Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Qupperneq 61
veiðihúsi félagsins við Laxá í Kjós og
athuganir um stað fyrir veiðiskúr eða
smáhús við efsta veiðisvæði árinnar.
Lagfæring á nýjum veiðistöðum í
Bugðu fótst fyrir að þessu sinni, vegna
þess að jarðýta fékkst ekki í tæka tíð, en
reynt mun verða að koma því í fram-
kvæmcl fyrir næsta veiðitímabil. Þess má
geta, að fyrsti laxinn, sem veiddist í
Bugðu s. 1. vor, fékkst á öðrum hinna
nýju veiðistaða.
Við Norðurá var allt með sarna sniði
og undanfarið. Rætt liefur verið um að
fá efsta hluta árinnar, ofan Króksfoss, inn
í samninginn, og mun það ef til vill tak-
ast fyrir næsta sumar. Athuganir á því,
hvort hentugt væri að innrétta tvö íbúð-
arherbergi í kjallara veiðihússins, leiddu
í ljós að hagkvæmara yrði að byggja litla
viðbótar-álmu, en ákvörðun hefur ekki
verið tekin um það enn.
Eins og ýmsir vita, var þetta síðasta
samningsárið um Miðfjarðará. Áin var
auglýst í haust og bárust í hana 7 eða 8
tilboð, hæst kr. 300 þúsund frá bónda
einum þar nyrðra. En áreigendur höfn-
uðu öllum tilboðunum og eru nú að
reyna að leigja hana útlendingum. Mun
frétta tæplega að vænta af því máli fyrr
en eftir áramót.
Eins og að undanförnu hafði S.V.F.R.
ítök í Fáskrúð, nreð sérstökum samningi
við félagið á Akranesi, en búist er við
að áin verði boðin út næsta ár. Þá fékk
félagið 14 stangardaga í Hrútafjarðará,
og er það svipað og það hafði þar í fyrra.
Um Reyðarvatn fórust formanninum
orð á þessa leið:
„S.V.F.R. hefur haft þetta vatn á leigu
undanfarin ár og eru nú 2 ár eftir af
samningstímabilinu. Það mun hafa verið
tap á vatninu undanfarin ár og er svo
enn. Þetta er mjög eðlilegt, eins og í pott-
inn er búið. Stjórninni var ljóst, að til
þess að koma þessu í betra lag, þyrfti
margt að gera. Fól hún því umsjónar-
nefnd vatnsins að athuga eftirfarandi: —
Lagfæringu vegar að vatninu, útvegun
veiðihúss, báta og umsjónarmanns. Eftir
að lagfærður hafði verið vegur frá þjóð-
veginum meðfram Selfjalli, kom það í
ljós, að vegargerð síðustu 4—500 metr-
ana að vatninu mundi kosta verulega
upphæð. Þar að auki kæmi kostnaður
við hús, báta og umsjónarmann. Þar sem
svo stuttur tími var eftir af samningnum,
var ekki álitið rétt að leggja meira í kostn-
að nema viðunandi leigusamningur til
lengri tíma feng'st um vatnið.
í sambandi við þetta mál er rétt að
geta þess, að stjórnin lrefur verið að þreifa
fyrir sér um að fá hentugt veiðivatn, sem
félagið gæti lielzt e.gnast og ræktað upp,
þar sem hægt væri að staðsetja varanleg-
an veiði- og viðlegustað fyrir silungsveiði-
menn. Ennþá hefur þessi viðleitni ekki
borið árangur. Væri stjórninni mjög kært,
ef e'nhverjir félagsmenn hefðu góðar
ábendingar og tillögur að gera í þessu
máli“.
Kastkennsla fór fram á vegum lélags-
O Ö
ins s. 1. vor. Eins og að undanförnu ann-
aðist hana Albert Erlingsson kaupm.
Ýmsir hafa haft orð á því, að of lítið væri
gert til að gera félagsmönnum kleift að
æfa köst. o.g fá tilsögn á öðrum tímum árs
en þennan eina mánuð að vorinu, sem
kastkennslan hefur farið fram, á undan-
förnum árum.
Við breytt rennsli Elliðaánna livarf sú
51
Veiðimaðurinn