í Stokkalæk, Eystri
Rangá, og afgangurinn, 60—70 þúsund í
Ytri Rangár-svæðið. Auk þessa liefur fé-
lagið klak í eldi í Elliðaárstöðinni. Voru
100 þúsund seiði sett í Norðurá.
Félagið hefur Stokkalækjarhúsið einn-
ig í vetur og mun nú koma í það um hálf
milljón hrogna. Aflað hefur verið klaks
á þessu hausti úr Miðfjarðará, Laxá í
Kjós og Bugðu. Tryggt hefur verið, að
því sem ekki kemst í Stokkalækjarhúsið,
verður klakið út í Elliðaárstöðinni eða/
og klakhúsi, sem starfrækt verður í vet-
ur við Kaldárhöfða.
Það er nú orðin rökstudd skoðun, að
framtíðin í ræktun vatnafisks séu eldis-
seiðin, sem ekki er sleppt í árnar fyrr en
þau eru komin í niðurgöngubúning, eða
eftir 2—3 ára eldi. Þar sem klak- og eldis-
stöðvar eru mjög dýrar, milljónafyrirtæki,
rnundi það eiga mjög langt í land að fé-
lag vort gæti komið slíku á fót. En nú er
í uppsiglingu mikil stækkun og endur-
skipulagning klak- og eldistöðvarinnar
við Elliðaár. Eftir að stjórn og klaknefnd
hafa íhugað þetta mál vandlega höf-
um við komist að þeirri niðurstöðu, að
skynsamlegast sé fyrir félagið að koma
klaksjóði þess, sem hlutaeign í þessa stöð
með skilyrðum, sem tryggi félaginu allar
þaríir þess í þessu efni í framtíðinni".
Veiðin í sumar. Á s. 1. sumri hafði fé-
lagið úthlutun veiðileyfa í 9 ám og 2
vötnum. í sumum ánum að öllu leyti, í
öðrum að nokkru eða litlu leyti.
I flestum ánum var veiðin meiri nú
en 1959. í Elliðaánum veiddist nú um
300 löxum meira en í fyrra, í Norðurá
136 löxum meira, Víðidalsá um 200
rneira og Fáskrúð um 50 löxum meira.
Flins vegar var veiðin í Laxá í Kjós tæp-
um 130 löxum niinni en í fyrra og í
Miðfjarðará um 440 löxum minni, enda
var óvenjulega mikil veiði í báðurn þess-
um ám 1959, einkanlega Miðfjarðará.
Laxveiðin í Bugðu var svipuð og í
fyrra, en heldur betri í Meðalfellsvatni,
þótt lítil væri. Silungsveiðin í vatninu
var hins vegar nokkru lakari en í fyrra,
og þó betri en 1958. Telur umsjónar-
nefnd vatnsins og ýmsir aðrir, sem fylgzt
hafa með þróun mála þar, að brýna nauð-
syn beri til að gera einhverjar ráðstaf-
anir til viðhalds og aukningar silungs-
stofninum, og þá helzt að leggja áherslu
á ræktun sjóbirtings og urriða. Einnig er
talið ráðlegt að hækka aftur í vatninu
um 15—20 cm.
Þá ræddi formaður nokkru nánar um
liverja á og vatn fyrir sig, drap á helztu
breytingar sem orðið hafa frá síðasta ári
o. s. frv. Hið helzta sem gerzt hefur í því
efni, er breytingin á rennsli Elliðaánna
og bygging vörzlu- og veiðimannahúss-
ins þar, en frá því hvorutveggja hefur
áður verið sagt hér í blaðinu.
Nokkrar lagfæringar voru gerðar á
50
Veiðimaðurinn